Fjallkonan - 29.07.1889, Blaðsíða 1
Kernr út
á mánudögum.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi i júlí.
FJALLKQNAN.
Út gefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofa og afgreiðsla:
Veltusund, nr. 3.
VI, 22.
REYK.TAVÍK, 29. JÚLÍ
1889.
0) EI> frumvarpinu um breyting á launalögunum,
sem afgr. er nú sem iög, er sú breyting gerð á þeim,
að laun biskups og amtmanns eru látin vera 5000
kr., yíirdómsstjórans 4800 kr., enn hinna dómar-
anna í yfirdóminum 3500 kr.; landfógeta sömuleið-
is 3500 kr.; forstöðumanna prestaskólans og lærða-
skólans 4000 kr. Hins vegar eru hækkuð laun
kennaranna við prestaskólann og lærða skólann,
þanuig, að laun 1. og 2. kennaraembættis við lærða
skólann eru hækkuð í 2800 kr. og sömuleiðis laun
1. kennara við prestaskólann, enn laun 2. kennara
við prestaskólann og 3. og 4. kennara við lærða
skólann eru hækkuð í 2400 kr.
Fá lög frá þinginu hafa orðið jafnóvinsæl sem
launalögin, og hefir því oft verið hreyft í blöðun-
um, að margir embættismenn hefði mikils til of há
laun, enn einkum hefir það verið tekið fram. að
munrinn á embættislaunum væri ósanngjarnlega
mikill. Jafnvel þó almenningr hafi eigi fullljósa
hugmynd um, hve mikil laun embættismenn í Rvik
þurfa að hafa tii að komast sómasamlega af, þarf
eigi að efast um það, að laun sumra þeirra eru
langt of há, Með þessu nýja frumvarpi er reynd-
ar stigið spor til að lækka gífrlegustu launin, enn
þar virðist oss farið of skamt, og hækkunin á hin-
um lægri launum virðist að sumu leyti alveg ó-
þörf. Þeir embættismenn sem hér eiga hlut að
máli hafa ekki sótt um launahækkun, og fyrir víst
einn þeirra hefir sagt sjálfr, að hann vildi ekki
hafa hærri laun enn hann hefir nú.
Réttast mundi hafa verið að fresta þessu máli
að sinni, enn taka innan skamms launamálið alt
fyrir, til að koma sanngjörnum jöfnuði á laun allra
embættismanna (ekki einungis þeirra er í Reykja-
vík búa). Það er nokkur ósamkvæmni í þvi, að
hinir sömu þingmenn (Sigurðr Stefánsson & Co.)
sem vóru formælendr þessa frumvarps koma nú
með frumvarp um afnám amtmannaembættanna.
Það virðist alveg óþarft að hafa fyrir því, að setja
ný lög urn laun þess embættis, er ætlast er til að
lagt verði niðr hið bráðasta. Sama má segja um
biskupsembættið, er þingið hefir hvað eftir annað
lagt tii að yrði afnumið.
Þessi launabreyting verðr, ef hún verðr
að lögum, að eins til að íþyngja landssjóði. Hækk-
unin kemr undir eins fram, enn lækkunin á hæstu
laununum því að eins, að þeir sem sitja að þeim
eigi skamt eftir ólifað, sem vonandi er að ekki
verði. Svo stendr nefnil. á, að þeir embættismenn,
er hér eiga hlut að máli, munu varla eiga kost á
æðri eða betri embættum enn þeir hafa nú. Þeir
eru flestir menn á besta aldri og geta átt langa
embættistið fyrir höndum.
Hér er því ekki að sinni um sparnað að tala,
heldr nýjar álögur á landsjóð.
ísaf. kveðst vona, að mál þetta (launamálið í heild
sinni) „þurfi ekki oftar að taka upp tíma fyrir
i þinginu og baka landssjóði kostnað með endalausu
; þrasi“.
Með öðrum orðum: Henni þykja launalögin
| nú svo góð, að þau þurfi ekki framar umbóta við,
og álitr óþarfa fyrir þingið að eyða tíma til að fjasa
um há laun embættismanna.
Til vina minna í Reykjavík.
I
Blaðið Isafold hefir borið það út, að ég væri
einn þeirra, sem hér væru staddir þess erindis, að
sækja um Reykjavíkrprestakall. Eins og sumt ann-
að, sem það blað hefir sagt um mig, er það ósatt;
j það var aldrei mín alvara. Að vísu er embætti
þetta mikið og veglegt, enn mér óx ábyrgð þess
j of mjög í augum. Enn af því ég á hér, að ég hygg,
ekki fáa velvildarmenn, sem mér eru kærir og
sem vissulega hefðu gefið mér atkvæði sitt, ef reynt
| hefði verið. finst mér ódrengilegt að kveðjaþáekki
með fáeinum orðum — ef. þér, herra ritstjóri, viljið
taka þessar línur í yðar heiðraða blað.
Kæru vinir í Rvik! Það er satt, sem Isafold
gjarnan vill láta menn skilja, að ég fylgi ekki
íhaldsflokki klerka og kennimanna hér á landi;
það er satt, að ég prédika biblíuna fremr eftir and-
i anum enn bókstafnum, þar sem samviskan býðr
mér; það er satt, að óg álit suma hina bestu únítara
á þessari öld (t. d. Channing, Freeman Clarke, Ezra
j J bhot. Dr. Martinean, Vance Smith, o. fl.) meðal
j hinna bestu og kristilegustu bibliuskýrenda í heim-
j inum, — eins og þeir eru þeir einu banamenn
hins vísindalega guðleysis vorra daga sem ég
þekki. Það er satt, að óg á næst guði almáttug-
um þess háttar striðsmönnum sannleikans það að
þakka, að ég hefi ekki fyrir löngu orðið lyginnar
og hræsninnar postuli. Það er satt, að ég þekki ekk-
ert annað ráð til að glæða kristilegt líf, gleði
hjartnanna, og sannleika í breytninni, ennaðglæða
prédikun hins upprunalega kristindóms sam-
kvæmt ieiðsögu hinna djörfustu trúmanna, og frels-
isskörunga kristindómsins á vorum dögum. Eg
deili nauðugr um frálaus trúaratriði (dogmur) eða
sérstakar kreddur, hvort heldr þær eru kaþólskar,
lútherskar eða únítariskar, að frátekinni kenning-
unni um eilífa útskúfun og hina svo nefndu gjör-
spilling allra, sem fáir menn með öllum mjalla
kenna lengr, enn það, sem ég legg alla áherslu á,
það er hið guðlega (guðsríki) í oss sjálfum, sem
oss er ekki einungis i Jesú Kristi opinberað, heldr
opinberast dags daglega meir og meir, hvar sem
sannleiki og róttvísi eflist á jörðinni. Dogmur og
kreddur fæðast til að fölna og deyja, enn vor ei-
lífa þörf og þorsti eftir guði dofnar aldrei né deyr.