Fjallkonan


Fjallkonan - 28.05.1889, Qupperneq 1

Fjallkonan - 28.05.1889, Qupperneq 1
Kemr út 3—4 sinn. á mánuði. Verð 2 (erlendis 3) kr. Gjalddagi 1 júll. FJALLKON AN. Út gefandi: Vald. Ásmundarson. Ski ifstofa og afgreiðsla: Veltusund, nr. 3. VI, 15. REYK.TAVÍK 28. MAÍ 1889. Búfesta kaupmanna. Innlend verzlun. Eftir Eirfk jttag-nússon, M. A. Síðasti Þingvallafundr samþykti áskorun til al- þingis, þess efnis, að lögbjóða skyldi kaupmönnum, sem reka íslenzka verzlun, að hafa fast heimili á j íslandi. Tiigangr uppástungunnar er að gera verzl- unina invlenda. Menn hafa þókzt sjá það lengi, að þetta væri bezta ráðið til að fá komið upp innlendri | verzlun. Landsins nýtustu og beztu menn hafa haldið þessu fram i riti og ræðu jafnt og þétt siðan alþingi var endrreist, Og sú hugmynd er orðin að j rótgróinni alþýðu-trú, að hafi menn kaupmenn bú- j setta í landi, þá sé verzlun þess þar með orðin j innlend. Því er nú svo komið, að alisherjar alþýðu- fundr skorar á löggjafarvald lands að skylda kaup- menn þess til búsetu þar. Eg skrifa þessar athugasemdir til að sýna og, að ætlun minni. að sanna, að þessi alþýðutrú sé hjátrú ein. Eyrst er nú þess að geta, að heimilisfang er ó- | viðhreyfanlegr einkaréttr manna, sem óbrotlegir standa við lög og landsfrið. Löggjafarvaldið getr ekki sagt við þá: — „Þið skuluð hafa fast heimili | hér, enn ekki þar, að viðlögðum sektum ef þið ó- j hlýðnizt boðinu“. Slikt væri ekki einungis brot gegn náttúrlegum einkarétti. heldr væri það gjör- i ræði i verstu mynd, vegna þess, að gert væri upp á milli borgaranna, sem ailir eru jafn réttháir ! fyrir iögum, og allir eiga undir einum lögum að j búa. Þó er sá galli hvað alvarlegastr við uppástung- ! stungu Þingvallafundarins, að hún er alveg þýð- ingarlaus fyrir tilganginn. Afleiðingarnar af skyldu- búfestu lögunum eru auðraktar. Kaupmenn, sem ekki kysu heldr að selja \ erzlanir sínar og iosast við land alveg, kæmu heim. Á íslandi fjölgaði kaupmanna madömum og kaupmanna börnum. Ein- | stöku sveitarfélög kynnu að hafa einhver snöp upp úr þessu. Það yrðu, ef til vill, eitthvað fleiri hús- kennarar á landinu. Enn þá er upp talið alt það gagn, sem lög þessi gerðu iandinu. Kaupmönnum j sjálfum yrði förin via dolorosa. Enn verzlunin? Já, hún sæti nú við sinn gamla j keip. Hún væri jafn útiend eftir sem áðr. Lögin ! orkuðu þvi einu, að misbjóða rétti nokkurra manna. Þetta skal nú sýnt og sannað. Verzlun — hvað er verzlun í eiginlegum skiln- ingi ? Stytzt svarað. er hún afleiðing orsakar, og ieysi maðr þessi orð upp í ákvarðaðri skýringu, þá er j verzlunin ábatavœnleg athöfn scin lciðir af lánstrausti (kredit) Itaiipnianns. Undirstaða allrar verzlunar er lánstraust; enn þar, sem það á heima, þar á verzl- ! unin heima með öllum þeim ábata, sem af henni leiðir. Þegar lánstraust íslenzkrar verzlunar er í landinu sjálfu, þá er íslenzk verzlun orðin innlend verzl '.n. Enn fyrr verðr hún það ekki. Þetta er stutt grein, og ég vona öllum mönnum með fullu skyni auðskilin. Enn það er svo áríð- andi, að menn seti hana á sig, og geri sér ljósa grein fyrir hverju orði hennar, að verði grundvallar- setningar hennar að alþýðu-sannfæringu, og fylgi menn þeirri sannfæring síðan framm með skyn- sömu þori, festu og fylgi, þá er innlend verzlun íslands fengin. Þegar menn fyrst hafa fengið rétta undirstöðu máls og glöggvan skilning á henni, þá liyllir fyrir sigrinum, þá verðr sannfæringin óreik- ul og viljinn fastr; enn þar sem viljinn er, þar er vegrinn. Það, sem gerir, að verzlun Islands, það er til fastra kaupmanna kemr, er óinnlend verzlun, er það, að lánstraust hennar á sér stað í Höfn. Is- lenzkir kaupmenn, eins og kaupmenn um allan heim, verða yfir höfuð að reka verzlun sína með iánuðu fé. Að fara rtt í undantekningarnar frá þessarri reglu þýðir hér ekkert, með því að þær ná að mestu leyti til manna, sem með hagsýni, dug og sparnaði hafa með tímanum getað komið svo ár fyrir borð, að þurfa ekki á lánum að halda. Enn, hvar leita islenzkir kaupmenn lánanna? Hjá pen- ingamönnum (kapitalistum) og bönkum í Höfn. Þar á verzlun Islands stað lánstrausts síns nú sem stendr. Þetta er eðiilegt. íslenzkir kaupmenn hafa í ekkert annað horn að venda. Þeir leita láns þessa í Höfn alt eins fyrir það, þó þeir hafi eldstó sina á Islandi, eins og auðvitað er; því á Islandi fæst það ekki. Ekki yrði landi að borgnara fyrir það, þótt kaupmennirnir flosnuðu upp, enn það gera þeir náttúrlega undir eins og fyrir lánstraust þeirra tekr. Nú er auðséð á Þingvalla-uppástung- unni, að ekki er gert ráð fyrir neinu, er lýtr að lánstrausti íslenzkrar verzlunar; hún bendir ekki til neinna ráðstafana í þá átt. Islenzk verzlun á því, að svo rniklu lej'ti sem til þessarar áskorunar kemr, að vera það sem hún er: dönsk verzlun, út- lend verzlun. Áskorunin beinist að mönnunum, enn lætr málið óhreyft. Enn meðan íslenzk verzlun lifir á útlendu lánstrausti, er það hégómlegr draumr, að ímynda sér, að hún verði innlend verzlun fyrir það, þó kaupmenn verði skyldaðir til að hafa fast heimiii í landinu. Nei, hér þarf að taka dýpra í árinni ef duga skal. Kaupmenn eru, eins og allir aðrir menn, það sem kringumstæðurnar gera þá. Só verzlunarfyrir- komulagið hagfelt, og verzlunarlöggjöfin hyggileg, þá eru kaupmenn einhverir þörfustu borgarar lands. Ekki geta þeir gert að því, að þeirn er einn kostr nauðugr til að geta gegnt atvinnuvegi sínum. Þar að standa kringumstæður sem þeir hafa ekki skapað sjálfir, né fá við ráðið. Þeir þurfa ‘kredits1 til að geta fylgt þeim atvinnuvegi, sem þeir og þeirra

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.