Fjallkonan


Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 5

Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 5
49 var að gefa alt í kring, enn honum hafði gefist prýðilega, þá þá stingr hann þeim í ermi sína og gengr í kirkju. Þegar þang- að var komið, vingsaði hann svo mikið handleggnum, ná þess hann myndi til spilanna, að þau hrutu út um alt. Hann lét sér ekki bylt við verða og snéri sér út úr því, og sagði að eitt barn- ið sem áðr hafði ekki getað leyst úr skildi taka upp eitt spilið. Hann spurði hvað spilið héti og er barnið sagði það, tók hann harðlega að sneypa börnin og foreldrana fyrir það, að börnin lærðu fyrr spilin enn guðsorð, og að hann hefði nú haft með sér spilin til að komast fyrir þetta. Prófessor einn i náttúruvísindum náði froski og dró upp vasa- úr sitt til að athuga og ákveða lífæðaslátt frosksins. Þegar hann hafði nógsamlega reynt þetta og rannsakað fleygði hann úrinu út i tjörn, enn stakk froskinum i vestisvasa sinn. fiskr 38 kr., ísa 27— 28, langa 42— 44 kr. Ull. Vorull selst fyrir 70—75 au. pd., haustull fyrir 65 au., mislit fyrir 50—52 au., svört fyrir 55 au. í Liverpool seldist sunnlensk vorull fyrir 651/, au. pd. Ly'si. Gfufubrætt hákarlslýsi á 33®/4 kr. — 34J/2 kr. tunnan; pottbrætt 32V2—33, þorskalýsi 26—30 kr. dökkt hákarlslýsi 23—28 kr. Kjöt er borgað 561/,,—581/,, kr. tunnan. Hardfiskr 187x/2—192 kr. skpd. Æðardúnn 9^/g—11 x/2 kr. pd. Fólkstalið í Keykjavík, í bænum sjálfum, var 1. nóv. þ. á. 3700. Pðstskipið Laura kom 23. nóv. Með því komu þrír íslendingar frá Ameriku og fáir farþegar aðrir. Veikindi allmikil hafa gengið hér í bænum stöð- ugt síðan í vor, einkanlega kíghósti og lungnabólga í börnum. Síðan í miðjum júní hafa dáið 50—60 börn hér í bænum. Mannalát. 16. þ. m. lést merkisbóndinn Ólafr Þor- valdsson bóndi 1 Hafnarfirði. 6. nóv. lést Brynjblfr Einarsson bóndi á Meðalfeili 65 ára. 22. nóv. lést hér í bænum húsfrú Kristjana Jón- assen, alsystir Geirs kaupm. Zoéga, en ekkja versi- unarstj. Jónasar Jónassens. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, enn hún ól upp mörg fóstrbörn. *„Hinn 10. október andaðist Jón Bjarnason, bóndi á Þuríðarstöðum í Eyðaþinghá eystra. Ferða- menn víðsvegar um land munu kannast við hann, enn þó sérstaklega austfirskir vegfarendr. Hann var gest- risinn, var eiginlegt að gefa og sjá ekki til gjalda, og má því með sönnu segja um hann: Hann saddi hungraða, svalaði þyrstum, hýsti hælislausa; alla gladdi hann gjöfum sínum. því hann gaf með gleði“. Lík Bertéls ÞorleiJssonar stúdents hefir fundist rekið við Amager í Khöfn; þykir því líklegt að hann hafi drekt sér. Frá útlöndum eru engin sérleg tíðindi, önnur enn þau, er þetta blað hefir þegar fiutt á undan hin- um blöðunum. Smálegar fréttir koma í næsta blaði. Verslunarfréttir (Kmh. 7. nóv. 1890). Saltfiskr. Skipsfarmar þeir, er áttu að fara til Spánar frá Faxa- flóa, eru nú uppseldir, aftr á móti eru 5 skipsfarm- ar af fiski frá ísafirði óseldir, sem eru boðnir til sölu fyrir 58 mörk skpd. Fyrir einn skipsfarm það- an var einungis boðið 52 mörk fyrir skpd. og síðar 55 mörk. — í Kmh. seldist vestfirskr óhnakkakýldr fiskr fyrir 56—57 kr. skpd., hnakkakýldr fyrir 65 — 70 kr. Vestfirskr smáfiskr seldist á 40—42 kr., vestfirsk ísa á 28—29 kr., vestfirsk langa fyrir 45 kr. En sunnlenskr og austfirskr fiskr, stór, óhnakka- kýldr seldist fyrir 48—50 kr., málsfiskr 44 kr., smá- Búgur að hækka í verði 6—6,25 kr. 100 pd. Rúg- mjöl 6,50. Bankabygg 8—8,75 kr. 100 pd. Grjón stór 9,50 kr. 100 pd. og smærri grjón 8,25 kr. Kaffi. Gott meðalkaffi 80—85 au., lakara 72— 77 au. pd., púðrsykr ÍS1^—14 au. pd., kandis 18]/2 —19 au. pd., melis 181/,,—19 au. pd. Leiðrétting;. Misprentað í bíö. bl.: í útlendu fréttunum um blysförina 1200 f. 12000 manna. UIAIA Félagsprentsmiðjan á Laugavegi nr. 4, verkstjóri Sigmundr Guðmundsson, tekr að sér alls konar prentun. Öll prentun sérlega vel vönduð. Þeir, sem eitthvað vilja fá prentað, geta snúið sér til prentsmiðjunnar eða til ritstjóra Þorleífs Jóns- sonar og samið um prentunina. Ekta Anílins- Lrrm fást í verslun Sturlu Jónssonar. Munntóbak ÖS rjóltóbak nýkomið í verslun Sturlu Jónssonar. Tilbúinn fatnaðr, vandaðr og með góðu verði fæstí verslun Sturlu Jónssonar. Fataefni, einkar vel vönduð og með góðu verði, fást í verslun Sturlu Jónssonar. Rónir sjóvetlingar eru keyptir með hæsta verði í verslun Sturlu Jónssonar. Skósmíöaverkstofa, Vesturg. 4. Eptir þessu sýnisborni ættu þeir sem panta vilja stígvél hjá mér, að taka mál af fætinum utan yfir 1 sokk, með mjóum bréf- ræmum eða mælibandi. Ná- kvæmlega verðr að taka lengdarmálið eptiv því, sem sýniskornið bendir til. Björn Kristjánsson. Gráblá kattarskinn eru keypt háu verði í verslun Sturlu Jónssonar. Epli, vínþrúgur, melónur, laukr, ansjósur, sardínur. sultutau fæst í verslun Sturlu Jónssonar.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.