Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1889, Síða 1

Fjallkonan - 18.05.1889, Síða 1
Kemr út 3—4 sinn. á mánuði. Verð 2 (erlendis 3) kr. Gjalddagi 1 júlí. FJALLKONAN. Út gefandi: Vald. Ásmundarson. Ski ifstofa og afgreiðsla: Veltusund, nr. 3. v VI, 14. REYK.TAVÍK 18. MAÍ 1889. F J A I. T. K 0 >T A \ er frjálslyndasta blað. Hún helir ekki eingöngu htigann við hið pappírslega stjórnarskrárfrelsi, enn vill að hver einstaklingr fái að komast til viðrkenningar réttinda sinna og njóta þeirra. — í fyrra varð hún fyrst af blöðunuin til að livetja til þess að Þingvallafundr yrði haldinn (sem ísafold vildi þá láta bíða). — í ár varð hún fyrst af blöðunum til að kveða upp úl' með nýja stefnu í stjórnmálum — lögskilnað ís- lands og Danmerkr (sem ísafold rís öndverð á móti). Fjallk. hefir til þessa verið hið eina ísl. blað, sem fylgt hefir kirkju og trúarmálum í frjálslega stefnu. — Hún vill styðja af fremsta megni öll atvinnumál, búnaðarmál og verslunarmál. — Hún vill vera i sam- vinnu við önnur blöð, og er ekki sá sjálfbyrgiugr, að hún þegi við nokkru máli eða rísi öndverð gegn þvi af þeirri ástæðu, að önnur blöð hafa orðið fyrri til að hreyfa því. — Hún er öllum óháð; smjaðrar því ekki fyrir þingi, embættismönnum, kaupmönnum eða alþýðu, tekr hvorki mútur á skjalli ne skattyrðum um ein- staka menn. enn liefir þó framar öðrum blöðum gefið almenningi áminningar fyrir ýmsa siðferðisbresti. FJALLKONAN er alþýðlegasta og skemtilegasta blað. — Hún flytr engar strembnar mælgisritgerðir. — Fréttir flytr hún alveg eins greinilegar og hin blöðin — Hún er eina blaðið hér á landi sem flytr íslenskar sögur, flestar sögulega sanuar, og mun lieldr fjölga þeim framvegis. Mun almenningr betr kannast við og skilja slikar sögur, enn misjafnlega valdar útlendar skáld- sögur og hindrvitnasögur. F J A L L K 0 N A N er ódýrasta blað landsins. Kostar að eins tvær krónur. Fyrir það verð fá menn ekki jafngott efni í hin- um blöðunum. — Gjalddagi er i júlimán., enn sé eigi borgað á réttum gjalddaga, fá útsölumenn minni sölulaun, og ef borgun dregst fram á vetr engin, enda borgi þá 1 kr. meira fyrir ár- ganginn. — Sölnlaun eru venjulega '/„—’/s. eítir því hve mikið er selt og hve fljótt er borgað. = Nýir kaupendr, er gerast áskrifendr fyrir árið 1889, geta fengið ókeypis síðari hlut þessa árg. Fjallk. (meðan upplagið hrekkr er stækkað verðr í 2500 eint.), frá júlí- hyrjun til ársloka (þar í fréttirnar frá þinginu, sögur af íslenskum niönnum og myndir af merkum íslenskum möun- um). Þó verða fjarsveitamenn að senda fyrirfram hurð- argjald 50 aura í (óbrúkuðum) f'rímerkjum. Ekkert blað hefir hvorki fyrr né síðar boðið slíka kosti. Fyrri hlnti þessa árg. er að kalla uppseldr. FJALLKONAN er útbreiddasta blað landsins. — Kaup- endr um 2160 (þar af í Bvík 250). Dess vegna er hentugast | að auglýsa í henni. Auglýsingar kosta nú minna i Fjallk. enn 1 í hinum blöðunum, og auk þess fá þeir auglýsendr mikinn af- slátt, er eingöngu skifta við Fjallkonuna. Kitgerðir, sem sendar eru Fjallk., ættu að vera ritaðar öðr- ! um uiegin á pappírinn. — Framvegis verðr venjulega engin ritgerð tekin í blaðið, sem er iengri enn 2—3 dálkar með meg- J inmálsletri. — Ritgerðir, er synjað er viðtöku í blaðið, fá höf- J undarnir ekki aftr, nema þær sé sóttar. (íufubátsmálið. Þess var getið í sið. blaði, að fundr hefði verið haldinn 6. maí í Reykjavík til að ræða um stofnun hlutafélags, er kaupa skyldi gufu- skip til strandferða við Suðrland og Yestrland. Hvatamaðrinn var sira Jens Pálsson, og sendi hann (eða Björn Jonsson ritstjóri ísafoldar fyrir hans hönd) fundarboðin í lokuðum bréfum til einstakra manna, einkum kaupmanna og hinna konungkjörnu þingmanna hér í bænum, enn þar á móti var að eins einum hinna þjóðkjörnu þingmanna, sem eru hér í bænum, boðið á fundinn, og ekki fengu heldr ritstjórar Fjallkonunnar og Þjóðólfs neina vitneskju um, hvað gerðist á fundinum, fyrr enn ísa/old kom út. — Á þessum fundi var stofnað þetta hlutafélag, og áleit fundrinn að til framkvæmdar fyrirtækis- ins þyrfti 80,000 kr. innstæðufé; skyldu það vera hlutabréf, hvert á 100 kr., er borgist með 25 kr. í hvert skifti 11. sept. og 11. des. 1889, og 11. mars og 11 júní 1890. — Bráðabirgðastjórn var kosin: Árni Thorsteinsson landfógeti, síra Jens Pálsson og Sigfús Eymundarson bóksali. Þeir kusu sér aftr til aðstoðar þá Steingrím kaupmann Johnsen og Björn Jónsson ritstj. — Þessir 5 menn hafa nú sent út boðsbréf, skorandi á menn að ganga í fé- lagið. — 29. júní er aðalfundr ákveðinn og skulu lögð fyrir hann lög félagsins til samþyktar og stjórn kosin. Svo er til ætlast, að skipið sé 100 tons að stærð (70 tons netto), með káetuplássi handa rúmum 10 farþegum, og að það kosti 50,000 kr. Árlegr kostn- aðr er áætlaðr 80,000 kr. — Margir af fundarmönnn- um gerðu sér góðar vonir um, að fyrirtækið mundi brátt borga sig. Ef það borgar sig vel, að kaupa 100 tonna gufu- bát til flutninga á Faxaflóa og um Yesttjörðu, þá I mundi það eigi síðr ábatavænlegt, ef Islendingar ! ættu stærra gufuskip í förum til strandferða kring- | um alt landið og til útlanda við og við. Enn for- J göngumenn þessa fyrirtækis munu eigi hafa þorað að gerast svo stórstígir, líklega mest af' því, að nægi- legt fé mundi eigi fást (100—150 þús. kr.). ÖUu landinu ætti þó ekki að vera ofætlun að leggja það fé fram. Að öðru leyti skulum vér ekkert segja um þetta fyrirtæki að sinni, enn óskum að því verði svo hyggilega fram haldið, að það verði fyrsta stig til þess, að landsmenn annist sjálfir samgöngurnar kringum landið, og styðji jafnframt að því, að ná versluninni úr höndum útlendinga. Skilnaðarmálið. Þessu máli er nú hreyft i „Þjóð- viljanum" 24. apríl, og er blaðið einlæglega meðmælt því. Það segir: „Gleðilegri ávöxt af hinni núver- andi stjórnarbaráttu vorri er ekki hægt að hugsa sér enn fullkominn skilnað við Danmörku, því hversu ánægðir sem Islendingar mundu lifa i sambandi við bræðr sína í Danmörku undir þeirri stjórn sem endrskoðendr nú fara fram á, þá mundu þeir enn ánægðari taka þann kost, ef falr væri, að skilj- ast í sátt og friði við Dani“. Ummæli Dagblaðs- ins séu „hið besta orð úr þeirri áttt, sem vér ís- lendingar höfum fengið í mörg herrans ár, með því líka ekki er ætiandi, að þau sé töluð út í blá- inn, heldr í fullri alvöru“. Hins vegar tekr blaðið það fram eins og Fjallk. heíir einnig gert, að endrskoð- unarmenn láti eigi þessa skilnaðartillögu stjórnar- innar i Dagbl. valda sundrung í stjórnarskrármál- inu. Ávörpin, sem send eru út til þess að fá vissu um almenningsskoðun á skilnaðinum, fela það einn-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.