Fjallkonan - 22.04.1890, Page 2
46
FJALLKONAN.
VII, 12.
ir gapaskap eða kæruleysi, hann hafði traust sam-
þingismanna sinna, hann var ekki svo drambsamr,
að hann stykki upp á nef sér, þó aðrir fylgdu hon-
um ekki ávalt í gegnum þykt og þunt, hann mis-
bauð engum samþingismanni sínum hvorki utan-
þings né innan, og lét sér nægja að rökstyðja mein-
ingu sína við þá sem í móti mæltu án persónu-
legra árása1.
Sighvatr Árnason,
1. þingmaðr Rangæinga.
Trúarbragðakensla kirkjunnar,
—
Danskr prestr ritar á þessa leið: Menn kvarta
alment yfir því að unglingarnir verði meir og meir
fráhverfir trúarbrögðunum, og meðal þeirra er fermd-
ir hafa verið á síðasta áratugi sé flestir trúleysingj-
ar að tiltölu. Og þó er kristindómrinn hið helsta,
sem unglingunum er kent með iðni og áhuga.
Hvernig víkr því þá við, að árangrinn verðr svo
lítill eða jafnvel enginn? Það er eingöngu að
kenna kensluaðferðinni. Hin trúfræðilega kensla
er, eins og hún er almennast framsett, ofvaxin skiln-
ingi barnanna og gagnstæð tilfinningu þeirra og
reynslu.
Yér setjum hér stutta frásögn um hverju fram
fer, er prestr heldr próf eða húsvitjar í barna-
skóla.
Prestr: Segðu mér, María litla, sýnist þér erfitt
eða auðvelt að trúa á Krist?
María (hugsar sig dálítið um): Mikið erfitt.
Prestr (með nístandi augnaráði): Nú varð þér
víst mismæli, því þetta getr víst ekki verið mein-
ing þin. Eða hvað, María?
María (kafrjóð og hrædd): Það er mikið auð-
velt.
Prestr: Rétt er það, og svo leiðir af því — humm!
— Það er auðvelt fyrir ykkr að trúa, börn. Enn
segðu mér, María, þegar þú verðr stór, eru þá ekki
einhverjar meinvættir, sem vilja reyna að gera þér
erfitt að trúa?
María þegir með gætnislegum svip.
Prestr: Hvað líst ykkr hinum?
011 börnin þegja.
Prestr (með prédikara rödd): Já sjáið þið, það
eru nú fyrst (gýtr hornauga til kennarans, sem
grunaðr er um, að vera ekki kreddufastr), það
eru nú fyrst vantrúuðn mennirnir. Þeir vilja telja
ykkr trú um, að Kristr hafi ekki verið nema maðr,
ágætr maðr reyndar, kunna þeir að segja, enn
samt sem áðr ekki nema maðr. (Hann telr á fingr-
um sór.) Það er nú fyrsta meinvættrin. Svo er nú
önnur meinvættrin, sem þið þekkið, djöfullinn, sem
gengr Ijósum logum og vill lokka ykkr frá trúnni.
Hann munu þið víst kannast við.
Börnin þegja með hræðslusvip.
1) Hið helsta, er flnna má að hinu opna bréfi J. Ól. er það,
að hann leggr þingmenn Rangæinga og Skaftfellinga of per-
sónulega og óvirðulega í einelti. Að öðru leyti mun bréf hans
vera rétt hcrmt í öllum aðalatriðum, og frásögn hans um gang
stjórnarskrármálsins á síðasta þingi mun ekki ófróðleg fyrir þing-
sögu landsins. Ritstj.
Prestr (telr aftr á fingrum sór): Þá eru nú kom-
nar tvær meinvættir. Enn nú er eftir sú þriðja
(snýr sór að öðru stúlkubarni) meinvættr, sem býr
í innra manni þínum, Kareu, og vill varna þór að
trúa þessu öllu. Hvað heitir hún?
Karen (fljótt): Samviskan.
Prestr (reiðr): Slúðr! — er það meining þín?
Karen litr bænaraugum til kennarans.
Kennarinn: Prestr góðr! óg held Karen meini
fyllilega það sem hún segir. Meining hennar er
sú, að það só sannleikstilfinningin, sem gerir mönn-
um erfitt að hræsna.
Prestr (reiðilegr): Yðar skoðanir og mínar í
þeim sökum eru víst mjög ólíkar. (Hann snýr sór
að öllum börnunum og segir í hátíðlegum prédik-
aratón:) Sjáið þið, þriðja meinvættrin, sem býr í
ykkr sjálfum er skynsemin. — Hvað margar eru þær?
Öll börnin: Þrjár, þrjár.
Hvernig á nú annað eins og þetta að enda með
öðru enn óvirðingu?
Mótstöðumenn kirkjunnar geta sparað sór ómak-
ið að vega að henni; hún gerir það sjálf með þess-
ari og annari eins trúarbragðakenslu, og slík dæmi
eru ekki svo fátíð.
Það væri nú sök sér, þó kirkjan ein biði tjón
af þessu, því það tjón mætti bæta. Enn kirkja og
trú er runnið saman í almennri meðvitund manna,
svo ekki verðr sxmdrgreint, og því er það, að höggvi
kirkjan nærri sjálfri sór, særir hún jafnframt alla
trúarlega tilfinningu.
Mannblót 1 Dahómey.
Ríkið Dahómey (eða Dahómé), er getið var i síðasta blaði að
ætti nú í ófriði við Frakka, er í Efri-Gíneu i Afriku og 180
ferh. mílur á stærð. Sumir telja íbfiana 900,000, aðrir ekki
nema 150,000. Það eru tómir svertingjar, og er þar hin grimm-
asta harðstjórn, er sögur fara af nú á tímum. Einkum er ríki
þetta illræmt fyrir hin hræðilegu mannblót er þartiðkast. Heíir
Evrópu mönnum eigi tekist til þessa að útrýma mannblótunum,
enda eru þau í óslitanlegu sambandi við trúarbrögð landsbúa,
og prestar þeirra liflð og sálin í þessu djöfullega æði, sem að
likindum lætr.
Þar eru á ári hverju haldnar hátíðir og fjölda manna blótað
goðunum og öndum dáinna konunga. Til blótanna eru hafðir
herteknir menn, og herjar því konungr einatt á nágrannaþjóðirn-
ar til að afla sér fórna. í marsmánuði 1889 réð hann á bygð-
ina kringum Port novo, sem er undir vernd Erakka, eyddi 14
þorp og fór þaðan með 1745 hertekna menn, er síðan var öllum
blótað goðunum. Frakkneskr ferðamaðr, Lartigue, sem nýlega
ferðaðist i Dahómey, hefir kynt sér nokkuð háttu landsmanna.
Hér koma nokkrar greinar um mannblótin úr dagbók hans.
29. júlí. Yér erum staddir á viðum velli, og er lýðrinn þar
saman kominn. Er nú efnt til blóta að landssið í minningu
látins konungs. Hinir herteknu menn eru keflaðir, svo að þeir
geti ekki hljóðað. Þeir hljóta að taka út skelfilegustu kvalir,
því það er eins og augun ætli að springa úr höfði þeim. Allr
lýðrinn lætr fyrir berast á vellinum bæði nætr og daga meðan
á blótunum stendr. 40000 blámanna riðlast þar fram og aftr, og
með þvi þeir geta ekki komist út yflr girðinguna, gegna þeir
öllum þarfindum sinum á vellinum. Þegar þar við bætist blóð-
brækjan og nályktin af líkunum, sem rotna, verðr loftið nálega
banvænt af ólyfjan. Tvær nætrnar seinustu hafa um 500 manna
verið hálshöggnir. Blóðið er hirt og þvi dreift á legstað Guezo
konungs, enn líkunum kastað í hrævagryfjur borgarinnar, svo
þau verði hröfnum að bráð, gömmum og úlfum.