Fjallkonan


Fjallkonan - 25.11.1890, Síða 2

Fjallkonan - 25.11.1890, Síða 2
46 uð konur; það verðr best fyrir ykkr, að skifta ykkr | ekki af neinu, því þið munuð sæta sömu meðferð og menn ykkar“. — „Eruð þér að spá dómsdegi, eða hvað?“ „segir hertogafrúin11. — „Svo langsýnn er ég ekki, enn svo mikið veit ég, að þér, hertogafrú, verð- ið færð til aftökustaðarins á flutningsvagni ásamt mörgum öðrum, með hendrnar bundnar fyrir aftan bak“. — Þá vona ég að, ég fái svartfóðraðan vagn til að aka í“. — Ó nei, það verða tignari frúr enn þér, sem verða að sæta hinu sama. — „Liklega þó j ekki konunga dætr?“ — Jú“. Nú fór mönnum ekki að verða um sel, enn frú Gramont hélt ræðunni áfram og segir: „Hann veitir mér þá ekki einu sinni svo mikið, sem ég megi uá prestsfundi“. — „Nei, frú, þér fáið enga prestsþjón- ustu, né nokkur annar. — Hinn síðasti, sem færðr verðr til aftökustaðar og fær að tala við skriftaföður sinn, verðr----------. „Hver er það sem fær að njóta þeirra réttinda fremr öðrum?“ — „Það verðr konungrinn í Frakklandi og það verða hans einu rétt- indi“. Húsbóndinn stóð nú upp, og aliir sem við vóru staddir. Hann vék sér að Cazotte og sagði- með mik- illi alvöru: „Cazotte góðr, þér hafið nógu lengi haldið áfram þessu grálega gamni. Það getr orðið óþægilegt bæði fyrir yðr og þá, sem hér eru saman- komnir með yðr“. Cazotte svaraði engu, enn bjóst til að fara. Frú Gramont spurði hann þá, hvað fyrir honum lægi. Cazotte þagð i við, enn segir síðan: Hafið þér lesið frásögn Jósefus um umsátr Jórsala? Maðr var í borginni, sem hljóp um borgarvegginn sjö daga í röð j og æpti hástöfum: Vei þér Jerúsalem. Á sjöunda | deginum sagði“ hann: ,Vei þér Jerúsalem og mér sjálfum*, og í sömu svipan féll hann dauðr fyrir stein- kasti frá óvinahernum. Að svo mæltu fór Cazotte á burt. Saga frönsku stjórnarbyltingarinnar sýnir, að spár hans rættust. Emin pasja heitir upphaflegu nafni Edvarð Schnitzer, og er fæddr 28. mars 1840 í Oppeln í Slesíu, sonr kaupmanns, sem var Gyðingr. Hann lagði fyrir sig læknisfræði við háskólann í Breslau, Berlín og Königsberg, fór svo til Tyrklands og varð þar læknir og var í her- för til Sýrlands og Egyptalands. 1871 fór liann til Ismael pasja landsstjóra, og var í þjónustu hans þang- að til hann andaðist 1873. Hann kvæntist síðan ekkju hans, sem er grísk. Á þessum árum haf'ði Schuitzer aflað sér víðtækrar kunnáttu í málum, frakknesku, ensku, ýmsum slafneskum tungum og mállýskum, tyrkuesku, arabisku, persnesku o. fl. og svo hafði hann samlagað sig austrlenskum háttum og siðum að eng- inn gat séð á honum, að hann væri Vestr-Evrópu- maðr. 1875 bráhann sér snöggvast heim til átthaga sinna og fór síðan tii Egyptalands. Slóst hann í för með Gordon pasja til Súdan og gerðist læknir hjá honum og nefndist þá Emin Efíendi; fór hann þá marg- ar rannsóknarferðir. Gordon þótti hann svo vel fall- inn til að stjórna öðrum, að hann gerði h.inn að landstjóra fyrir Egiptajarlíequatorial-héruðunum suðr af Sudan 1878. Leysti Emin sem nú var nefndr Emin „bey“ og siðan „pasja“, það verk snildarlega af hendi og fór hann ýmsar landkönnunarferðir. Nokkru síðar gerði spámaðrinn (mahdíinn) uppreisu og og féll Gordon í þeim ófrið. Steypti Mahdíinn Egipta- landsstjórn í löndum þeim, er vóru fyrir norðan lönd Emins, svo að hann varð útilokaðr og umkringdr af óvinum öllum megin. Þarna var Emin í 13 ár, áðr enn bréf bárust frá honum, og stýrði allan þann tíma landhluta sínum og varðist öllum óvina árásum með hinum mesta dugnaði. Með Emin pasja var all-lengi j um þessar mundir rússneskr maðr, dr. Junker, er eitt sinn ferðaðist um ísland; færði hann fregnir af Emin, þegar Stanley var kominn á leið til að leita hans fyrir tilhlutun Egyptajarls og enskra auðmanna. Hvernig sú ferð Stanleys gekk er öllum kunnugt. Emin pasja er vísindamaðr mikill og þar að auki hinn mesti mannvinr og ákafasti frelsis forvígismaðr svertingja í Afriku. Nýjungar frá ýmsum löndum. Jarðskjálfti. í suiuar í jfluílok gerði mikinn jarðskjálfta í í Persíu, sem stóð í tvo daga og gerði stórskaða. Bær einn að nafni Tusck með 200 húsum sökk gersamlega með öllum ibúum. Þeir einir komust af, sem úti vóru á ökrum við vinnu. Jakob kviðristari. Nálega í tvö ár hefir ekki orðið vart við kvennamorðingjann voðalega, sem nefndr hefir verið Jakob kvið- ristari. Bnn nú er sá friðr úti, því i f. m. fékk lögreglan í London bréf með undirskrift raorðingjans, og hafa síðan verið gerðar allar hugsanlegar varnarráðstafanir gegn illvirkjanum og gildrað sem mest má verða til að ná honum. Bitt lik af myrt- um kvenmanni nýfundið, er þótti vera með hans ummerkj- um. Iyœkning lungnatæringar. Það er fullyrt,, að hinn frægi lækn- ir Bobert Koch í Berlín hafi fundið aðferð, sem dugi til að lækna lungna-tæringu. Reyklaust púðr. Við síðustu hersýningu Prakka var haft reyklaust púðr. Þegar skotið var af byssum sást enginn reykr, enda ekki þó raðfeldar skothríðir riðu af frá heilum herflokki í einu. Við fallbyssuskot sást að eins litill reykr, og þó ekki alt af, enn eldblossarnir sáust, langar leiðir. I Pálskirkjunni í London drap sig maðr einn í f. m. Til þess að hreinsa kirkjuna af þeirri vanhelgun, varð að vigja hana af nýju. Siðferði kristinna manna og heiðingja á Indlandi. Samkvæmt

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.