Fjallkonan - 19.09.1889, Side 1
Kemr út
7.—10. hvern dag.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
Nn i i i/ n m II iu
H L L IV U li tl li. s“=rs*r
VI, 28. REYK.TAVÍK 19. SEPTEMBER 1889.
Fyrirspurn til biskups Hallgríms Sveinssonar,
I 22. tölublaði ,,Pjallkonunnar“ þ. á. lýsir einn
af hinum merkustu prestum Islands hátíðlega yfir
því, að hann telji tvö trúaratriði kirkju vorrar frá-
leita vitleysu, og ekki verðr annað skilið á grein
þessari, enn að prestrinn sé hreinn og beinn únítar
(neiti guðdómi Krists og með því allri sannri kristi-
legri trú). í 24. tölublaði „Fjallkonunnar" er sagt,
að prestrinn haíi „átt tal við nýja biskupinn" rétt
áðr enn hann kom með grein sína til blaðsins, og
um leið er þess getið til, að kirkjustjórnin muni
verða aðgerðalítil í máli þessu; í 23. tölublaði sama
blaðs er gefið í skyn, að kirkjustjórnin ef til vill
hafi veðr af því, „að fleiri ísl. prestar muni vera
líkrar skoðunar11 og þessi prestr.
Eg þykist vita, að þér, háæruverðugi herra bisk-
up, hafi ritað móti greinum þessum, þótt ég því
miðr hvergi hafi getað orðið þess var í islenskum
blöðum, og enginn, sem talað hefir um það við mig,
hefir heldr tekið eftir því. Mér og víst mörgum
öðrum væri því mjög kært, að fá einhverja bend-
ingu um, hvar menn eiga að leita eftir svari yðar
gegn greinum þessum, sem virðast þannig lagaðar,
að engin kristin kirkjustjórn geti þagað við þeim.
Virðiiigarfyllst.
Hafsteinn Pétrsson.
--oH=>ð©KO—
Opiö bréf til kjósenda minna
um stjórnarskrármálið á Alþingi í sumar.
Háttvirtu kjósendr mínir!
Oft og einatt síðan þér sýnduð mér það traust
og sóma að kjósa mig fyrir fúlltrúa yðar á þing,
og einkum síðan þér 1886 endrkusuð mig nálega
í einu hljóði á einum langfjölmennasta kjörfundi,
sem nokkru sinni hefir haldinn verið í Suðr-Múla-
syslu, og það þrátt fyrir það þótt mikilsvirtr vinr
minn og frændi skrifaði rógbréf gegn mér í sér-
hvern hrepp sýslunnar út af afskiftum mínum af
bankamálinu, til að spilla kosningu minni í það
sinn —— hefir mig langað til að heimsækja yðr og
eiga fund með yðr. Enn aldrei hefir mig langað
sterkara til að líta aftr átthaga mína og eiga tal
við yðr, heldr en einmitt nú, að afstöðnu þessu
þingi.
En efni mín og atvinna leyfa mér þetta eigi
fremrí þetta sinn en áðr; hvort mér kann að verða
það auðið síðar eða ekki, áðr en þing kemr saman
næst, veit ég eigi. En ég get eigi látið hjá líða
að ávarpa yðr nokkrum orðum í þetta sinn, því
síðr sem ég veit með nokkurneginn vissu, að nú á
að sæta færi að gera eina atrennu enn til að bera
róg milli mín og yðar og ræna mig því trausti
og fylgi, sem ég hingað til hefi notið af yðar
hendi.
Sárt mundi mér falla það, ef slíkt tækist; sárt
mundi mér þykja það sjálfs mins vegna að verða
óverðskuldað sviftr trausti yðar, sem ég hefi jafn-
an talið mér inn dýrmætasta heiðr; enn þá sár-
ara mundi mér þykja það yðar vegna, mínir kæru
og háttvirtu kjósendr — ekki fyrir það að ég telji
yðr svo mikla eftirsjá i mér, þótt ég legði niðr
þingmensku mina, eins og ég hefi boðið yðr og
enn býð yðr að gera, hvenær sem ég verð þess á-
skynja að minar skoðanir og yðar um aðal-velferð-
armál landsins gerist andstæðar; en mér félli það
sárt yðar vegna fyrir þá sök, að ef þér sviftuð mig
trausti yðar fyrir framkomu mína á þingi í sumar,
þá hlyti það að vera vottr þess, að þér synjuðuð
um fylgi yðar þeim málstað, sem ég er sannfærðr
um að sé réttr og sannr og líklegastr til að leiða
til heilla fyrir þjóð vora. En slíkt get ég eigi
hugsað mér um yðr, nema því að eins, að þeim,
sem vænlegast kann að þykja að veiða í óhreinu
vatni, takist að grugga fyrir yðr sannleikann með
ósannindum og affærslu viðburða og röngum álykt-
unum og villa þannig sjónir fyrir yðr. — Til þess
að reyna að koma i veg fyrir það, rita ég þessar
j línur til yðar.
Að ég birti þær í blaði, kemr af því, að málefnið
! sjálft varðar alla þjóð vora; að ég stýla þær til
yTðar sérstaklega, kemr af því, að þér hafið veitt
mér umboð það sem ég hefi sem alþingismaðr, og
á yðar valdi er að svifta mig því, þá er þér óskið
þess. Mitt er að gera þjóðinni og yðr reiknings-
skapinn fyrir orð mín, gerðir og skoðanir sem þing-
manns; yðar að fella dóminn. A minni ábyrgð er
það gagnvart samvizku minni og þjóðinni, yðr
sérstaklega, að málstaðr minn sé góðr; á yðar á-
byrgð er það, þá er þér hafið heyrt málavöxtu
sanna, að fella réttan dóm.
I
Þá er forseta-kosningin í efri deild var af stað-
in í sumar, þóttust flestir sjá fyrir forlög Kartagó-
borgar. Sumum féll svo allr ketill í eld, að þeir
töldu útséð um það, að ekkert gagn gæti orðið að
þessu þingi. Sérstaklega þótti mega sjá fyrir ör-
lög stjórnarskrármálsins. Hins vegar var þó vitan-
legt, að þótt forsetakosningin félli oss þjóðkjörn-
um þingmönnum í vil 1887, þá var þó stjórnar-
skrár-málinu ekki að borgnara á því þingi, og með
því liði, sem sexæringrinn þjóðkjörni er mannaðr
hjá okkr i efri deild, þá var sára-tvísýnt, hver for-
lög þess hefðu orðið í ár, þótt forseta-kosningin
hefði fallið öðruvísi. Að minsta kosti þykist ég nú
á eftir sjá það, að málinu hefði þá verið miklu verr
komið, að likindum, heldr en nú er.
Það eitt gátu allir séð, að væri til að hugsa að