Fjallkonan


Fjallkonan - 12.08.1890, Page 1

Fjallkonan - 12.08.1890, Page 1
F JALLKONAÍ í. AUKA-ÚTGÁFA TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR. M 8. REYKJAVÍK, 13. ÁGÚST 1890. Síðasta ferð Stanleys í Afríku. Bók um ferð þessa er nú út komin og heitir: „I Afríku hinni dimmustu. Fundr, björgun og heimför Emins pasjau. Þessi bók er hin fjórða í tölu þeirra ritverka, er þessi mikli ferðaskörungr og iandkönn- uðr heíir gefið hinum mentaða heimi. 1870 lagði Stanley fyrsta sinn á innsvæði Afríku til að leita uppi Livingstone. Hann efndi það sem hann hafði heitið, og bók sú, er hann gaf út um þá ferð („Hvernig ég fann Livingstone“), setti þegar nafn hans í röð með fremstu landkannöndum. Frásagnirn- ar í þeirri bók þóttu sumum svo ótrúlegar, að menn rengdu hana þangað til höf. tók af allan efa með bréfum frá Livingstone sjálfum til vandamanna hans. — 1875 fór Stanley aðra rannsóknarferð sína til Afríku og var hinn fyrsti Evrópumaðr, sem fór í kringum stöðuvötnin Viktoria-Nyanza og Tanganika, hið síðara þó ekki nema að nokkru leyti, og kom fram aftr 1877 á vestrströndinni við ós Kongófljóts- ins. Hann hafði þar fundið einhverja hina stærstu vatnsæð á jörðunni, sem kvíslaðist um afarmikla víðáttu. Bók hans, „Gegnum hið dimma meginland", miklaðist mönnum enda meira enn hin fyrri, því að í henni var í fyrsta sinni skýrt frá Mið-Afríku, sem að undanförnu hafði verið hulinn leyndardómr. 1879 kom Stanley aftr til Vestr-Afríku til þess að slá eign á hið nýfundna Kongóland fýrir Belgíukonung, reisa þar landnámsstöðvar o. s. frv. Bók hans, er að þessu lýtr, nefnist „Kongó“ og kom út 1885; hefir hún að vísu eigi jafnstórkostlegar uppgötvanir inni að halda sem bæði fyrri ritin, enn er þó, sakir lýsinga á landi og þjóðum, afar-fróðleg og merkileg. . — Nú er að síðustu komin á prent í tveim stórum j bindum saga ferðar þeirrar, er hann hóf þvert yfir Afríku á öndverðu ári 1887 og lauk um árslok 1889 eftir nærri þrjú ár, sem nefnd er fyrst í þessari grein. Stanley reiknar sjálfr lengd fararinnar um 1,294 mílur danskar, þar sem fararlengdin 1875— 1877 var um 2,133 danskar mílur, enn þó er það alment álitið, að þessi síðasta för sé ef til vill hin frægasta, sem höf. hefir farið, og að árangr hennar jafnist fortakslaust við það sem ávanst í hinum ferð- unum, og sérstaklega að í landfræðilegu tilliti sé hann meiri. Um misklíð sína við Emín pasja heíir Stanley far- ið mörgum orðum; bregðr honum um að hann sé ekki nógu einbeittr og um of tilfinningasamr, svo að hann sé nærri barnalegr. Þessu getr Emin ekki komist hjá að svara, og það því síðr, sem Stanley hefir stutt áburð sinn í bókinni með ýmsum rökum og skilríkjum. Bókina endar Stanley þannig: „Og nú vildi ég snöggvast að lokum mæla nokkrum mikilmensku orð- um. Vér félagar mínir höfum þá óbifandi sannfær- ingu, og hana bygða á því sem vér best vitum, að hvað sem menn kunna að segja af öfund, ríg og ill- girni, þá mundi hin skarpasta og flóknasta vitna- yfirheyrsla fyrir rétti, að þvi er oss snertir, ekki fá annað út enn enn þá fyllri viðrkenningu, enn þá æðri velvirðingu fyrir alvarlega viðleitni vora og alt það er vér sjálfviljuglega og endrgjaldslaust höfum í sölur lagt til að bjarga Emin pasja, Casati kapteini og tvö hundruð liðsmönnum þeirra. Peninga, tíma, heilsu og líf höfum vér lagt fúslega í sölurnar án þess nokkrum kæmi til hugar að vænta launa, enda mundu engin Iaun hafa gert oss skaðlausa, hver helst sem þau hefðu verið. Hvað eru átveisluhöld fyrir mann eins og mig? Ein brauðskorpa, einn kjötbiti og einn tebolli eru stórveisla fyrir þann mann, sem mikinn hluta af 23 árum hefir varla haft svo mikið, að hann hafi getað keypt sér dagsfæði fyrir 1 shill- ing. Hátíðlegar viðtökur? Það eru einmitt þær sæmdir, sem ég vildi flýja langar leiðir, því ég tel mig ónýtan ræðumann, og mér er það ekki lánað af náttúrunni að hafa ánægju af ræðum. Heiðrsmerki eða „orður“ ? Ég get ekki borið þess konar á mér. Enginn heiðr né verðlaun, hvað mikil sem vera kunna, komast í neinn samjöfnuð við þá hjartnæmu tilfinningu, sem hreyfír sér í þess manns brjósti, sem bent getr á verk sitt og sagt: „Sjáið, það verk, sem ég af allri trú og ráðvendni, með afli og dug, með öllum mínum hæfileikum og með vilja drottins ætlaði mér að framkvæma, því er nú í dag fram- gengt orðið. Segið mér, er það vel og rétt af hendi leyst? Og ef verkdrottinn játar að svo sé, er þá nokkur æðri umbun til, enn sú, sem býr í hinum innra manni?“ í munni Stanleys er þetta ekki ofmælt. Þegar um haustið 1886 höfðu þeir Stanley og Mackinnon1 farið að bera saman ráð sín um að fara til liðs við Emin pasja og jafnframt að ná tangar- haldi á „equatóríal“- (miðjarðarlínu) löndum þeim, er áðr heyrðu til Egyptalandi, enn ekki varð samt neitt úr þeim ráðagerðum að svo stöddu og fór Stanley til Norðr-Ameríku til að haida þar fyrirlestra á ýmsum stöðum. Enn eftir hraðskeyti frá Mackinnon í des. 1886 sneri Stanley þegar aftr og tók að búa sig í Afríku-leiðangr. 21. janúar 1887 lagði Stanley af stað frá London og er hann kom til Kairó, fékk hann um 60 liðs- manna frá Súdan og leyfi til að fara undir egypsku flaggi. 22. febr. kom hann til Zanzibar. Þaðan rit- aði hann bréf' til Emins pasja, að láta hann vita, að samþykt væri sú ráðagerð sín, að sækja fram frá Kongó til suðrenda Alberts-vatnsins; sendi hann bréf þetta beina leið, og réð Tippu Tip, sem þá var ein- mitt staddr í Zanzibar, að gæta stöðvanna Stanley Falls við Ef'ri-Kongó, í þjónustu Kongó-ríkis, og 1) Eíkr kaupmaðr í Skotlandi, forstjóri mikils gufuskipa- félags og hins breska Austr-Afríkufélags, forseti í félagi pví, er stofnað var á Englandi til liðveislu við Emin pasja.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.