Fjallkonan - 04.02.1890, Blaðsíða 1
Kemr út á þriðjudögum.
Árg.2 kr. (3 kr. erlendis)
36 bl. -f- aukaútgáfu 1 kr.
—1,50 (1,50—2 kr. erl.).
Gjalddagi i júlí.
NUppsögn ógild nema
skrifl. komi til útgef.
fyr. 1. okt. Skrifstofa 1
Veltusundi 3. Útgef.:
9 Vald. Ásmundarson.
YII, 4.
Stjórnhættir í Sviss.
IV.
Þess er áðr getið, að lög þau er samþykt hafa
verið á sambandsþingum og varða alt bandalagið,
skulu lögð fyrir alla þjóðina til samþykkis eða
synjunar, ef 80000 atkvæðisbærra manna, eða 8
ríki, óska þess. Þessi aðferð er nefnd referendum,
og var fyrst upp tekin í einstökum ríkjum, enn
ekki tekin upp í stjórnarskrá bandalagsins fyrr enn
1874. Síðan heíir sambandsþingið fylgt þessum
hætti með flest áríðandi lög, þar með talin fjárlög
og lán til ríkisþarfa. Þetta samþyktarvald er
tvenskonar; i sumum ríkjum sjálfviljugt, þ. e. al-
þýða greiðir ekki atkvæði um lögin, nema ákveðin
tala kjósenda óski þess í tæka tíð, enn í sumum
ríkjum er stjórnin skyld að bera lögin undir sam-
þykki alþýðu. Það ber ósjaldan við, að alþýða
synjar lögum frá fulltrúaþingum, ekki síst fjár-
veitinga-nýmælum. Þó er ekki svo að skilja, að
fulltrúarnir, hver fyrir sig, fylgi ebki alment fram
vilja kjósenda sinna, hitt er heldr, að fulltrúaþing-
ið getr ekki orðið svo skipað, að það sé sönn eftir-
mynd hins almenna þjóðvilja, því að skoðanirnar
verða misjafnar í hinum ýmsu kjördæmum. Hefir
því á síðustu árum verið mjög tíðrætt um það í
Sviss, að koma þar á hlutfallakosningum til full-
trúaþinganna.
í öllum ríkjunum í Sviss, nema Freiburg, hefir
alþýða þetta samþyktar og synjunarvald yfir lög-
unum, annaðhvort með því móti, að kjósendr óski
þess (fakúltatívt referendum), eða stjórnin er skyld-
ug til að bera lögin undir samþykki alþýðu
(obligatóriskt referendum). I ríkinu Wallis eru
það þó fjármálin ein, sem alþýða má þannig greiða
atkvæði um.
Annar réttr, sem veitir þjóðinni í Sviss beina
hluttöku í málum sínum, er tillöguréttr eða frum-
kvæði (initsíatív) það er kjósendr hafa; þar er það
ekki eingöngu falið fulltrúunum eða stjórninni, eins
og títt er í öðrum löndum. Þegar ákveðinn fjöldi
kjósenda krefst þess, að ný lög skuli setja, eða
breyta skuli lögum eða nema úr gildi, getr alþýða
kjósenda greitt atkvæði um það. Þessi aðferð er
eitthvað frjálslegri og þýðingarmeiri enn að senda
áskoranir eða „bænarskrár“ til þings eða stjórnar
eins og víða við gengst. — í ríkinu Glarus gerir
stjórnin sérstaka skrá yfir þau frumvörp, er
ekki þykja hæf til frekari meðferðar, og þykir það
svo mikil hneisa fyrir þá er frumvörp hafa sent,
að þau sé sett á þessa skrá, að það er nóg til að
draga úr mönnum að koma með mörg ástæðulítil
frumvörp. Þjóðin hefir þó sjálf æðsta valdið í
þessari grein sem öðru; hún getr á samkomum sín-
um tekið fyrir mál, er stjórnin hefir synjað með-
1890.
ferðar, og sé það þannig samþykt að þau skuli
rædd á þingum, verðr að hlíta því.
Frumkvæði er nú algengt í flestum þeim ríkj-
um er hafa referendum; upphaflega var það eins í
ríkjum þeim er hafa þjóðfundi í stað fulltrúa-
þinga.
Yér getum eigi stilt oss um, að geta þess hér,
að einn af voruin íslensku stjómmálamönnum, dr.
Grímr Thomsen, kemst svo að orði í ritgerð einni
í „Andvara“, þar sem hann minnist á samþyktar
og synjunar vald svissnesku þjóðarinnar:
„Yfir höfuð mun mega treysta því, að alþýða í
opinberum málum fari varlega og hyggilega, ef
hún fær að njóta sin og sansa sig. Hún kann
um stundarsakir að láta leiða sig af hinum og þess-
um leiðtogum, sem eru misj afnir til munns og handa;
enn þegar frá líðr jafnar hún sig, og fer sinna
ferða, leiðtoga og fortölulaust, og væri, þar sem
því verðr við komið, að líkindum hættulaust, að
skjóta áríðandi málum til alþýðu; að minsta kosti
er mér nær að halda, að á Norðrlöndum gæti það
vel staðist“.
Það er algeng skoðun, þótt hún sé röng, að
stjórnmálunum sé borgið, ef stjórnnf? er góð; alt
gott á að koma að ofan. Sé stjórnin góð, segja
menn, getr þjóðin verið afskiftalaus af henni.
Yér höfum fyrir skömmu séð þeirri skoðun hald-
ið fram í stjórnarblaðinu „ísafold“, að það sé eig-
inlega stjórnin, sem eigi að hafa frumbvæðið í lög-
gjafarmálum landsins; hún eigi að koma með allar
tillögur og frumvörp til alþingis.
Enn þessi skoðun er allsendis röng og miðar til
þess að svæfa þjóðina og gera hana hugsunarlausa
um málefni sín. Hinar stjórnlegu framfarir verða
eðlilega að spretta að neðan úr skauti alþýðunnar.
Þar er hinn eini fasti grundvöllr fyrir frjálsri
stjórnarskipun. Þannig er stjórnarskipun ríkjanna
í Sviss vaxin upp úr héraðastjórninni. Sveitastjórn-
in í Sviss er skipuð á líkan hátt og stjórn hvers
einstaks ríkis. Héraðastjórnin er ýmist falin kjörn-
um mönnum, eða allir kjósendr hafa ráðin í hönd-
um á almennum fundum.
V.
Sviss hefir engan fastan her, enn hver Svissbúi
er skyldr til landvarnar frá því hann er tvítugr
og þar til hann er 44 ára. Stjórnin sér um, að
almenningr læri vopnaburð og að skjóta, og er
farið að kenna unglingunum það undir eins og þeir
eru tíu ára. Þeir læra það í alþýðuskólunum, og
er vandlega séð um, að þeir temji sér vopnfimi
fram að tvítugu. Þá eru öllum fengin vopn í hendr
á ríkiskostnað. Á hverju ári er mönnum safnað
saman og vopnin skoðuð. Glæpamenn einir mega
ekki bera vopn. Svisslendingar eru skotmenn á-
gætir, enda vóru þar 1885 2540 frjáls skotfélög
með 114000 skotmönnum. Á ófriðartíma geta Sviss-
REYKJAVÍK, 4. FEBRÚAR