Fjallkonan - 16.12.1890, Side 3
16. des. 1890.
FJALLKONAN.
143
er sagt að oft slæðist þangað hinir verstu slarkarar úr nærliggj-
andi héruðum, og slæpast þeir þar þá venjulega nokkra daga í
senn, fá þar glóðarauga og gefa það stundum sjálfir. Það
mundi nauðsynlegt að hafa sérstakt lögreglu eftirlit með hæ
þessurn, og veitti enda ekki af, að þar væri ókeypis náttstaðr
fyrir suma, sem mestan óskunda og ófrið gera er þeir koma
þangað. — Þá eru nú skólarnir, eð.i uppfræðingarmálið. Um það,
er þess helst getandi, að skólar eru á 4 stöðum; einn í Garði
annar í Keflavík; þriðji á Miðnesi, fjórði í Höfnunum; munu á
þá alla ganga um 90—100 börn. Af þeim er óhætt að segja
að sá á Útskálum sé fullkomnastr; hefir hann hæði nýta kenn-
ara og áhöld góð. Um hina er þess að geta að kennararnir
munu ærið misjafnir, enn eitt hafa skólar þeir sameiginlegt, og
það er engin áhöld til neins er að kenslu lýtr; ekki einu sinni
borð eða bekki að heitið geti. — Þess má geta, að fyrir skömmu
siðan er stofnað Lestrarfélag i Garði ogLeiru; munu í því vera
um 50 félagar með 2 kr. árstillagi. í Garðinum hafa og börn-
in komið sér upp lestrarfélagi við skólann, og er það mjög mik-
ilsvert, og enda þess vert að því væri gaumr gefinn af hinum
eldri þannig, að þeir styrktu það dálítið. Slik félög í sambandi
við skólana gætu með timanum, ef þau yrðu almenn, gert ekki
svo lítið gagn“.
Bangárvallasýslu, í nóv. „Heybirgðir urðu minni í haust enn
við varð búist vegna þess, að svo mikið hey varð úti í haust,
sem náðist ekki, á sumum bæjum svo hundruðum hesta skifti. —
Fjársala varð hér meiri í haust enn nokkurn tima áðr. Helstu
kaupendr vóru Eyrarbakka kaupmenn, er seldu aftr Coghill. —
Bráðapest i fénaði er nú með mesta móti. — Mjög hefir verið hér
kvillasamt í haust og vetr og margt fólk dáið enn fáir nafn-
kendir. Hinn nýi læknir okkar, Olafr Guðmundsson, reynist öt-
ull og skyldurækinn11.
Útlendar fréttir.
Með enska skipinu komu þær fréttir, að Hollands
Jconungr er dáinn, Vilhjálmr 3. Hann var fæddr
1817, kom til ríkis 1849. Hann var ekki atkvæða-
mikill stjórnari, enda fullkomið þingræði í Hollandi
alla hans stjórnartið. Hann var tvíkvæutr. Með
fyrri konu sinni, Soffíu kóngsdóttur frá Wiirtemberg,
átti hann tvo sonu, er dóu fyrir innan tvítugt. Með
seinni konunni, Emmu af Waldeck, átti hann eina
dóttur barna, Vilhelmínu, f. 1880, og er hún ríkis-
erfingi eftir föður sinn, samkvæmt yfirlýsingu gerðri
1884.
Sundrunq í írska málinu. Meðal þeirra G-ladstones
og Parnells hefir orðið talsverðr ágreiningr út úr því,
að Parnell á að hafa ljóstað upp leynilegum ráða-
gerðum G-ladstones um írska málið. Gladstoue hefir
borið á móti, enn við þetta heflr framsóknarflokkr
íra sundrast, og standa þeir nú ver að vígi. Þ>ar á
ofan bætist, að Parnell er fundið það tii, að hann
eigi vingott við konu annars manns, frú O’Shea, og
hefir það jafnvel áhrif á pólitíkina.
Enn um strandferðirnar
(S. G. og Isafoldar ádrepuna).
í 95. tölubl. ísafoldar stendr grein frá S. G.
Ég er þessum S. G. alveg samdóma um það, að við borgum
langtum ofhátt gjald, bæði fyrir farþega og vörur, sem fluttar
eru með sameinaða gufuskipafélags skipunum, samanborið við
sömu vegalengd hvar sem er annarsstaðar. Ég er S. G. sömu-
leiðis samdóma um, að gufuskip, útbúið eins og hann tilnefnir,
hlyti að vera hentugra en „Thyra“ (sem er óbrúkandi) til að
flytja farþega kringum íslandsstrendr, þó ekki séu þeir verslun-
arvara. Enn þar sem S. G. segir, að menn séu síkvartandi yfir
farangrsskemdum, að hans meiningu (ef nokkur er?) að raunar-
lausu, þar sem það sé farþegunum sjálfum að kenna og að
allra öfugast sé að menn flyti skyrtunnur etc. sem farþegagóðs —
þá er það hvað skyrtunnunum viðvikr sem farþegagóðsi, hreint
og beint „della“ hjá S. G. Og hvað því viðvikr, að farþegar
séu sjálfir skuld í vanskilum á sendingagóðsi, þá er ég svei
mér ekki honum samdóma þar í. Því úr því að vörurnar eru
mótteknar af móttakara um borð af stýrimanni, án athugasemda
hvað merki og umbúðir snertir, þá verðr afsendara ekki um
kent, þó þær eyðileggist eðr fari af þeim merkin í skipinu, sem
kemr einungis af þvi, að skeytingarlaust og illa er skorðað í
lestinni, enn ekki af því, hvort vörurnar liggja neðst eðr efst,
því við rugg skipsins í sjógangi slengjast þær um lestina, og
mölvar svo hvað annað. Ætla að merkjunum fari þá ekki að
verða hætta búin?
Að skipstjóri eðr hans undirmenn eru skeytingarlausari með
innlent sendigóðs, enn útlendu vöruna, eðr vöru þá, er þeir
flytja héðan til útlanda, kemr af þessu tvennu, að bæði útiendir
og innlendir kaupmenn heimta, sem þeir líka fá, fullar skaða-
bætr ef varan skemmist eðr tapast, og hinu öfuga, að margra
ára reynsla hefir sýnt þeim að landsmenn, sera eiga von á sum-
arkaupi sínu með strandferðaskipinu, eru þær gungur, að taka
á móti ár eftir ár illa útleiknu og sumpart eyðilögðu sendigóðsi,
án þess að heimta bætr, og álíta það eins og einhverja óvið-
gjöranlega óhepni, að sendigóðs þcirra er ýmist cyðilagt í fiut.n-
ingnum, eðr skilið eftir að raunarlausu þar og þar, i staðinn
fyrir gersamlega að neila móttöku á hinutn skemdu vörum,
og annaðhvort, ef lög leyfa, stefna skipstjóra fyrir gestarétt eðr
afgreiðslumanni til skaðabóta fyrir hið cftir skilda og fullrar
borgunar fyrir hið skemda sendigóðs, því með aðgerðalausum
umkvörtunum færist ekkert í lag.
Þetta myndi fría landsmenn framvegis við fjármunatjóni ár
eftir ár, enn færa málnfnið í rétt horf hv°rn veg sem málMok
yrðu, eítir dómi, því íyrir það fyrsta ryddi það braut gegintm
allar getgátur, til hverra menn eigi að halda sér með skaðabætr
fyrir skemt og eftir skilið sendigóðs með strandferðaskipunum,
og hið annað: þingið myndi þá fá ástæður að ákveða nákvæmar
skilyrðin fyrir fjái' eitingunni til strandferðanna, enn það hefir
gert. Auðviíað verða iandsmenn, sem þurfa að brúka strand-
ferðaskipin, að þekkja með hverju mót.i þeir geta best tryggt
sér skil og fullar bætr á eftir skildu og töpuðu eðr hálf eyði-
lögðu sendigóðsi; það mun vera alloft að menn afhenda sendi-
góðs afgreiðslumanninum á þeirri og þeirri höfn, löngu áðr enn
skipið kemr þar, eðr þá að menn bíða eftir skipinu með send-
ingar og fara svo sjálfir með því, og ættu menn í báðum til-
fellunum, að hafa sendingar í hæfilega sterkum umbúðum greini-
lega merktar og skrifa eðr láta skrifa „adressu“-bréf með hverri
sendingu, sem á sé skráð auk marks og „adressu11, hver sendingin
sé, og hvers virði í krónutali, og taka svo kvittun hjá
afgreiðslumanninum að þetta með þessu marki og þess virði sé
honum afhent til flutnings með skipinu. Með þessu inóti yrði
skaðabóta kröfurnar fyrir illa meðferð á sendigóðsi auðsóttari
enn áðr hefir verið. Ég er nú kominn dálítið lengra fram i efnið
enn ég ætlaði, og sný mér því að S. G. aftr. Þar sem S. G.
ekki þykist skilja að skipstjóri, eðr afgreiðslumaðr félagsins hér,
eigi að svara fyrir vöruskemdir í skipinu, þá er það annaðhvort
af því, að hann hefir þar á (mildast sagt) enga þekkingu, eðr
hitt að hann ritar annað enn hann meinar, því það er óhugs-
andi að nokkur íslenskr maðr, sem þekti til og var sjónarvottr
að hvernig sendigóðs kom útleikið frá „Thyru“ seinast, geti með
eigin sannfæringu komið með slíka ástæðu, að farangrsskemdir
séu einungis farþegum að kenna, og að menn verði að þola slíkt
bótalaust, þó sumarkaup fátækra manna meira eðr minna eðr
að öllu eyðileggist af illri meðferð. Menn kunna að rita, Sumir
harðara og sumir mildara um þetta mikilsvarðandi málefni, enn
öllum sem um það rita af óspiltri sannfæringu, mun bera
saman um, að óskilin á sendingagóðsi með strandferðaskipunum
eru ekki farþegum að kenna, og þá skoðun hefir S. G. áðr haft.
Ég hélt að S. G. mundi ekki breytast svo víð það, þó að skip-
stjóri Hovgaard ræki hann í land af Thyru hér á höfninni, að
hann hrófiaði saman tilhæfulausum afsökunum mót rökstudd-
um aðfinningum landsmanna á miðr göðri meðferð á farþegum
og óþolandi vanskilum á sendigóðsi með strandferðaskipinu Tliyra
seinast; það hefði verið réttara fyrir S. G. að vana, að slá á
lærið og hlæja stóra hlátrinn, enn að láta fá sig til að kalla það
„nudd“ „slettur" og brígsl“, þó fundið sé að því sem óþolandi
er. Það munu vera þau seinustu, ef ekki einustu viðskifti, sem
S. G. hefir haft við skipstjóra Hovgaard, sem áðr er uin getið,
og það er víst sú einasta rökstudda krafa S. G., sem skipstjóri
Hovgaard hefir aðhylst, að hann lofaði S. G. að staulast
ofan í bátinn í staðinn fyrir að kasta honum beint fyrir borð.
Ummæli S. G. að Islendingar kunni ekki að ferðast með eim-
skipum ete. eru svo „lumpin" og þar að auki svo útlendingsleg,
að ekki er svara vert, að því einu viðbættu, að ef S. G. á að
heita íslendingr, þá verðskuldar hann, að hver sannr íslendingr
skammist sin fyrir hann sem landa.
Beykjavík, 1-/12. 1890.
W. Ó. Breiðfjörð.
Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórun-
um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem
vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.