Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1891, Qupperneq 1

Fjallkonan - 13.01.1891, Qupperneq 1
Kemr út & þriðjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendÍB) Upplag 2500. Gjalddagi í júlí. FJAILKONA TJppeögn ógild nema skrífleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Vald. Ásmundarson. Yeltusund 3. vm, 2. EEYKJAVÍK, 13. JANÚAR 1891. Sitthvaö smávegis um atvinnumál eftir snnnlenskan sTeitabÁnda. VIII. „Ónotaðir kraftar“. í Fjallkonunni VII. 34. er minst á ónotaða and- lega krafta. Sem framhald af því mætti minnast á ónotaða eðlislega (fysiska) krafta. Að þessir kraftar eru ónotaðir, er raunar bein aíieiðing afþví, hve illa andlegu kraftarnir eru notaðir; því væru þeir sam- einaðir betr enn gerist, yrði auðveldara að nota eðlis- kraftana, sem ár eftir ár og öld eftir öid fara for- görðum. Ekki þarf nema að benda á það, hve mikill vinnu- kraftr ónýtist við aðgerðalausar landlegur sjómanna á vertíðum, þegar ekki fiskast eða sjaldgæft er, og á fleiri vegu missist töluvert af hinum líkamlegu kröft- um þjóðarinnar. Enn vatnsaflið, sem víða hér á landi er svo handhægt og nægt, er svo að segja alveg ó- notað. Hið eina, sem vatnsaflið hefir verið notað til á stöku stöðum, er að snúa kornmylnum, enn það mun þó nú fremr vera að leggjast af, eftir því sem kornkaup minka enn mjölkaup aukast. Þetta mun þó naumast, hyggilegt. Korn er ódýrara enn mjöl, auk þess áreiðanl'egra að það sé óspilt fæða, þar sem búast má við að mjölið sé oftast meira eða minna blandað, sumt jafnvel skaðlegum efnum, t. d. kalki, sagi o. þvl. Enn bændum þykir nú orðin of mikil töf að því að láta mala kornið í handkvörnum, eink- um á sumrin, og kaupa því fremr mjöl. Væru vatns- mylnur til svo víða að hægt væri að ná til þeirra, svo sem ein fyrir hver 5—6 heimili, með hagkvæmu fyrirkomulagi, ætti sjálfsagt að kaupa mestalla korn- vöruna ómalaða, enn láta mala hana hérlendis. — Til að hreyfa mylnu þarf eigi mikið vatnsmegn, sé yfir- fallshjól notað, sem ætíð ætti að gera; það er í alla staði hagkvæmara enn undirfallshjól eða flathjól. Margt er það fleira enn að mala korn, sem hagan- lega fyrirkomið vatnsaff gæti gert til léttis og vinnu- sparnaðar á stærri heimilum, t. d. að snúa hverfistein- 1 inum, skekja strokkinnm.il. Enn til þess væri betra að geta leitt vatnið nálægt bænum, og má því við koma víða hér á landi; og þó vatnsleiðingin kynni að kosta nokkur handtök eða dagsverk, ynnist það á skömmum tíma upp aftr í vinnusparnaði, þegar mylnan væri komin í gang. Þar sem leggja þarf marga Ijái á stein, fer mikil vinna í það allan slátt- inn, að snúa steininum undir þeim. Þótt það kunni að vera langt á undan tímanum talað, vil ég einnig benda á, að vatnsaflið mætti nota til að knýja verkvélar af ýmsum tegundum. Álla þá ull, sem framleidd er í landinu, gæti ein á unnið, eins t. d. Varmá í Mosfellssveit, sem ætíð er svo heit, að hún gæti starfað hindrunarlaust vetr sem sumar. Landsmenn selja nú árlega til útflutnings á aðra milljón punda ullar, óunna, enn kaupa margfalt meira að verði af útlendri klæðnaðarvöru af miklu lakara og óhollara efni. Yrði nú þessi útflutta ull unnin í landinu, væri það þjóðar-hagsbót ein hin mesta.1 — Fleiri vatnsföll nálægt helsta verslunarstað landsins og samgangnamiðdepli: Reykjavík, eru einkar hent- ug til iðnaðar. — I melnum fyrir botni G-rafarvogs í Mosfellssveit er ógrynni af tígulsteinsleir, og Grafar- lækr, sem þar fellr til sjávar, er eitt hið hentugasta vatnsafl, sí-þíðr; hann gæti elt leirinn undir tígul- steinsgerð. Hvorttveggja bíðr eftir mannshöndinni, enn meðan skolar lækrinn iðinn leirnum í sjóinn. Furða er að lækirnir við Reykjavík: Kauðará, Fúli- Iækr og Laugalækrinn skuli ekkert vera notaðir til vinnu enn. Sama er um Hamarslæk í Hafnarfirði, Hraunsholtslæk m. fl., að eg ekki nefni Elliða-árnar, Úlfarsá o. s. frv., sem alt býðr hið besta vinnuafl, og bíðr þolinmótt eftir hinum seinfæru framfórum þjóðarinnar. — Skyldi eigi vera mögulegt að mynda hlutafélag til að koma upp lítilli iðnaðarvél við einhvern þessara lækja, svona rétt til garnans (og gagns) eins og t. d. telefónfélagið ? Það gæti orðið öðrum lands- mönnum til upphvatningar og fyrirmyndar. Laxveiðar. Eftir Þorkél Bjarnason. í „Fjallk.“ 31. og 32. tölubl. þ. á. hefir F. A. rit- að alllanga og merkilega grein um lax og sel, sem þó hefir slæðst inn í á einum stað misskilningr nokk- ur á laxalögunum, og sumt í þeim kveðst A. F. alls eigi skilja, sem ekki er neitt tiltöku mál. Vil ég því leyfa mér að gera fáeinar athugasemdir, sem honum mun eigi ókært eftir niðrlagi greinar hans að dæma. Mér dettr eigi í hug að rengja það, sem A. F. seg- ir, að stundum sé ómögulegt, sökum flóða í Hvítá, að taka þar upp net á lögskipuðum tíma, enn varla mun varða við lög, þó það sé ógert látið sem ómögu- legt er. Enn þar finst mér A. F. ekki skilja sem réttast tilgang sunnudagafriðunarinnar, er hann segir, að hún verði þýðingarlaus sökum þess, að lax sá, sem þá kemst upp, verði seinna veiddr með ádrætti. Þetta væri rétt, ef sá væri tilgangr laganna, að þeir, sem neðstir búa við árnar, skyldu einir sitja að veið- inni; enu svo mttn ekki vera. Sunnudagafriðunin á að minni ætlun að tryggja veiðirétt þeirra, sem ofar búa með ánum, gagnvart þeim, sem neðar veiða, svo það er alls eigi þýðingarlaust að laxinn komist upp og sé veiddr þar. Aðrar þjóðir, svo sem Englending- 1) Hefði tÓYÍnnufrumvarp síðasta þings náð fram að ganga, eða ef slíkt atvinnubótar-fyrirtæki, styrkt af þjóðfé, kæmist á stofn, er Varmá sjálfkjörin til slíkrar vinnu; jörðin Varmá er þjóðjörð, liggr langs með ánni og að greiðri sjóleið hér um iy2 mílu frá íteykjavík, auk þess sem landvegrinn, póstleið norðan og vestan, hlyti að falla yfir þvert land þeirrar jarðar.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.