Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 1
Kemr öt á þriftjudögnm. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2600. öjalddagi i júlí. FJALLKONAN. Dppsögn ögild nema skrifleg komi til fltgef- anda fyrir 1. október. Vald. Ásmundaraon. Yeltusund 3. VIII, 4. REYKJAYÍK, 27. JANÚAR. 1891. Tramfarir, vestrfarir og aftrfarir. iii. [Framh.]. Það hefði þurft að vera svo, að mestum hluta landssjóðtekna hefði árlega verið varið til að efla at- vinnu vegi vora, samgöngur og alþýðumentun. Því meira fé sem vér getum varið til þessa, því meiri líkur eru til að vér fljótar tökum verklegum fram- förum. Enn það er öðru nær enn svo sé. Meiri hluti fjár vors, hinna árlegu landsjóðstekna, — hér um bil s/4 teknanna árið sem leið — gengr til þess að launa embættismönnum, til embættismanna-skóla, til embættismanna ekkna og til uppgjafaembættis- manna. Og það er síðr enn svo, að vér séum á þeim vegi að minka þessi útgjöld. Vitaskuld er það að embættismenn þurfum vér, og þá fleiri að tiltölu við fólksfjölda enn fjölmennari þjóð- ir; enn vér höfum þá helst til marga og háttlaunaða, og skal í fylgjandi línum bent á nokkur embætti, er vér gætum losað okkr við. Nú á seinni tímura eru biskupar vorir farnir að ríða ærið álútir, að því er vald þeirra og myndug- leika snertir, og er það í rauninni enganveginn illa farið, því að þeim kumpánum hætti til að fara heldr geistum hér á fyrri tímum. Ég fæ ekki annað séð, enn að ekkert sé hægra enn að komast af biskups laust. Hann tekr engan þátt í veitingu prestakalla, þá er söfnuðir neyta kosningarréttar síns, annan enn þann, að hann er í ráði með landshöfðingja hverja 2 eða 3 af umsækjendum skuli velja úr handa söfn- uði að kjósa um, og er bágt að sjá að nokkur vand- ræði þurfi af því að leiða, þótt landsköfðingi misti ráðanaut þenna. Önnur merkust embættisstörf biskups er að vígja presta og skipa prófasta. Dómkirkju- prestinum í Reykjavík er víst trúandi til að vígja prestana svo að við megi hlíta, og landshöfðingja er engi ofætlun að útnefna einhvern prestinn til prófasts þá er á þarf að halda. Önnur störfbiskups eru svo vaxin, að prestar, prófastar og héraðsfundir hafa þau þegar á hendi, svo sem eftirlit með líferni safnaða og klerka og úrskurðir kirkjureikninga. Hann á að hafa eftirlit með embættisfærslu prófasta. Það yrði landshöfðingi að hafa, sem afleiðing af því að hann skipaði þá. Enn er sú ein embættisskylda biskups, að hann á- f imt amtmanninum í suðramtinu á að kalla saman fynodus til þess að gera (svo sem) ekki neitt, og og mundi ekki miklu varða, þótt sú skylda væri eigi lögð á neinar mannlegar herðar. Eftir því sem nú er farið valdi og verkahring 'oiskups, þá höfum vér hann einungis af gömlum vana, máske líka til stáss. Enn það er dýrt gaman og rentar sig ekki sem best. Sjö þúsundir króna kost- ar það oss á ári hverju, og mundi róttara aðnota þessar þúsundir til þess að skreyta landið með þeim á annan hátt. Amtmannaembættunum heldr hin danska stjórn vor við í óþakklæti þings og þjóðar, sem hefir sam- þykt lög um afnám þeirra, sem vissulega var eigi vanþörf á. Helstu embættisskyldur amtmanna eru: eftirlit með veraldlegum embættismönnum; það hefir landshöfðingi nú að lögum; hreppstjóra eiga þeir að setja og mundu sýslufundir geta gert það eða fjórð- ungsráð, er koma ætti í stað amtsráðanna. Umboðs- menn sýslumanna og setudómara eiga þeir einnig að setja og mætti ætla landshöfðingja það. Bólusetjara og yfirsetukonur ætti læknar að setja og sjá um hver í sínu héraði. Gjafsóknir þær, er amtmenn hafa veitt, væri best að enginn hefði heimild að veita. Valdþað er amtmenu hafa til að leggja fullnaðarúrskurð á lítilfjörleg sakamál og lögreglumál, þegar hlutaðeig- andi óskar þess, held ég væri hættulítið að fá hrepp- stjórum í hendur. Enn ég ætla ekki að telja upp fleiri skyldur amtmanna, þær eru ekki aðrar enn þær, að þeim má sem hægast skifta milli landshöfðingja, amtsráða (hinna tilvonandi fjórðungaráða), sýslunefnda, lækna og hreppstjóra. Með afnámi amtmannaembætt- anna spöruðum vér 10 þúsund krónur á ári hverju. Sýslumenn eru 17álandinu og mundi mega fækka þeim embættum með sameining um fullan helming eða ofan í 8, ef þeir væru losaðir við að halda manntals- þing, enn hreppstjórum væri gert að skyldu að inn- heimta þinggjöld og standa sýslumanni skil á þeim, Þessar þingaferðir eru oft mjög erfiðar fyrir sýslu- menn í slæmum vorum og því hinn mesti léttir fyr- ir þá að þær mætti falla niðr. Við þessa samsteypu mundu sparast um 25 þúsund krón.ur á ári. Þeirri skoðun heflr verið hreyft, að gerlegt mundi að afnema öll sýslumannaembætti, að lögreglustjórn sé falin á hendr hreppstjórum, hverjum í sínum hreppi og jafnvel dómsvald í smámálum, sömuleiðis innheimta landssjóðsgjalda. Dómsvaldi landsins yrði þannig kom- ið fýrir, að við landsyfirréttinn, sem nú er, væri auk- ið 2 dómendum. Hver þessara 5 dómenda hefði svo ákveðinn hluta lands (dómhérað) til að dæma í mál manna í héraði, og væri á þenna hátt héraðsdómar- ar. Enn landsyfirrétt mynduðu þeir allir í samein- ingu til að dæma yfir héraðsdómunum. Samkvæmt brauðamati því, sem nú giidir, eru tekj- ur presta, það er að segja laun þau er alþýða árlega geldr þeim 186,985.91 krónur. Þessi tala mun nú að vísu ekki alveg koma samau við það, sem í raun og veru er, enn þó að miklu leyti, því bæði hefir prestakallalögunum 27. febr. 1880 verið lítið eitt breytt síðan brauðamatið var gert, enn það er byggt á þeim lögum, og svo er brauðaskipun sú ekki allstaðar komin á, er þau ákveða. — Ef við nú bætum þar við presta- skólanum, það sem liann kostar árlega og ennfremr því, sem til uppgjafapresta og prestaekkna er lagt úr landssjóði, þá megum vér óhætt gera það sem \

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.