Fjallkonan - 18.05.1889, Qupperneq 2
B4
FJALLKONAN.
VI, 14.
ig örugglega þinginu, hvaða tillit það vilji taka
til þeirra við meðferð stjórnarskrármálsins. — Tvö j
blöð hafa nú látið skoðun sína i ljós með skilu-
aðinum, enn að eins eitt (Isaf.) á móti.
„Lýðr“ síra Matthíasar.
*(Niðrl.) Þegar „Lýðr“ fer að snúa sér að hagfræði og versl-
un tekst honum upp. Hann er ráðalaus með að linna aðra veru-
lega orsök til peniugaeklunnar, enn horgarana og pöntunarfé-
lögiu, og í stuttu máli: hnignun hinna svokölluðu fastakaup-
manna. Hann veit ekki til, að pöntuuarfélögin útvegi peninga,
og hann segir, að borgararnir eyði peningaeign mauna „háska-
lega“. Hann lætr í veðri vaka, að þeir sein versli við kaup-
menn fái að eiga „alla sína peninga óeydda eða fái jafnvel við-
bót við þá hjá þeim!111 Þó játar „Lýðr“, að pöntunarfélögin
geti vel hjálpað og afstýrt vandræðum í svipinn, enn að eins i
harðæri; endrarnær standist þau ekki; söinul., að þau ásamt fleiri
meðölum geti losað menn við skuldasúpurnar. Um borgarana
játar liann, að verslunaraðferð þeirra sé svo hæg og kostnaðar-
litil, að þeir græði þar stórfé, sem vörukaupmennirnir tapa.
„Það er vist“, segir „Lýðr“, „að eins og nú stendr fæst flest
fyrir litið meira, enn hálft verð, ef aurar eru í boði“.
Bf nú pöntunarfélögin hjálpa í hardœri með að afla lifsnauð-
synja og jafnframt til að losna úr gömlum skuldum, eins og
„Lýðr“ segir, og eins og líka víst er og satt, þá er það með
því, að þau útvega félagsmönnum sinum svo góð vörukaup.
Hinar pöntuðu vörur fást með miklu lægra verði. Setjum einn-
ig svo, að borgararnir, sem selja fyrir peninga, geti selt og
selji miklum muu ódýrar, enn aðrir kaupmenn; sláurn þvi föstu
eins og má og eins og „Lýðr“ gerir, að þetta sé svona, þá er
auðsætt, að þeir sem kaupa nauðsynjar sínar annaðhvort i pönt-
unarfélagi, eða af borgurunum, þurfa eigi jafnmikinn horgun-
areyrir, eins og ef þeir keyptu hið sama af kaupmönnum. Þann-
ig hafa þeir þá nokkuð i afgangi, annaðhvort til að fá meiri
vörur, eða þá peninga. Nú munu flestir kannast við það, að
pöntunarfél. geti útvegað peninga1 2 fyrir allar veujul. verslunar-
vörur, hve mikið sem um væri að gera. Það er því engiun
örðugleiki að koma öllu vörumagni landsmanna i peninga á
þann hátt, ef ekki þyrfti á þvi að halda fýrir aðrar vörur, og
því minna, sem vér þurfum, til að borga aðkeyptu vörurnar
með, þess hægra eigum vér með, að komast yfir peninga. Af
þessu er auðsætt, að pöntunarfélögin og smáborgararnir stuðla
að því, að auka peningaveltu i landinu, ekki einungis að sama
skapi og þau og þeir útvega og selja vörurnar með lægra verði, !
heldr og að meira skapi, eins og vér skulum sýna fram á. Þetta
liggr lika eðlilega í mismun þeim, sem er á verslunaraðferðir.ni.
Peningaverslunin, sem kemr á lægra vöruverði og sparar mikinn
kostnað, knýr peninga fram. Þeir sem frétta, að „eins og nú
stendr fæst fiest íyrir litið meira enn hálft verð, ef aurar eru
í boði“, þeir fara að útvega sér peninga, koma vörum sínum
í peninga, o. s. frv., og þannig knýjast einmitt peningar inn í \
landið. Pöntunarfélögin reka í rauninni „koutant“-verslun, enn
þau gera það erlendis. Þar selja þau (láta selja) vörur sinar
fyrir peninga, og kaupa aðrar vörur fyrir hina sömu peninga.
Kaupi þau minna af vörum enn þau seldu, kemr peningaafgangr-
inn heim. Snúum vér oss þar á móti að vöruskiftaverslun
fastakaup m anna, er alt öðru máli að gegna. Þeir hafa mestan |
sinn ágóða af aðfluttum vörum, og neita sér um þann ágóða að j
sama skapi, sem þeir borga meira af peningum gegn hinum inn-
lendu vörum. Fyrir skemstu var jafnvel svo komið og enn
eymir eftir af þvi, að kaupmenn sköðuðust á þvi, að kaupa hin-
ar íslensku vörur. Kaupmönnnm var því einmitt hinn mesti '
hagr, ef þeim var borgað með peningum í staðinn tyrir með ísl.
vörum, og þeim var jafnframt hinn mesti skaði að hverri krónu
sem þeir létu i peningum. Það er þvi þetta, sem eðlilega spilti
peningaveltunni meðan allvel lét i ári. Peniugar þeir, er ein-
stakir menn hafa fengið hjá kaupmönnum, hafa að eins verið
nokkurskonar „festarfé", eða „góðgerðir" hauda „vildarmönnum“.
1) Þessi málsgrein er alveg dæmalaust hlátrsefni.
2) Kaupí'él. Þingeyinga heiir útvegað félagsmönnum sínnm alt að 15
þás. kröua i peningum næstl. ár. Má fullyrða, að þessar 15 þús. eru að
eins þóknun fyrir það, að þeir versluðu ekki við fastakaupm. því fyrir j
sama borgunareyri nefði þeir nanmast fengið sama vörumagn, því síðr
meira, eða þessa peninga.
Aðalreglan er sú, að borga aldrei ísl. vöru með peningum, og i
fjártökubrétum kaupmanna norðaulands er jafnan sagt, að slátr-
íé sé einungis tekið „upp i skuldir“.
Nú, síðau vér komumst upp á það fyrir kaupfélögin, að koma
sjálfir vörum vorum i peniuga, og þar sem vér jafnfraint höfum
fengið bankanefnu í landinu, sem styrkr er að, þá er ekki nema
tvennu um að kenna, et oss vantar peninga. Annaðhvort er
það af fátækt vorri; oss vantar borgun eða tryggingu gegn
peningum, og það mun líka vera megin-ástæðan lijá oss, eða
vér kunnum eigi lag á að nota hina liagkvæmustu verslunarað-
ferð til þeirra liluta, heldr bindum oss á sama klafann og áðr.
„Lýðr“ lieldr uppi málstað hinnar erlendu stjórnar, Vestr-
heimsferðanuaa og hinn „föstu“ kaupmanna vorra. Þetta þrent
hefir þó að samanlögðu dregið meiri þrótt og dug úr þjóðinni,
enu uokkur landplága önnur. Það er þess vegna engin ósann-
girni, þótt þeir, sem þrá viðreisn lands og þjóðar, beitist gegn
þessu.
Viðvíkjandi þessum þremr atriðum helir „Lýðr“ einkanlega
beitst gegu hinum öðrum blöðuin vorum.
Stefna hinna blaðanna (þó eitt þeirra virðist nú bera kápuna
á báðum öxlum i öllum aðalmálum) liefir verið sú, að inn-
ræta mönnum sjálfstjórnar hugmyndir, efla innlenda verslun,
slökkva niðr Vestrheimsfýsuinni, telja kjark i þjóðina, benda á
innlenda bjargræðisvegi, í stuttu máli: draga úr barlóinsanda,
hugleysi og vanstillingu, sem hið bága árferði um hríð, ásamt
gömlum vöggumeiuum, hefir komið til leiðar. Og vér erum þess
fullvissir, að blöðin hafa áorkað talsverðu í þessa stefnu.
Hafi „Lýðr“ nokkur áhrit með greiuum sinum um þau mál,
sem hér hefir verið á drepið, verða þau gagnstæð því, sem hiiin
góðviljaði ritstjóri hans eflaust ætlast til. Sýnir það einna ber-
sýnilegast, hve síra Matthías er á rangri hyllu i lífinu.
Ó. S. & Co.
Sjóhrakningr.
Skipi bjargad með lýsi og olíu.
Pöstudaginn 27. aprílm. 1888 var vindr S. A. t. A. (misvis.)
myrkvabylr og mikið útsuðrs-brim; lögðumst vér til „drifs“
með tvírifuðu stórsegli og tvírifaðri stagfokkn, hér um bii 2
mílur í útsuðr af Ingólfshöfða kl. 2 f. h. Kak svo allan dag-
inu vestr eftir fram með hafisnum, sem vér sáum glóra í öðru
hvoru með landinu. Kl. 7 f. h. var loftþyngdarmælir 57”, enn
kl. 7 e. h. var hann 52”. Veðr var hið sama allan dag-
inn nema mishvast til kl. 12 á miðnætti. Þá var komið hér
um bil á 65° 20’ n. br. og 18° 2’ v. 1. frá Grvv. Austanbrim
var þá komið ákaflega mikið og veðr fór mjög versnandi; var
látið reka að eins með þrírifuðu stórsegliuu. Laugardaginn 28.
(s. m.) kl. 1 e. h. kom sjór framan yfir skipið, og braut „káetu-
kappann“ og gluggann, og varð sjór upp á bekki niðri; lamp-
inn og fleira hrotnaði; 3 skipverjar vóru þá uppi. í káetu-
dyrnar og gluggann var undir eins troðið sængrfötum og svo
negld yfir horð og segldúkr. Þegar verið var að ljúka við það
kl. 2V2 f. h., kom ólag á flatt skipið og braut hástokkinn, 5
styttur og næstum alt skjólþilið öðru megin í burtu, og lagði
skipið næstnm á hliðina um leið. Skipverjar vóru þá allir (6)
uppi. Skipið rétti sig þó fljótt við aftr; var þá troðið fötum i
götin eftir stytturnar, sem reka mátti handlegg niðr um, aðra
aðgerð var ekki að tala um i þvilikum ofsa stormi, sem kominn
var á A. N. A. og sjógangi, og var rnikil guðs mildi að ekki
sópaðist út alt fólkið eða eitthvað af þvi í þessum svifum.
Nú var ekkert annað sýnna, enn að skipið mundi kæfa von-
um bráðara eða missa reiðann; ég réði þvi af að gera fast
stórseglið, binda mig við sveifina og sigla undan öldu og vindi
með tvírifaðri stagfókkunni, þó það væri iskyggilegt. Bátrinn
var höggvinn burt undir eins, svo hann yrði ekki að slysi á mönn-
um eða skipi. Það litla sem til var af lýsi og steinoliu var nú
látið i 2 heypoka, og þeir svo hengdir í kaðli sinn á hvora
hlið skipsins, enn nokkru at lýsi var helt niðr i skipið og því
svo „pumpað“ út undir verstu ólögin, þegar menn gátu séð til
þeirra fyrir sjórokinu og bylnum. Þegar lýsið var á förum,
var tekið það sem til var af hákarlslifr (nálægt 2 tunnur) og
murið í sundr og látið i poka, og þeir svo bundnir á þilfarið;
skolaðist svo lifrarmaukið smátt og smátt út með sjónum, og
heíir það vissulega mikið dregið úr ólögum, jafnvel þó vér gætum
ekki séð það fyrir illviðrinu, sem hélst með sama ofsa og brim-
róti frá því um nóttina og til kl. 5 e. h. Var þá komið hér