Fjallkonan


Fjallkonan - 13.01.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 13.01.1891, Blaðsíða 4
8 FJALLKONAN. vm, 2. maunahrepp 23. sept. 1853, sonr Einars bónda Ein- arssonar, er þar bjó, og konu hans Rannveigar Ein- arsdóttur frá Urriðafossi. Árið 1878 fór Einar sál. að búa með móður sinni í Laxárdal, en 2 árum síðar kvæntist hann eftirlifandi konu Sigríði Jóns- dóttur frá Hörgsholti. Árið 1883 fluttu þau hjón suðr til Hafnarfjarðar og bjuggu þar siðan. Einar sál. var svo fjölhæfr smiðr, að hann smíðaði meðal annars orgel (harmóníum) að öllu leyti, saumavélar, stundaklukkur o. s. frv. og er alt smiði hans einkar vandað. Hann var mjög vand- aðr maðr og vinsæll af öllum sem hann þektu“. Úti varð suðr í Garði aðf. n. 7. þ. m. maðr að j nafni Þórðr Jónsson, ættaðr frá Múla i Fljótshlíð, fanst daginn eftir rétt fyrir ofan Bakkakot. Um nóttina var versta rigning og stórviðri, enn mannin- um hefir að líkindum orðið ilt. Hann var dugnaðar- { maðr á besta aldri. „Lofaðu svo einn, að þú lastir eigi annan“. Ég hefi lesið rit- gerðir hr. Ögmundar Sigurðssonar, hins fræga yfirkennara við fyrirmyndarskðlann í Garði, hæði í timariti því, sem hann er einn útgefandinn að og eins í dagblöðum, þar sem hann ritar mikið og um margt, um uppfræðslu m. fl. og fl., og hefir mér j fundist, að honum hafi, likt og fleirum örgeðja framfaravinum, ■ orðið það á, að fella ofþungan áfellisdóm um það, sem honum hefir fundist ábðtavant í þvi efni, sem hann ræðir um, og jafn- vel ekki fara með alt sem sannast um barnauppfræðslu og ann- að hér syðra, og þð það gæti að nokkru leyti snortið mig sem sveitakennara i Höfnunum, þá hafði ég ásett mér að láta þvi 6- I svarað, þvi ég er ekki svo hrokafullr sjálfbyrgingr, að ég finni { ekki til veikleika míns í þvi sem öðru, jafnvel þð að hlutaðeig- i andi sðknarprestr, séra Jens Pálsson, hafi ekki enn, svo ég viti, látið í ljósi ðánægju sína yfir tilsögn minni sem sveitakennara, og mun hann hafa rækilega stutt að því á sýslufundnm, að Hafna- j hreppr fengi styrk til sveitakennslu, og má hr. Ögmundi vera það kunnugt ekki síðr enn mér, hve röksamlegr og skylduræk- inn þessi merkisprestr er, og að hann muni trauðla gefa atkvæði sitt með þvi, sem hann álítr til einskis gagns koma, enn af mér i hefir ekki verið til meira ætlast enn að fullnægja þeim kröfum, [ sem alment heimtast af sveitakennurum, því hér er, og því er miðr. enginn reglulegr barnaskðli eða skðlahfis, og börnin hafa þessvegna orðið að njóta tilsagnar undir torfþaki, þó margr | gððr íslendingr hafi fæðst, alist upp og mentast undir torfþaki og jafnvel orðið heimsfrægir fyrir rit sín og ekki minna metnir fyrir það, enn um það, að bömunum hafi ekki liðið illa, get j ég fært næga vitnisburði og eins um það, að tilsögn mín hafi átt \ að vera til annars enn til málamyndar svo hrepprinn gæti svik- j ið út styrk af opinberu fé, og verða því þeir, sem láta sér slíkt í um munn fara, að álítast ósannsögismenn; eins get ég ekki á- litið það nema öfgar hjá hr. Ögmundi, að mörg heimili við sunn- anverðan Faxaflða séu á því mentunarstigi, að unglingar þar frá 10—12 ára viti eigi hvort sé hægri eða vinstri höndin, og á þetta liklega að vera í Útskálasóknum, þar sem hann erkunn- ugastr, og þó segir prófastr séra Þórarinn Böðvarsson I líkræðu séra Sigurðar sál. Sivertsen, að hvergi hafi hann í sínu prófasts- dæmi yfirheyrt æskulýð betr upplýstan enn í því prestakalli. Hikið hefir þessum æskulýð orðið að fara aftr á seinni árum, ef þetta væri satt, sem ég stórlega efa, og svo mikið veit ég, að hér í Höfnum er börnum jafnframt málinu kent að gera grein- armun á þessu. Nfi hefir |inhver „misjafn" fréttaritari „Fjallkonunnar11 fundið hjá sér köllun að taka i sama strenginn og nefna ófullkomleika skólanna á Miðnesi, Keflavik og í Höfnum, enn eins og áðr er sagt, er þar enginn reglulegr barnaskóli, og jafnframt vill hann eins og gefa í skyn, að kennararnir við skóla þessa séu lítt nýt- ir, eða að minsta kosti dæmir hann þá „ærið misjafna“. Það mun þó mörgum kunnugt vera, að kennarinn á Miðnesi er lærðr maðr og kennarinn við Keflavíkrskólann velmentaðr maðr og áðr að góðu kunnr sem barnafræðari, og liggr því í augum uppi, að þessi hnjóðsyrði séu til mín stíluð, enn ég vil með lín- um þessum láta þenna greinarsmið vita, að ég virði þau harla litis og það því fremr sem sjálfsagt miklu merkari menn honum hafa lýst ánægju sinni yfir tilsögn minni, enn heilræði vil ég leggja honum, og það er, að vilji hann gera sig frægan og „koma sér innundir" hjá sér betri mönnum, þá hugsi hann ekki til þess, að hann geti það með því að kveykja óhróðr um saklausa menn, lasta óþroskaðar mentastofnanir og sverta heiðvirð héruð, eins og hann hefir viljað gera með þessari grein sinni, því „svo má einn lofa að lasta ei anuan“. Kirkjuvogi, 80-/ls. 1890. Magnús Jónsson. Gr eiöasala. Við undirskrifuð auglýsum hér með, að við seljum ferðamönnum allan þann greiða er við getum í té látið, og sérstaklega varnings-mönnum, frá 1. febrú- ar 1891 móti sanngjarnri borgun. Jónas Sigvaldason. Björk. Sigþrícðr Pálsdóttir. Hæðarenda. ólafr Ouðmundsson. Ásgarði. Oaðjón Vigfússon. Klausturhólum. Jón Sigurðsson. Búrfelli. Ouðm. Jónsson. Miðengi. Harðfiskr, saltflskr og tros fæst enn í verslun Sturlu Jónssonar. Félagsprentsmiðjan. — Prentari Sigm. Guðmundsson. flutt með sér alla peningana úr bankanum, sem þeir stýrðu, hefði ég ekki tekið frá þeim einn eyri. Ég stóð svo sem högg- dofa; enn alt í einu sé ég, að annar þeirra tekr upp bjá sér rýting. Mér blöskraði að þessum föntum skyldi koma til hugar, að ráðast á mig. Ég sá i anda móður mína, eins og í bágindum sínum á deyjanda degi, og öll sú bölvun, sem þessir tveir menn höfðu steypt mér í, stóð mér greinilega fyrir hugskotsjónum. Áðr enn hann gat borið fyrir sig hnifinn, lá hann dauðr á gólfinu. Blóðið rann um gólfið, og mér virtist alt blóðugt í kringum mig. Hinn bróðirinn lá á hnjánum og rétti mér hendrnar skjálf- andi. Ég skaut hann ððara og lét hvort skotið dynja af öðru, þangað til ég hafði skotið öllum kfilunum úr bissunni. Ég rank- aði þá loksins við mér, og sá að ég óð blóðið í ökla; ég varð dauðhræddr og stökk í dauðans ofboði út úr vagninum, og skil ég ekki hvernig á því stendr, að ég slasaðist ekki. Ég fór nfi að hugsa um að komast undan, og komst eftir tvo tíma til bóndabæjar, þar sém ég átti kunnugt fyrir; var hestr- inn rninn þar geymdr. Ég lagði nú á fjöllin, og ætlaði að láta þar fyrir berast og reyna, ef auðið yrði, að komast þaðan til norðrríkjanna. Af rinda á fjöllunum sá ég bæ ykkar við útjað- ar sléttunnar. Ég gat þá ekki ráðið við mig — ég varð að koma til bygða og gera vart við mig. Ég reið ofan að bænum; þar var varla neitt kvikt úti sökum hitans. Ég heyrði álengdar söng- inn í kirkjunni og hann drð mig lengra og lengra — og svo vitið þér, hvað ég gerði. Ég hefi hugSað mikið um það i kvöld. Ég kem til þin sjálfviljugr og ég skal ekki gera neitt af mér, þótt þú látir sækja fðgetann". „Kæri bróðir“, sagði prestr, „það samir ekki fyrir mig að selja menn í hendr yfirvaldanna. Enn ef þér leikr hugr á, er ég fús á að fara með þér til fógetans“. Ræninginn leit niðr fyrir sig; hann átti i miklu stríði við sjálfan sig. [NiSrl, næst]

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.