Fjallkonan - 29.07.1889, Blaðsíða 2
86
FJALLKONAN.
VI, 22.
Þess vegna er morð og stórþjófnað að skoða sem
tiltölulega skaðlitla glæpi hjá þeim glæp, að vopna
hleypidóm almennings og valdamanna gegn þeim
mönnum, sem af köllun og kristilegri trú vilja reyna
að vekja nýjar lífs- og trúar skoðanir í spiltum og
sofandi söfnuðum. Og það, að slíkir menn eigi
óðara að yfirgefa trúarfélag sitt, er þeir trúa
ekki lengr bókstaf biblíuskýrenda 16. aldarinnar.
er röng setning; með því móti yrðu þegar í dag
trúarfélögin hér á landi eins mörg og kirkju-
staðirnir. Yilji menn hafa, halda og kosta kirkju,
sem lifir, og ekki er lifandi dauð, verða menn að
læra svo inikið frelsi, svo mikið frjálslyndi, að ment-
að fólk ekki fyrirlíti kirkju og kennimenn, né flestir
andans menn ýmist snúi baki við eða stökkvi úr
landi.
Trú og kristindómr á ekki að mynda kirkjur og
söfnuði, sem líkja má við stöðuvötn og polla, sem
safna slýi og óheilnæmi, enn hvorki fá eða gefa ferska
strauma. Trúin, eins og Jesús Kristr kendi hana,
er lifandi lind, hinn lifandi umsær, sem veitir því
rotnaða salt, hinu þyrsta svölun, hinu deyjanda líf.
Dixi et animam liberavi! (o: nú hefi eg sagt það og
samviskunni borgið).
P. t. Reykjavík, 27. júlí 1889.
Matth. Jochumsson.
Alþingi.
IV.
Stjórnarskrármálið. Nefndin (Eir. Briem, Jón
Jónsson þm. N.-Þ., Jón Jónsson þm. N.-M., Páll
Briem, Sig. Stefánsson, Þorleifr Jónsson og Þorv.
Kjerulf) hefir nú kornið með álit sitt. Auk nokk-
urra orðabreytinga leggr hún til, að breytingar séu
gerðar á kosningum til efri deildar og skipun
deildanna; eftir þeim breytingum eru ákvæðin um
þessi atriði þannig: „ A alþingi eiga sæti 36 menn;
í fyrsta skifti, sem alþing kemr saman samkvæmt
stjórnarskrá þessari, taka sæti í því 32 þjóðkjörnir
alþingismenn og 4 alþingismenn er iandstjóri kveðr
til þingsetu. Alþingi skiftist i 2 deildir, efri þing-
deild og neðri þingdeild. I efri deildinni sitja 12
þingmenn, enn 24 í neðri deildinni. Tölu alþing-
ismanna og tölu þingmanna í deildunum má breyta
með lögum. Alþingismenn þeir, er landstjóri kveðr
til þingsetu, eiga allir sæti í efri deildinni, enn
hina þingmennina i efri deildina kjósa hinir þjóð-
kjörnu þingmenn úr sínum flokki . .. alþingismenn
í efri deildinni eiga sæti í deildinni, þangað til
þeir eru sjötugir að aldri. Yerði nokkurt sæti laust
i efri deildinni, kýs neðri deild með óbundnum
kosningum mann úr sínum flokki í hið lausa sæti“.
„Engan má kjósa í autt sæti í efri deild, nema
hann hafi setið á tveim reglulegum alþingum“.
Kjörtíminn til neðri deildar á að vera 6 ár, eins og
nú er.
Þinginaimafruinvörp (framh.). Um endrreisn
Kjalarnesþinga prestakalls (J. Þórarinsson); um að
nema úr löguin 15 rdl. aukaborgun, sem með kon-
ungsúrsk. 25. ág. 1853 er lögð á sóknarbændr í
Asmundarstaðakirkjusókn, til prestsins þar, enn að
landssjóðr endrborgi núverandi presti þessa 15 rdl.
með 30 kr. á ári (Jón Jónsson, þm. N.-Þing.); um
breyting á 4. gr. í bankalögunum (Gr. Thomsen o.
fl.); um breyting á lögum um gjald á brennivíni
og öðrum áfengum drykkjum; um afnám fastra
eftirlauna (Jón Jónsson N.-Þ. o. fl.); um eignarrétt
á sömdu máli (J. 01.); um amtsráð í austramt-
inu (J. Ól.); um breyting á útflutningslögunum
(J. Ól.) ; um búsetu fastakaupmanna (Sig. Stefáns-
son); um stækkun verslunarstaðar i Rvik (J. Jón-
sen).
Víilfangatollsfruniv. fer fram á, að hækka öltoll-
inn úr 5 au. upp i 10 aur.; tollr á brennivíni, vín-
anda og messuvíni á að vera óbreyttr, enn á öll-
um öðrum vínum skal lækka tollinn úr 45 a. upp
í 60 a. af potti, ef þau eru flutt í stærri enn 2
marka ílátum, eða af 3 pelum, ef þau eru flutt í
minni ílátum.
Réttindi kaupiuauna búsettra á íslandi. Frv.
um það mál var breytt þannig i neðri deild, að þeir
kaupmenn, sem ekki eru búsettir hér, mega eigi
selja minna af hverri vörutegund i hvert skifti, enn
fyrir 100 kr. Þetta átti þó eigi að ná til þeirra
kaupmanna, sem nú reka verslun á Islandi. Frv.
felt við 2. umr. í e. d.
Ullarverksmiðja. Frv. fer fram á, að veita úr lands-
sjóði 12000 kr. á ári í 10 ár til þess að koma á
fót ullarverksmiðju á Húsavik. Nefnd kosin 20. þ.
m.: Jón Jónsson þm. N.-Þ., Þorv. Kjerulf, Gluunar
Halldórsson, Ól. Briem og Jón Þórarinsson.
Vextir. Frumv. um þá ákveðr, að þegar samið
er um vexti á peningaláni, enn ekki tiltekin upp-
hæð þeirra, þá skuli þeir vera 4°/0 á ári, enn frjálst
skal vera að taka alt að 6 af hundraði, sem vexti
af peningaláni gegn veði i fasteign. --- Frv. er
komið gegn um neðri deild.
Varnarþiiig í skuldamáiuin ín. íi. Frv. um það
mælir svo fyrir, að varnarþing skuldunauts skuli
vera á varnarþingstað lánardrottins, ef skuldin er
stofnuð, þar sem heimilisfang hérlends lánardrott-
ins er. Sé skuldin stofnuð við fasta verslun, ræðr
varnarþing þess, sem henni stýrir; enn því að eins
gilda þessi ákvæði, að mál út af skuldinni sé tekið
fyrir í sumar- eða haustkauptíð. Með þvílík skulda-
mál skal fara sem gestaréttarmál. — Nefnd kosin
22. þ. m. í e. d.: Jón Ól.. E. Th. Jónassen og L. E.
Sveinbjörnsson.
Myndugleiki. í frumvarpinu er ákveðið, að fram-
vegis skuli menn eigi verða hálfmyndugir, enn
hver karlmaðr og ógiftr kvennmaðr skuli verða
fullmyndugr 21 árs. — Frumv. er komið gegn um
neðri deild.
Fallin frnmv. auk þeirra er áör er getið: um að meta til
dýrleika nokkra jarðir i Y.-Skaftafellss. felt i e. d.; um smjör-
tollinn fellt í e. d.; um fátækra málefni felt í n. d.; um greiðslu
og gjaldheimtu til sýslusjóðs og sýsluvega felt i n. d.; um að
raeta Qarða við Rvík felt í n. d.; um endrreisn Kjalarnespresta-
kalls i n. d.; um réttindi búsettra kaupmanna felt i e. d.
Úílendar fréttir
eftir blöðum (til 23. júlí).
FRAKKLAND. Kæruskjalið gegn Boulanger, sem
einnig er stílað gegn Dillon greifa og Rocliefort rit-
stjóra, hefir inni að lialda auk beinna landráðasaka,