Fjallkonan


Fjallkonan - 12.08.1890, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 12.08.1890, Blaðsíða 4
82 hafa til smíða, svo sem skranta á ýmsa hluti, og lítr það þá út eins og alabastr, marmari eða perlumóðir. Mjöl. Mest af mjöli kemr frá Bandarikjunum í N.-Ameriku og er það hveitimjðl og maismjöl. Frá Kússlandi kemr talsvert af rúgmjöli. Binkenni á góðu mjöli er að það sé vel hvítt og vel þurt; þegar það er núið milK fingranna á það að vera fint átöku, enn þó ekki alveg mjúkt, heldr með smákornum. Því meira bragð sem er að hveitimjöli, því betra er það. Hvorki má vera súrlykt eða myglulykt af mjölinu, þvi þá er það skemt. Gott kveitimjöl á að vera hvitt með litlum gul-leitum blæ og alveg jafnlitt. Bf þrýst er á það með fingrinum á að koma slétt og gljáandi hola og rákirnar á fingrinum eíga að mótast í mjölinu. Ef maðr stingr hendinni ofan i mjöl, kólnar hún fljótt ef mjölið er rakt, og ef maðr þrýstir mjölinu saman í hnefa sinum og það verðr að mjög þettum kekki, er sömuleiðis of mikil deigja í því. Ef kökkrinn síðan fer í mola þegar þrýst- ingin sleppr af er það annaðhvort blandað með úrsigti (klid) eða steinefnum. Erlendis er það títt, að mjöl er svikið með því, að blanda það gipsi og öðru þess háttar. Svo er það og alltitt að það hefir i sér meiri raka enn vera á. — Hið svo nefnda „overhead11- mjöl, sem flyst hingað til lands, er lakasta tegund af hveiti- mjöli og mjög misjafnlega blandað. (Framh.). í vístazíuferð. (Eftir frásögn prests). Við vísitaziuna vóru j saman komnir ýmsir prestar. Biskup spurði prest og safnaðar- j menn að ýmsum hégómaspurningum, sem allir svöruðu eins, I enn ég vissi að margir lugu þó. Datt mér þá í hug, hvort 1 ekki væri hægt að koma biskupi af þessum hégóma, eða að j minsta kosti sneipa hann dálítið. Biskup spyr: „Hafið þér nú húsvitjað rækilega?“ „Ég verð að játa það, hr. biskup, að það hefir dregist undan fyrir mér að húsvitja á Skaga“, segi ég. — Biskup spyr: „Hversvegna ?“ — „Hvernig á ég að hús- vitja á Skaga“, segi ég, „þar sem er 21 hrossakjötsæta ?“ — Biskup: „Það er ekkert að því, þó fólk hagnýti sér hrossakjöt, og prestr á að vanda um, ef óþokkalega er með farið, og prestr má ekki vanrækja hið háleita og helga starf, þó hann finni lit- ilfjörlegan óþef“. — Þá segi ég: „Ætli ég vandi ekki ólítið um og ætli ég ræki ekki ólítið þetta háleita og helga starf, þegar steinliðið er yfir mig af fýlunni“. Að lokinni visitazíu settust kennimenn að máltíð, enn af því fátt var talað yfir borðum, braut ég upp á umræðuefni og segi við biskup: „Hvað ætli þér segðuð, hr. biskup, ef þér heyrðuð, að einhver af þessum prestum yðar, sem hér eru, væri bæði þjófr og böðull?“ „Ég vona að enginn sé slikr i minni hjörð“, segir biskup. „Ójú“, segi ég, „hérna er maðrinn. Ég er bæði þjófr og böðull". Og eftir að ég hafði sagt biskupi sögur þær, sem nú skal greina, komst hann að þeirri niðrstöðu, að ég befði gert alveg rétt i þvi, að verða bæði þjófr og böðull. Að ég varð böðull var svo vaxið, að hýða átti kvenmann fyr- ir margitrekaða barneign 40 vandarhögg, og hittist svo á, að sýslumaðr, sem annars var góðmenni, var þá drukkinn og sagði við böðul, stóran og sterkan mann : „Hýddu nú stelpufjandann j svo hana muni um“. Böddi lét ekki segja sér þetta tvisvar og j hýddi hana þrjú högg, svo miskunnarlaust, að bakið, sem alt var kláðugt, varð blóðrisa. Ég var skrifari sýslumanns og átti að ! vera vitni. Eg sá að kvenmaðrinn var kominn langt á leið. ! Kallaði eg þá og sagði: „Hættu böðull“, og bað sýslumann að j finna mig út. Sagði ég þá, er við vórum tveir einir orðnir: j „Gáðu, sýslumaðr, hvað þú gerir; sérðu ekki hvernig á stendr fyrir kvenmanninum ?“ — Hann ranghvolfdi i sér augunum og j sagði: „Hvað kemr þér það við, gikkrinn þinn?“ — Fórum við siðan báðir inn. Tók ég þá hatt minn og segi: „Ég fer burtu, enn þú getr látið hýða hana við eitt vitni, enn klaga skal ég j þig“, og með það fór ég út. Sýslumaðr kom þá hlaupandi á } eftir mér og segir: „Það er hest þú ráðir eins og vant er“. Fórum við þá aftr inn. Tók ég þá vöndinn af böðlinum, sem á meðan þessu fór fram hafði setið agndofa, og lagði hann 37 j sinnum á bakið á kvenmanninum svo hægt sem ég gat, og lét ! sýslumaðr það gott heita. Að ég varð þjófr var svo til komið, að ég fann hjá gömlum manni æfisöguskræðu Árna prests Loftssonar, fóður Jóns bisk- ups, sem á sinni tíð var merkisklerkr, og með þvi eg þóttist sjá, að skræða þessi mundi fljótt eyðileggjast, enn vissi fyrir } vist, að ævisagan var óvíða til, ef nokkursstaðar annarsstaðar, j hirti ég skræðuna og skrifaði hana upp. Máttleysi, magaverkir. Þegar ég undirskrifaðr i meir enn ár hafði þjáðst af þessum kvillum, svo og af veiklaði meltingu og þrýsting fyrir hjaTtanu, og árangurslanst brúkað 12 flöskur af „Brama-lífs-elixír“, sem ég keypti í materíal-versluninni í Randers, reyndi ég að kaupa hjá kaupmanni Paulin Winge í Randers „Kína-lífs-elixír“ frá Waldemar Petersen í Frederíkshavn, og eftir að ég hafði brúkað 4 flöskur af honum, er ég albata af nefndum kvillum, jafnframt og matarlystin og kraftarnir hafa fyllilega náð sér aftr. Ég er því sannfærðr um að mér er óhætt að mæla mað þessum ágæta Elixír við hvern þann er þjáist af ofannefndum kvillum. Asferg pr. Faarup. Carl Petersen. Kína-lífs-elixírinn, hinn eina ekta, hafa þessir kaupmenn til sölu: Hr. E. FeUxson, Reykjavík. — Helgi Jónsson, Reykjavík. — Helgi Helgason,-------- — Magnús Th. S. Blöndahl, Hafnarfirði. — Jón Jasonsson, Borðeyri. — J. V. Havsteen, Oddeyri pr. Akureyri, aðalútsölumaðr norðanlands. Waldemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixir. Frederikshavn, Danmark. Tuskur (Klude) alslags. Horil og beill af stórgripum og kindum. Kaðal gamlan og niðrlagðar Iietaslöngur. Segldúk og gamlan striga. Járil gamalt kaupir Helgi Jónsson. 3. Aðalstræti 3. .1 Eitt herbergi með ofni óskast til leigu nú þegar *, Klæðaskápr góðr er tii sölu *. Skósmíðaverkstofa, Vestrgötu 4. Eptir þessu sýnishorni ættu þeir sem panta vilja stígvél hjá mér, að taka mál af fætinum utan yfir 1 sokk, með mjóum bréf- ræmum eða mælibandi. Ná- kvæmlega verðr að taka lengdarmálið eptir þvi, sem sýnishornið bendir til. Bjórn Kristjánsson. Skófatnaðr vandaðr og með óvanalega lágu verði, nýkominn í verslun Sturlu Jónssonar. Skrifstofa fyrir almenning 10 Kirkjustræti 10. Opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h. DQækr þessar fást enn hjá SIGURÐI KRISTJÁNSSYNI: Þýsk lestrarbók eftir Stgr. Thorsteinsson, bund. kr. 3,75. Róbínson Krúsóe, barnabókin ágæta, bund. kr. 1,00; ób. 0,75. S’óngvar og kvæði (útg. Jónas Helgason) 5.—6. h., hv. á kr. 1,00 Svanhvít, 0,75 Lear konungr, Sakúntala og Savitri (i einu lagi) 0,50. L<eiðarvisir til lífsúbyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jönassen, sem einnig gefr þeirn, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.