Fjallkonan - 23.12.1890, Blaðsíða 1
FJALLKONAN.
AUKA-ÚTGÁFA TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR.
Xs 15.-16. REYKJAVÍK, 23. DESEMBER. 1890.
„Saga stjómfræðinnar og tengdir hennar
við siðfræðina".
Ágrip af formála Paul Janets að bók hans um það efni.
l>ýtt heflr Arnljðtr Ólafsson.
[Niírl.] „Sú villa er samóiginleg nálega öllum rithöfund-
um, eldri sem ýngri, að tileinka stjórnarvaldinu alveldið.
Sá einn er munr á, að hinir eldri eigna konúngi al-
veldið, en hinir yngri eigna það þjóðinni. En eigi
hæfir, svo sem og Montesquieu hefir tekið fram, að
slengja saman orðunum: frelsi þjóðar og valdi þjóðar;
og satt er það og, er Hobbes sagt hefir, að sé stjórn-
arfarið þjóðlegt alveldi, þá sé þjóðveldið að vísu frjálst,
en þjóðfélagarnir ófrjálsir. Það gagnar því alls ekki
að setja skárri stjórnarskrá í stað lakari, ef menn
byrja eigi á því að tryggja eðlilegt frelsi landsmanna
gegn ofríki stjórnarvaldsins, hvort nafn svo sem stjórn-
arvaldið hefir. Þar af mega menn þó eigi álykta
sem svo, að það standi alveg á sama hvernig stjórn-
skipunin er löguð, hvort hún hafi stjórnskipulegar
tryggíngar eðr eigi. En hitt er víst, að fyrst af öllu,
og það áðr en stjórnskipunin er sett, og tryggíng-
ar hennar tilteknar, verðr að setja á fastan fót það
hið upprunalega frelsi, sem er íbúandi eðli mannsins,
þann hinn upprunalega rétt, er landslögin hafa eigi
skapað, það réttlæti, er eigi er fætt af mannlegum
vilja1.
Nokkrir menn segjast eigi trúa á alveldi stjórnar-
valdsins, en vilja þó jafnframt eigi heyra talað um
eðlileg mannréttindi. En eitt af tvennu verðr að
vera: annaðhvort er stjórnarvaldið almáttugt eðr það
er eigi almáttugt. Sé það nú almáttugt, er harð-
stjórnin gefin, og færist hún í þenna eðr hinn haminn,
eftir tíð og tækifæri; verðr hún ýmist konúngdómr,
ýmist þjóðveldi, jafnréttnæm (lögmæt) í hvorumtveggja
hamnum, því hún hefir engan rétt í hvorugum.
En sé nú stjórnarvaldið eigi almáttugt, verðr eitthvað
að vera til staðar utan þess, og þetta eitthvað er
það er heitir mannréttr; og þenna rétt kalla eg hinn
eðlilega, af því hann er eigi sprottinn af lögunum.
Nú segi þér: engin eðlileg mannréttindi eru til, heldr
arfgeng mannréttindi. Hvernig á eg það að skilja?
Skyldi það vera svo, að lif mitt, meðvitund mín, at-
vinna og eignir mínar heyri mér, eigi af því að eg
sé maðr, heldr af hinu, að þetta bréf á þeim tíma og
þeim stað hafi áskilið forfeðrum mínum eignarhald
slíkra hluta, eðr að eignarhaldið sé mér trygt af
venjunni? Hvað, hafi nú þetta bréf aldrei til verið
né heldr venja þessi, skyldi þá engirm fótr vera fyrir
því að eg sjálfr heyri sjálfum mér!
Nú segja rnenn: Hin eðlilegu mannréttindi eru
enn eigi skýrt tiltekin, og menn munu aldrei verða
1) Þetta upprunalega mannfrelsi og þessi upprunalegi mann-
réttr er oss lögheimilaðr ríkulega, ef eigi nógsamlega, í stjórnar-
skrá vorri 46.—56. gr.
um það samdóma, hverþau sé að öllu leyti. Svarið
liggr beint við. Til eru skyldur engu siðr enn rétt-
indi. Ætli þér nú að hægra sé að til taka og um-
merkja skyldurnar en réttindin ? Enginn efi er á því
að höfuðskyldurnar eru augljósar og vissar; en sem
fastsetja skal landamerki skyldnanna, raða þeim niðr,
einni undir aðra, greiða úr ölium skyldnabágum, þá
fer að vandast málið. Sama er með réttindin. Höfuð-
réttindin eru ljós og viss; en heimfærsla þeirra og
hagnýting í margbreytni lífsins er jafnan vandasöm.
Annars er æfinlega örðugast að kveða á merkin. Hverr
fær dregið nákvæmt merkjastryk milli vitundar og
vitandleysis, milli yfirsjónar og afbrots, milli forlaga
og frjálsræðis, milli sennileiks og vissu? Það er
röng aðferð að vilja hafna öllum greinarmun af því
eingöngu, að torvelt sé að rekja hann glögglega út í
allar æsar. Nú vil eg spyrja hinn fákænasta mann,
hvort honum þyki rétt, að svifta mann frjálsræði
sínu og setja hann í hegníngarhúsið, ef hann er eigi
borinn sök né hafi glæp unnið, eðr að hneppa hann
í varðhald, þótt hann hafi ekki til saka gert. Þyki
nú honum það óréttlátt, sem eg vona, þá hefir hann
í raun réttri játað, að til sé mannréttr, þótt enginn
rithöfundr hafi á hann minzt og hans sé eigi getið í
nokkrum lögum“.
„Nú kunna enn nokkrir að segja: „Eg játa að hinn
eðlilegi mannréttr sé undirstaða þess er þú kallar
frjálslegt stjórnarfar. En hvað sannar mér að slíkt
stjórnarfar sé hið rétta? Stefnimark stjórnarinnar
er velferð þegnanna. Eu nú er velferð manna ómögu-
leg án öryggvis eðr friðhelgi. Nú getr friðhelgi
aldrei orðið ofmikil, og því vald stjórnarinnar í þessu
skyni aldrei of mikið; en slíkt ofrvald stjórnar ríðr
í bága við það er þú kallar frjálslegt stjórnarfar“.
„Þessari mótbáru svára eg þannig: Hvað skilr þú
við öryggvi eðr friðhelgi, ef eigi það að fá að njóta
óhultr í friði gæða þeirra er eiga við eðli manns-
ins? Og hver eru gæði þessi, ef þau eru eigi ein-
mitt réttindi þau, er gera manninn að manni? Líf-
ið er eitt af gæðum þessum, en það er eigi hið eina
gæði.1 Eg' hlýt að segja: vinna mín, vitund mín,
hugsun mín eru í mínum augum dýrmæt gæði, og sé
frelsi þeirra eigi örugglega trygt, fæ eg eigi lifað í
friði. Og hvað skilr þú nú við velferð? Til er sú
velferð að hafa nóg að eta og drekka, og nægan
klæðnað og annað það er ómissandi er til þurftar lík-
amans. Eg skal gjarnan játa, að villimaðrinn, skræl-
ínginn, þrællinn og þýið geta verið vel farnir og á-
nægðir með þessi kjör; en slíkt er eigi samboðið
frjálsum manni. Til er tvenskonar velferð eðr far-
sæld. Er önnur sú hin skrælíngslega, er munar næsta
lítið frá farsæld dýranna. Til þessarar farsældar er
maðrinn eigi borinn, eðr réttara sagt, maðrinn er eig-
inlega eigi borinn til farsældar, heldr er hann til þess
1) Bg leyíT mér að hafa gœði svo í eintölu sem í fleirtölu,
því til er eitt gæði sem fleiri gæði.