Fjallkonan


Fjallkonan - 09.09.1889, Page 1

Fjallkonan - 09.09.1889, Page 1
Kemr út 7.—10. hvern dag. Verð 2 (erlendis 3) kr. Gjalddagi í júlí. Útgefandi: Vald. Ásmundarson. Skiifstofaog afgreiðsla: Veltusund, nr. 3. VI, 27. REYK.TAVÍK, 9. SEPTEMBER 1889. .A.LÞINGT í sumar verðr víst talið með hinum lélegri þingum og afkastaminni, þó lögin frá því sé að tölunni til með ílesta móti. Þau eru ílest smáleg, enn fátt verulegar réttarbætr. Þó eru lög sem lúta að sveitarstjórn heldr til bóta; lögin um styrktarsjóði handa alþýðufólki geta orðið að góð- um notum ef vel er með farið; lögaldrsbreytingin, að menn verði fullráðar fjár síns 21 árs, mun vera vel ráðin; þá er stýrimannaskólinn nauðsynleg stofn- un, ef fé væri fyrir hendi til að koma honum á fót, og sá menningar og samtaka-andi lifnaði í al- menningi, að koma sér upp þilskipum; farmanna- lögin kæmi þá einnig að notum. Af lagafrumvörp- um þeim, er ekki náðu að ganga fram, er eftirsjá í sumum, þó margt af þeim mætti vel missast. Lagafrumv. um varnarþing í skuldamálum hefði t. d. orðið góð réttarbót, nauðsynlegt keyri á skuld- seiga menn og óskilamenn, og verðr ekki tölum talið, hve mikið gagn hefði getað leitt af slíkum lögum fyrir viðskifti manna. Einna slysalegast hefir þinginu tekist með stjórn- arskrármálið. Vér höfum áðr í blaði þessu skýrt frá hve sorgleg endalok þess máls urðu á þinginu, og munum vér aftr innan skams láta blaðið flytja rækilegri ritgerð um það. Það er varla við góðu að búast, meðan þingið er ekki betr skipað enn það er nú. Síðustu kosning- ar tókust heldr illa, og sumir af hinum gömlu þing- anum og eru fullir af rembingi af því þeir hafa ' setið svo lengi á þingbekknum. Vér skulum sem t minst tala um einstaka þingmenn í þetta sinn; j vera má, að einhverjir þeirra sjái að sér áðr enn kjörtíminn er liðinn, enn þá er eftir að vita hvort þjóðin treystir þeim. Tveir eða þrír þing- menn, sem nú eru, hafa, eftir því, sem einn þing- maðr (Jón Ólafsson) vitnar í „ísl. Good-Templar“, verið iðulega druknir á þinginu. Hann nafhgrein- ir einn þeirra, síra Svein Eiríksson. Slíkt hneyksli ætti ekki að sjást á þingi. Þó síra Sveinn sé mesta uppáhald forseta, Benedikts Sveinssonar, og náfrændi hans, er honum það líklega ekki einhlítt til þing- mensku. — Einn þingmaðr er sagt að leiki þá list, að láta þingskrifarana semja fyrir sig ræðurnar á eftir; koma svo í þingtíðindunum alt aðrar ræður enn þær sem hann hefir haldið á þinginu. Hinn nýi þingmaðr, Jón Jónsson frá Sleðbrjót, er að ætlan vorri gott þingmannsefni. Hann kom yfir höfuð vel fram á þinginu, fylgdi fast flokki sínum, enn sýndi þó í ýmsum málum, að hann hafði óháðar skoðanir. Hann er vel máli farinn og skortir ekki einurð. Fornnvenjaraimsóknir. í sumar hefir hr. Sigurðr Vigfússon fornffæðingr gert miklar rannsóknir í Breiða- firði. Kom hann heim úr ferð sinni 4. sept. með „Lauru“. Hann fór fyrst vestr í Breiðafjarðareyjar, og var það ætlun hans að rannsaka þann hlut Gísla sögu Súrssonar, sem hann hafði ekki áðr rannsakað. Fyrst fór liann til Flateyjar; síðan í Hergilsey og fann þar byrgið sem fíílið var tjóðrað í, og heitir það enn 1 dag Ingjaldsbyrgi. Þar fann Sigurðr hlóðar- steina, er stór steinn hafði legið yfir, sem fíflið var bundið við. Þaðan fór Sig. sjóveg upp að Auðshaugi á Barðaströnd og reri alla þá sömu leið sem Gísli Súrsson og ambáttin, og lentií sama stað. Rann- sakaði hann alt er sagan segir um ferðir Gísla þar í grend, og stendr það alt heima. — Þaðan fór S. út í Vatnsfjörð, sem gengr á ská inn frá Brjánslæk. Þar í skóginum gróf hann upp rauðablástrsmiðju Gests Oddleifssonar, sem heitir svo enn í dag, og fundust þar margar fornmenjar t. d. reksleggja Gests, steðjinn með þrónni og reksteinn, og leifar af aflinum. Þaðan fór S. út að Brjánslæk og rannsak- aði Hrafna-Flóka tóftir, sem heita svo enn í dag. Það eru elstu tóttir á íslandi og að því leyti þær merkustu. Hann fann þar „hrófið“, „skálann“ og líklega „seiðið“ (sbr. Ldn.). Hrofið mælist nú 73 fet á lengd, enn hefir líkl. verið lengra. Skálatóftin er þó enn stærri. Þar að auki fann S. þar fleiri tóftir í þyrpingu. Tvær af þeim hafa að líkindum verið bátanaust Flóka. Sigurðr rannsakaði gólfið í öllum tóftunum; gróf þar 10 graíir, og fann þar þau merki, er sýna hvað tóftirnar hafa verið, t. d. brýni (Hrafna- Flóka) í skálatóftinni. Tóftir þessar eru á harðri eyri og geta því ekki sokkið alveg niðr, enn forn- legar eru þær í mesta lagi. — Sem Sigurðr hafði farið í flestar Vestreyjar, fór hann suðr í Þórsnes og rannsakaði alt landnám Þórólfs Mostrarskeggs, og alla merkustu staði, er Eyrbyggja saga getr um. Skoðaði meðal annars dys Þórólfs bægifótar í Þórs- árdal, sem er upprifin eins og sagan segir. Þá fór Sigurðr út í Berserkjahraun. Þar segir hann vera afar merk og stórkostleg mannvirki. Vegrinn yfir hraunið eftir berserkina er furðuverk, ef rétt er at- hugað; garðrinn eftir hrauninu er á 3. hdr. faðma á lengd; gerðið heima á Hrauni fann Sigurðr; það var ófundið áðr; á því eru einnig stórkostleg mannvirki. Og þetta alt stendr, að því er séð verðr, með glögg- um ummerkjum og sumstaðar hinum sömu sem ber- serkirnir skildu við, og hefir að sjá engi mannshendi snert á því síðan, nema ef til vill á einum stað. Dys berserkjanna er við götuna, sem sagan segir; hefir verið grafið í hana 2svar áðr og beinin færð burtu; þó gróf S. upp það af dysinni er eftir stóð og fann þar 2 bein, sem nánar verða rannsökuð. — Hr. Sig. hefir skráð langa frásögn um þessar rannsóknir. — í þessari ferð fekk Sig. undir 100 forngripi til forn- gripasafnsins, er suma má telja dýrgripi.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.