Fjallkonan - 07.10.1890, Blaðsíða 4
40
ísafoltlar-sannleiki.
Hervirki þykir ritstjóra ísafoldar helst hlýða að kalla það, er
ég hafði tekið heylest at vinnuhjúum Sigrbjörns á Lækjarbotn-
um (sjá ísaf. 69. tbl.). Oft hefir ritstjðrinn síðan i vetr látið
blað sitt flytja lýsingar af mér, sem aðrir menn hafa verið kall-
aðir feðr að. Enn nú er ekki öðrum „til að dreifa“ enn honum
sjálfum, og skil ég ekki persónulegar árásir hans á mig, enn
efast um að greinar þær, sem blaðið hefir flutt um mig, sé mér
meir til vansa enn ritstjóranum og blaði hans, því vilji maðr
lasta einhvern svo að hrifi, er ráðlegast að segja satt, annars
hlýtr sögumaðr óvirðing þá, sem haun ætlar öðrum. Enn ég er
kominn frá málefninu. Ritstjórinn segir, að ég þi/Icist eiga
slægjur í Fóelluvötnum. Ég hefi ekki leyft Jóni á Kolviðarhól
að slá nema þar sem ég liefi fullan rétt til að álita, að ég eigi.
Mun það ekki vera bæjarstjórn Rvíkr, og þar með talinn rit-
stjóri ísafoldar, sem þykist eiga landið? Að sýslumaðr hafi
skorist í leikinn, eftir beiðni hæjarfógetans í Reykjavík og
hreppsnefndaroddvitans í Seltjarnarneshr., er satt, enn hvort það
eru þeir sem landið eiga, er mjög efasamt (ritstj. ísaf. á ekki
að dæma í þessu máli). Til þess að gera hervirkið enn átak-
anlegra, segir ritstjórinn, að sýslumaðr hafi skipað að flytja hey-
ið heim að Lækjarbotnum til ráðstöfunar landeiganda (!) sem er
ósatt, og að ég hafi tekið lestina af kvenmanni og barni er
líka ósatt. Ég ætla ekki að lýsa málstað mínum að öðru enn
því, að hestatakan var fullkomiega neyðarvörn mín. Þá lætr
blaðið menn vita, að ég sé fallinn fyrir 238. gr. hegningarlag-
anna. Ég skil þó ekki, að ritstjórinn hafi ánægju af, að sjá mig
dreginn i hegningarhúsið. Enn mun ekki maðr sá (ég nafn-
greini hann ekki), sem af hendi hrepps- og bæjarstjórnar tók
heyið frá Jóni á Kolviðarhóli, vera sekr við 117. gr. hegningar-
laganna ? — Eins og ritstjórinn flýtti sér að koma sögu þess-
ari i blaðið, mun hann ekki draga að segja frá málsúrslitum,
hvernig sem það kann að takast.
Elliðakoti 2. okt. 1890.
Guðm. Magnússon.
Dominion Lína.
Liverpool til Canada.
Gafuskipafélagið „Dominion Lína“ hefir gert nýj-
ar ráðstafanir viðvíkjandi vestrfaraflutningi frá ís-
landi til Canada, og kunngerir hér með, að aðalum-
boðsmenn félagsins á íslandi eru: í suðr og vestr
amtinu W. Ci. Spcnce Paterson í Reykjavík, og í
norðr og austr amtinu Sveinn Brynjólfsson á
Vopnafirði.
Fullar upplýsingar um fargjöld og skipaferðir fást
hjá þessum aðalumboðsmönnum, og einnig hjá undir-
umboðsmönnum þeirra, og munu nöfn þeirra verða
auglýst síðar.
r
Okeypis klinik
fyrir fátæka er nú byrjuð að nýju á spítalanum á
þriðjudögum og föstudögum kl. 11.
Reykjavík, 1. október 1890.
Schierbeck.
—
Vinnukona, sem hefir verið nokkur ár í kaupstað og hefir góð [
meðmæli, getr fengið vist á næsta vori með góðum kjörum. *
F élagsprentsmiðj an
á Laugavegi nr. 4, verkstjóri Sigmundr Guðmundsson, tekr að
sér alls konar prentun. Öll prentun sérlega vel vönduð. Þeir, j
sem eitthvað vilja fá prentað, geta snúið sér til prentsmiðjunn-
ar eða til ritstjóra Þorleifs Jónssonar og samið um prentunina. j
Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypís hjá ritstjórun-
um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem i
vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Jón Brynjólfsson.
Skósmíðaverkstofa: Bankastrætl 12.
Munntóbak á 1 kr. 60 au. pd. og ódýrara ef mikið
er keypt. Sömuleiðis rjóltóbak nýkomið í
verslun Sturlu Jónssonar.
Hannes Þórðarson, skósmiðr.
Verkstofa: Lækjargötu 10.
Ekta Anilíns- Litir
fást í verslun Sturlu Jónssonar.
Fataefni, einkar vel vönduð og með góðu
verði, fást í verslun Sturlu Jónssonar.
Ágæt fiðryíirsæng fæst til kaups. Ritstj. ávísar.
~Ra4r þessar fást enn hjá SIGURÐI KRISTJÁNSSYNI:
Þýsk lestrarbók eftir Stgr. Torsteinsson, bundin kr. 3,75.
Róbínson Krúsóe, barnabókin ágæta, bund. kr. 1,00; ób. 0,75.
S'óngvar og kvæði (útg. Jónas Ilelgason) 5.—6. h., hv. kr. 1,00.
Svanhvít 0,75.
Lear konungr, Sakúntala og Savitri (í einu lagi) 0,50.
Nýr magasínofn, óbrúkaðr, fæst til kaups. Ritstj.
ávísar.
Blá og svört kattarskinn eru keypt hæsta verði í verslun
Sturlu Jónssonar.
Tilbúinn fatnaðr, vandaðr og með góðu verði fæst í
verslun Sturlu Jónssonar.
Rónir sjóvetlingar eru keyptir með hæsta verði í
verslun Sturlu Jónssonar.
Vottorö.
í mörg umliðin ár hefi ég undirskrifaðr þjáðst af
óþekkilegri og illkynjaðri magaveiki, sem mjög illa
hefir gengið að lækna. Fór ég þá og fékk mér
nokkrar flöskur af Kína-lífs-élexir herra Valdemars
Petersens, hjá hr. kaupm. J. V. Havsteen á Oddeyri,
og með stöðugri neyslu þessa bitters, eftir forskrift
sem fylgir með hverri flösku, er ég mikið þrauta-
minni innvortis; vil ég því eftir bestu vitund ráð-
leggja öðrum, sem finna til ofanritaðrar veiki að
reyna þennan sama bitter.
Hallfríðarstaðakoti 5. apríl 1890.
G. Þorleifsson,
bóndi.
Kíua-lífs-elixírinn, hinn eina ekta, hafa þessir kaupmenn
til sölu:
Hr. E. Felixson, Reykjavik.
— Helgi Jónsson, Reykjavík.
— Helgi Helgason,---------
— Magnús Th. S. Blöndahl, Hafnarfirði.
— Jón Jasonsson, Borðeyri.
— J. V. Havsteen, Oddeyri pr. Akureyri,
aðalútsölumaðr norðanlands.
Á þeim verslunarstöðum, þar sem engin útsala er, verða
útsölumenn teknir ef menn snúa sér beint til
Waldemar Petersen,
er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír.
Frederikshavn, Danmark.
Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson.