Fjallkonan - 07.01.1890, Side 1
Kemr út á þriðjudögum.
Árg. 2 lcr. (3 kr. erlendis)
36 bl. -f- aukaútgáfu llcr.
—1,50 (1,50—2 kr. erl.).
Gjalddagi í júlí.
FJALLKONAN.
Uppsögn ógild nema
skrifl. komi til útgef.
fyr. 1. okt. Skrifstofa í
Veltusundi 3. íltgef.:
Vald. Ásmundarson.
VII, 1.
REYKJAYÍK 7. JANÚAR
1890.
Fj allkonan.
Sú breyting verðr nú á útgáfu Fjallkonunnar,
að hún kemr út þetta ár, 1890, einu sinni í hverri
viku, á þriðjudögum.
Stækkuninni er hagað þannig, að út kemr auka-
útgáfa af blaðinu, er eingöngu flytr fróðleik og
skemtun; ritgerðir um ýms fræðandi efni, er al-
menning varða mestu, leiðbeiningar og ráð, sögur,
bæði innlendar og útlendar og annað skemtandi
efni, enn engar greinir um stjórnmál né deilu-
greinir, og ekki heldr venjulegar fréttir. Þessi
auka-útgáfa kemr út einu sinni til tvisvar í mán-
uði, 16 blöð alls á árinu. Efnið í þessa auka-út-
gáfu verðr valið eftir bestu föngum, þannig, að
ffæðiritgerðirnar og leiðbeiningarnar komi lesendum
sem mest að gagni í daglegu lifi, enn sé ekki neinn
hjdlu-fróðleikr, og sögurnar og skemtigreinarnar sé
ekki einungis til dægrastyttingar, heldr að eitt-
hvað megi af þeim læra. I þessari auka-útgáfu
verðr mynd í hverju blaði, helst af einhverjum
merkum mönnum eða mannvirkjum, útlendum eða !
innlendum. Svo er fyrir þakkandi, að hér á landi
má fullvel prenta myndir, hvað sem öfundarmenn !
kunna að segja um það. Myndin af Jóni Árnasyni !
í Fjallk. var lýtalaust prentuð, sömul. myndin af !
Grladstone 1887.
Auka-útgáfuna geta þeir kaupendr Fjallkonunn-
ar sem óska þess fengið á 1 kr. árganginn, svo að
blaðið verðr þá alt á 3 kr. — Annars kostar árg. j
af aukablaðinu 1 lcr. 50 au.. þ. e. fyrir þá sem ekki
eru kaupendr Fjallkonunnar. Við lægra verði er j
eigi unt að selja þessa auka-útgáfu að sinni. með !
því að myndirnar auka kostnaðinn hér um bil um
helming. Hvort, þetta fýrirtæki getr staðist og
hvort auðið verðr að bjóða betri kjör næsta ár er
komið undir þvi, hvernig kaupendr Fjallk. taka
þessari auka-ritgáfu og hve margir kaupendrnir j
annars verða.
I auka-útgáfunni koma fyrst um sinn meðal ann-
ars ýmsar hversdagslegar heilbrigðisreglur eftir j
reyndan lækni, ágrip af varningsfræði (um að þekkja
kost og löst á ýmsum varningi), búskaparráð o. s.
frv. og auk þess sögur og smágaman.
Að öðru íeyti mun Fjallkonan verða þetta ár
að efni og útgerð lik og áðr, nema hvað von- j
andi er að henni fari heldr fram enn aftr og verð- !
ið hið sama og áðr.
Árið 1889 hér á landi.
Árið sem leið hefir í flestu tilliti verið eitt hið '
besta ár, er menn muna.
Tiðarfar var óvenjulega gott; að vísu var nokk- !
uð snjóvasamt. um miðjan vetrinn ogrít þorrann, enn i
síðan víðast enginn hagaskortr. Jafngott vor þóttust j
fair muna, og kom gróðr óvanalega snemma. Að
eins varð vart við hafís fyrir norðrlandi, eftir miðj-
an vetr, enn það vóru að eins jakar á stangli. —
Sumarið var einnig æskilega gott. Heyskapr byrj-
aði víða miklu fyrr enn venja er til og heyafli
varð með mesta móti, því bæði var grasvöxtr góðr
og tíðin hagstæð alt sumarið, nema lítill óþurka-
kafli framan af slætti. Haustið mátti einnig telja
gott. þó nokkuð rigningasamt væri sumstaðar, og
vetrinn að nýári hefir verið mildr, enn nokkuð
umhleypingasamr.
Aflabrögð hafa orðið viða í fullu meðallagi.
Yerslun var með líflegramótiog verð allgott bæði
á innlendum vörum og útlendum. Fjársalan til
Englands varð meiri enn nokkru sinni áðr, og er
talið að hátt upp í 1 milj. króna hafi komið inn í
landið fyrir hana.
Efnahagr almennings hefir eflaust rétt mikið við
þetta ár, einkum af því að árið í fyrra var einn-
ig í mörgu með hinum hagstæðari. Yerslunarskuld-
ir og lántökur hljóta að hafa minkað talsvert og
öll viðskifti orðið greiðari, einkum fyrir hinn mikla
peningastraum frá Englandi.
Af gerðum alþingis er helst að nefna lögin um
toll á kaffi og sykri og hækkun tóbakstolls, er
munu mælast misjafnt fyrir meðal almennings.
Á embættaskipun varð nokkur breyting, biskupa-
skiftin og háyfirdómara.
Skólar vóru hinir sömu og áðr, og með líkum
nemendafjölda, nema Hléskógaskólinn, er naumast
var sóttr, enn aftr kom upp búnaðarskóli á Hvann-
eyri í Borgarfirði.
Bækr komu út með færra móti á þessu ári og
skal að eins nefna: Jarðfræði eftir Þorvald Thor-
oddsen (i ,,Sjálfsfræðaranum“), tvær kenslubækr í
ensku eftir G-eir Zoega og Halldór Briem, kenslu-
bók í flatmálsfræði eftir Halldór Briem, Kvæði eft-
ir Brynjólf Jónsson frá Minnanúpi og „Eldinguna“,
skáldsögu eftir Torfhildi Hólm.
Heilsufar manna var gott árið sem leið, og slys-
farir með minna móti.
Stjórnhættir 1 Sviss.
I.
Fyrir skömmu lét einn af æðstu embættismönn-
um landsins þá skoðun i Ijós á alþingi, að íslend-
ingar gætu ekkert lært eða ekkert tekið sér til
fyrirmyndar í stjórnháttum Englendinga. Hann
hlýtr að vera nokkuð kínverskr í anda, höfðinginn,
ef hann heldr að íslenska stjórnarskipunin sé hin
fullkomnasta í heíminum. Vér erum nú á þeirri
skoðun, að stjórnarskipun vorri eins og flestu öðru
hjá oss sé mjög ábótavant, og að vér getum lært
margt í stjórnarefnum af öðrum þjóðum, einkan-
lega þeim er um langa tíma hafa stjórnað sér sjálf-
ar. Þess vegna viljum vér flytja hér lítið ágrip um