Fjallkonan


Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 3
39 leikarans, sem hverfr ofan í holu eina. Gangvélar hausinn er höggvinn af og bogar fram blóðrauðr lögr. Það er sannkallað líflát „fyrir fólkið“. — Þá er fallbyssuplógrinn, sem er nýfundinn upp handa nýbýlingum þeim, er búa í grend við Indíána lend- urnar. Komi Indíáni í augsýn, sem ætlar að gera akrmanni óskunda, þá þarf hann ekki annað enn snúa plógnum svo skerarnir snúi upp, hleypir svo af, hleðr á ný og heldr áfram sem ekkert væri. — Enn- fremr er marghleypuveskí. Mæti ræningi manni á förnum vegi og heimti af manni peningaveskið, þá réttir maðr honum það með mestu kurteisi, og með það sama fær hann skotið úr veskinu. — Sjálfhreyfi- leg baðvél er eitt. Hún byrgir sig með vatni á morgnana í ákveðinn tíma, samtemprar sjálf heitt og kalt í pípunum, hringir þegar alt er til og tíu mín- útum síðar kastar vélin þeim, sem ætlar að baða sig, úr rúminu, ef hann er svo mikil svefnpurka, að hann gegnir henni ekki. — Að endingu er ljósköttrinn þess verðr, að hans sé getið. Hann er búinn til úr pappa og málaðr með sjálflýsandi litum. Þessir ljós- kettir eru settir hingað og þangað út í horn og skot og sitja þar liðlanga nóttina, svo mýs og völskur þora hvergi nærri að koma. Langlífr drykkjumaðr. Skoskr maðr, Pétr Laing að nafni, dó í sumar í bænum Elgin á Skotlandi, 105 ára gamall. Líklega hafa bindindispostular horn í síðu hans, því hann drakk afarmikið whisky, enn borðaði lítið. Hann gekk mjög þunnklæddr, síreykj- andi tóbak, og var jafnaðarlegast undir beru lofti. Þegar hann var fullra 100 ára, héldu bæjarmenn honum veislu. Við það tækifæri sagði tollgæslumaðr einn frá því, að Pétr hefði verið einhver hinn versti tóbakssmygill (smugler) í héraðinu, enn hann hefði séð ríkinu sann fyrir því aftr með víndrykkju sinni. Pétr kvæntist fyrst sextugr að aldri. Hœsta stjörnuhús í heimi. Það var reist í sumar efst uppi á Mont Blanc; er húsið meðfram ætlað fyr- ir sæluhús handa þeim, er fara upp á fjallið. Mont Blanc er, sem kunnugt er, meira enn helmingi hærri enn hæstu jöklar á íslandi. Hraðasta ferð yfir Atlantshaf. Enskt eimskip, Teutonic, hefir nýlega farið yfir Atlantshafið til Ameríku (frá Queenstown til New-York) á 5 dögum og 19 stundum, og er það fljótasta ferð, sem menn hingað til hafa sögur af um þá leið. Níðkvœði um Rússakeisara. Höfuðskáldið enska, Algernon Ch. Swinburne, hefir nýlega látið prenta „óðu“ í 3 pörtum, sem heitir Russia, í tímaritinu Forthnightly Review. Formælir hann Rússakeisara í henni fyrir grimdarverkin í Síberíu, kastar fram beinni áskorun um að fyrirfara honum og segir: „Flýt þér, guð eða maðr — vonin sýkist af töfinni — ljósta þú hann og send hann vælandi sömu leiðina sem faðir hans (Alexander 2.) fór á undan honum“. Barón í Austrríki um ísland. I öðrum löndum álfu vorr- ar hefir þekking á íslandi og islenskum bókmentum farið svo mjög í vöxt á síðari árum, að furðu gegnir, og er það sannar- lega gleðilegt fyrir oss, að hinn svo nefndi mentaði heimr er nú farinn að veita oss meiri eftirtekt enn áðr, þvi að auk þess sem það er landi voru og þjðð til sóma, getr það orðið oss til hagnaðar á ýmsan hátt, og stutt að því, að koma oss i greið- ara og nánara samband við strauma heimsmentunarinnar. Eink- um eru það þó Þjóðverjar, sem skara fram úr öðrum að þvi er þekkingu á bókmenntum vorum snertir. Af látnum mönnum má t. d. nefna Möbius, Schweitzer o. fl., enn núlifandi Maurer, sem eflaust skarar lengst fram úr öllum útlendingum i íslensk- um fræðum, enn fremr má nefna þá Hugo Gering og Poestion, sem mörgum er orðinn kunnr hér af bók sinni um ísland, þýðing á Pilti og Stúlku og ýmsu fleiru. Enn það er samt sjald- gæft, að menn af æðri stéttum geri sér ómak fyrir að kynna sér bókmentir vorar, og það virðist því vert að geta þess, að ungr barón í Wien, Krticzka von Jaden, hefir talsvert lagt sig eftir tungu vorri og hókmentum og ritað greinir um ísland i þýskum blöðum. Hann er aðeins rúmlega tvítugr og hefir tekið próf í lögum i sumar, er leið. Hann virðist vera mjög vel mentaðr maðr og ritar af mjög hlýjum hug til þjóðar vorrar; hann er skáldmæltr vel og hefir þegar samið fáein stutt skemmtileikrit, sem allmikið þykir til koma, að því er sjá má af dagblöðum frá Wien. Nú með siðustu ferð hefir hann sent dagblað, þar sem prentað er kvæði eftir hann um Island sungið fyrir minni þess á samkomu i Wien og tileinkað Jóni rektor Þorkelssyni; hrósar hann þar mjög landi voru og ment- un landsbúa, enn einkum lærða skólanum, og segir að frá hon- um hafi komið margir fræðimenn o. s. frv. Alt kvæðið ber vott um einlægan velvildarhug til vor og er lipurt kveðið. Hinn ungi höfundr þess hefir i hyggju, að sækja land vort heim við tækifæri, og ættum vér þá að veita honum þær viðtökur, sem tignum gesti og íslandsvin sómir. a -j- 6. Vestmannaeyjum, 23. sept. „Tíðarfar hefir verið hér fremr hagstætt i sumar; vorið var að sönnu mjög þurviðrasamt, enn grasvöxtr varð samt með besta móti. Framanaf slættinum var altaf þerrir til júlíloka; gerði þá rosakast þangað til í miðjum ágúst, að þerrir kom aftr, sem hélst mánuðinn út. Með sept. brá algerlega til rosa og stórrigninga, sem haldist hafa til þessa. — Heyskapr er hér að visu alt af litill, enn hann lánaðist vel og hraktist lítið. — Kálgarðar líta hér vel út; eru öll líkindi til að uppskera úr þeim verði góð; mega þeir heita hér aðal- bjargræðisstofn eyjamanna þegar sjórinn bregst. — Fiskilaust hefir verið hér í alt sumar að heita má, nema um síðustu mán- aðamót fiskuðu hér nokkrir bátar i 3 daga, 10—20 í hlut af ýsu á dag, í Flóanum; er það hér óvanalegt. Skömmu seinna fiskaðist 3—4 daga ýsa „undir sandi“ (Landeyja). Þau tvö þilskip, sem eru hér, fóru i byrjun júli, annað til þorskveiða, hitt til hákarla, komu aftr í íniðjum ágúst og öfluðu litið. — Lunda- og sv&xtfuglaveiði varð hér með besta móti sem verið hefir í mörg ár, þakka menn það helst vorgæskunni, án þess nokkur von sé til, að fugl þessi sé að aukast, miklu fremr hið gagnstæða. Fýlungatekja varð hér í góðu meðaliagi. — Seinni part júnim. vóru 8—9 ensk fiskiskip (Kuttere) á við og dreif hér i kring um eyjarnar að fiska með „Ióðum“; þar á meðal 2 litil gufuskip til aðstoðar seglskipunum. Lúðuna, sem þeir helst fiskuðu, fluttu gufuskipin geymda i ís heim til Englands. Nokkr- ir skipverjar af báðum gufuskipunum komu hér i land og dvöldu um tima að drekka og slarka. Gangvélarstjórinn af öðru skip- inu veitti tveimr mönnum áverka; annar var hreppstjórinn, og hefði að líkindum orðið meira af, hefði menn ekki verið vaktir i næstu húsum og komið til hjálpar. — Verslun var með besta móti hér í sumar; kaupm. lækkuðu nokkrar útlendar vörur og lofuðu meira fyrir innl. vöru enn að undanförnu; ollu þvi sam- tök eyjabúa. Mest kvað þó að vörupöntun flestra eyjabúa með kaupm. Gísla Stefánssyni. Kaffikaup hafa minkað hér mikið á tveim siðustu árum, og brennivinskaup nokkuð, enda er hér Good-Templara stúka með nálægt 50 félögum. — Barnaskólinn var settr hér 1. sept. Eru i honum 15 uuglingar og námstim- ar 5 stundir á dag. — Hér er ábyrgðarsjóðr fyrir opin vetrar- vertíðarskip, að upphæð rúm 2600 kr. Nú er verið að stofna styrktarsjóð fyrir ekkjur druknaðra sjómanna (og jafnvel hrap- aðra manna) á Vestmannaeyjum. Hafa hér margir skotið sam- an i þessu augnamiði; einnig hafa kaupmenn vorir lofað allríf- legu áriegu tillagi til þessarar stofnunar. — Mjög hefir verið veikindasamt hér i sumar, auk hinnar illkynjuðu kvefsóttar, sem gekk í vor; hafa 4 menn dáið hér úr ýmsum sjúkdómum síðan með slætti, enn enginn nafnkendr. Lárus Pálsson læknir er búinn að dvelja hér siðan póstskipið fór hjá seinast (frá Rvík). Hefir fjöldi manna leitað hans til lækninga. — Héðan hafa far- ið i sumar og i vor 11 manns til Ameríku (Utah), allir á besta skeiði, að eins 2 börn“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.