Fjallkonan


Fjallkonan - 09.09.1889, Qupperneq 3

Fjallkonan - 09.09.1889, Qupperneq 3
9. septbr. 1889. FJALLKONAN. 107 töldu lýsir Mn mikilli rannsókn. — Bókin er gefin út með styrk af Bósenkrónsku stofnuninni í Khöfn, sem styrkir ýms visindaleg fyrirtæki. Háitalykill Lofts rika Guttormssonar. Kveðinn til Kristínar Oddsdóttur. (í Smástykker nr. 11, útg. af Samf. til ud. af gl. nord. lit. Khavn 1888). Dr Jón Þorkelsson yngri hefir gefið út þennan Háttalykil Lofts rika. Útgáfa þessi er efiaust betri enn liinar fyrri, þvi að útg. hefir tekist að lagfæra ýmsar ritvillur. Kvæðið er viða svo herfilega úr lagi fært, að ómögulegt er að fá vit úr því, enda eru ekki til nein gömul handr. af því. Neðanmáls hefir útgef. sett til samanburðar Háttalykil Vigfúsar Jónssonar á Leirulæk (Leirulækjar-Púsa), svo sem til gamans, enn það kvæði er í klúrara lagi. — 1 formálanum sýnir útg. með rök- um, að Loftr riki hefir dáið árið 1432 á tímabilinu frá 9. ágúst til 1. okt. Kemr það vel heim við munnmælasöguna um dauða Lofts sem prentuð er i „Timar. Bókmf.“ VHI, 319, að Loftr hafi dáið á heimreið að sunnan. -----ssss--- Frá íslendingum í Ameríku. Kafli úr bréfi frá Pembina Co., Dacota 23. júli þ. á. — — — „í bréfi, sem ég skrifaði þér 10. júni, mun éghafa getið þess að hér hafi gengið miklir þurkar i vor það sem af var sumrinu. Dað hefir þvi verið mjög lítill vöxtr hér á ökr- um og þeir líta víða illa út, enn eru þó misjafnir, þvi að þar sem lágt land er, hefir hveiti sprottið vel. Grasbrestr er hér fjarska mikill víða í þessari bygð, sem staf'ar af þurkunum i sumar og snjóleysinu vetrinn sem leið. í næstliðinni viku rigndi hér mikið; síðan hefir gras mikið lifnað við, svo að nú er útlit fyrir að kunni að mega ljábera mikið af þvi, sem enginvonvar til að hægt mundi verða áðr. Hálend og sendin jörð var viða farin að brenna áðr enn rigndi, og hún verðr aldrei nema mjög léleg í sumar. Daðer þvi fjöldi manna hér í vandræðum með heyskap í sumar og þar á meðal erum við félagar, því að engi það sem við höfum er fremr litið og lélegt vanalega, hvað þá nú. Skepnurnar hafa alt af verið dálitið að fjölga hjá okkr og eru með flesta móti i sumar, enn nú litr út fyrir að við hljót- um að fækka þeim til muna i haust.. Næst liðna viku hafa verið að streyma hingað nýkomnir isl. innflytjendr, og er það vist með flesta móti sem kemr af þeim í þessa bygð, því að ég heyri sagt að Winnipegbúar hafi ekk- ert hamlað þeim frá að fara suðr hingað nú í sumar, eins og þeir hafa gert að undanförnu. Enn ég er hræddr um að sumu af þessu nýkomna fólki þyki ekki ástand manna hér eins glæsi- legt og það hefir að likindum ímyndað sér, enda er það með ó- álitlegasta móti sem það hefir verið, síðan ég kom hingað, að minsta kosti fyrir æði-mörgum. Ég er líka sannfærðr um það, að fjöldi manna heima álítr að velmegun sé hér meiri enn hún í raun og veru er og til þess munu vera ýmsar orsakir. Mörg- um sem skrifa heim, mun hætta við að lýsa ástandinu fullglæsi- lega, og sama finnst mér að isl. blöðin í Winnipeg geri. Dað hefir verið sent heim héðan talsvert af peningum, enn þeir pen- ingar hafa ekki allir verið aflögu, því að ég veit til að menn hafa tekið lán til þess og veðsett jarðir sínar. Lánardrottinn er oftast eitthvert auðmannafélag, sem tekr háa vexti. Eftir þvi sem ég þekki til hér og þekti til heima, þá eru fleiri sjálf- bjarga hér að tiltölu, og þó einliver þiggi hér styrk af opin- heru fé, þá er það sjaldnast nema um stundarsakir; ennégþekki sárfáa landa hér, sem hafa afgangs daglegum nauðsynjum það teljandi sé, það er að skilja: umfram það sem þarf til viðun- anlegs búskapar hér, bæði hvað snertir húsakynni, verkfæri o. fl. Og þeir eru margir sera þetta er ófullkomið hjá enn sem komið er, enn það er alt af að smálagast. Dað er ekki við að búast, að menn, sem koma hingað félitlir og félausir, geti á fá- um árum komið svo fótum undir sig að þetta sé alt í góðu lagi“. „Skyldurækni læknisins í Stykkishólmi“. í „Fjallkonunni11 27. ágúst stendr grein um skyldurækni mina eða réttara skyiduvanrækt. Af þvi að grein þessi auðsjáanlega er rituð í þeim tilgangi að rýra álit mitt sem embættismanns, vil ég segja hreint og beint og beint frá málavöxtum. Um kveldið 9. júlí kom eg að Brimisvöllum, og átti að vera þar fram á hádegi daginn eftir, eins og fyrirfram var auglýst, ef menn vildu hafa tal af mér sem lækni. Um kveldið (9. júlí) kom maðr frá Ólafsvík og átti að sækja mig til konu nokkurr- ar, Sólborgar að nafni; haf'ði hún legið um lengri timailungna- pípubólgu (bronkitis), og fengið hjá mér meðul áðr, og þvi var það að eg sagðist ekkert gagn gera með þvi að fara til hennar fyr enn daginn eftir, enn sendi henni meðul með forskrift fyrir hrúkuninni. Undir eins og ég kom til Ólafsvikr vitjaði ég henn- ar bæði þann dag og daginn eftir fleirum sinnum. Hún lifði eftir þetta viku eða nokkuð lengr. Magnús bóndi hennar, sem stendr undir greininni, var mér hinn þakklátasti i orði og við- móti fyrir komu mina, þegar ég kvaddi hann, og átti ég þvi enga von á skútyrðum úr þeirri átt; enn annaðhvort af eigin hvötum eða velviljuðum undirróðri annars hefir honum snúist hugr eftir á. Annars er þetta i fyrsta skifti, sem nokkur af héraðsbúum mínum hefir brugðið mér um seinlæti eða vanhirðu í embættisrekstri mínum. Stykkishólmi, 2. septemher 1889. Hjörtr Jönsson. Orðtæki ýmsra þjóða og höfunda um krenfólkið. Danir: Við méltrog skal mey velja, enn ekki i dansi. Þjóðverjar: Hver fær þá konu sem hann á skilið. Frakkar: Maðr af hálmi er meira verðr enn kona af gulli. Spánverjar: Konurnar, vindr- inn og hamingjan er alt jafn-dutlungafult. Englendingar: Máttr konunnar er i tungunni. Skotar: Djöfullinn tekr sér hæglega bústað hjá konunum, enn þaðan verðr hann aldrei út- rekinn. Ameríkumenn : Konur eru bráðvitrar i svipinn, enn brestr hyggindi til íhugunar. ítalir: Sá sem missir konu sína og um leið eineyring, ætti einungis að harma eineyringsskaðann. Kínvérjar: Tungan er sverð kvenna og þær láta það aldrei ryðga. Konfucius: Konan er meistaraverk. Herder: Konan er kóróna sköpunarverksins. Voltaire: Allar röksemdaleiðslur i höfði eins manns eru ekki jafnmikils verðar sem ein einasta tilfinning i konubijósti. Whittier: Ef kvenmaðrinn hefir svift oss Eden, er það bót- in, að hún ein getr hætt oss þann skaða. Cervantes: Allar konur eru góðar, hvort sem nokkur dugr er í þeim eða ekki. Cowley: Kvenmaðrinn er inndælasta axarskaft náttúrunnar. Leiðrétting. í atbugasemd ritstj. við kvæðið „Bátsenda pundarinn“ i síðasta blaði eru Bátsendar taldir í Grindavík, og er það misritað, þvi Bátsendar vóru á Miðnesi, enn Grindvík- ingar sóttu þangað verslun, enda var útibú frá Bátsenda-verslun i Grindavik. — í s. bl. ermisprentað borgarnafn Kriton, áaðvera: Króton. Vanskil. Ef vanskil verða á sendingum Fjallkonunnar, eru útsölumenn og aðrir kaupendr beðnir að láta útgefandann vitaþað greinilega með fyrstu póstferð eða eigi síðar enn með annari póstferð, semfellr eftir aðþeir hafa fengið eða áttu að fá blaðið. Ef þeir láta eigi útgefanda vita um vanskilin í tœkan tíma, mega þeir ef til vill búast við, að ekki verði bœtt úr þeim, því að lítið er lagt upp framyfir kaupendatölu. Allar endrsendinyar biðr útgefandinn útsölumenn að borga undir, og gera sér síðan reikning fyrir burðargjaldi. Hér með læt jeg mína heiðruðu viðskiftamenn vita, að með því, að ég flyt héðan úr bænum og dvel annars staðar i vetr komandi, hætti ég fyrst um sinn við bókbandsstörf. Hins vegar verðr haldið áfram að binda hækr á verkstofu minni eftir sem áðr, því bókbindari Arinbjörn Sveinhjarnarson stundar þar iðn sina, og leyfi ég mér að mæla sem best með honum- Halltlór Þórðarson bókbindari. * * * Eins og getið er í ofanritaðri auglýsingu, hefi ég verkstofu mina i húsi Halldórs bókbindara Dórðarsonar, Laugaveg nr. 2. Tek ég að mér alls konar BÓKBAND, svo vandað sem óskað verðr og eftir nýjustu tísku, og enn fremr svo ódýrt og fljótt af hendi leyst, sem unt er. Arinbj örn Sveinbjarnarson, bókbindari. FJÁKMAEK Sigurðar Oddleifssonar búfræðings á Stóru Giljá: hvatt hægra, stúfrifað vinstra, brennimark: S. Oddl.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.