Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 2
14 FJALLKON AN. vm, 4. landsmenn borga prestastéttinni nokkuð á 3. hundr- að þúsund króna. Enn skyldi nú prestastéttin borga þetta fóðr sitt með þeim verkum, sem hún innir af hendi í þarfir þjóðar vorrar? Ég veit reyndar að sumum mönnum kann að þykja þessi spurning ósvinna ein, enn ekki sé ég neina brýna ástæðu fyrir því að svo þurfi að vera, og sökum þess skal ég leitast við að svara henni með fáum orð- um. Meginstarf presta má óhætt segja að megi inni- fela í einu atriði og það er uppfræðing þjóðarinnar í guðsorði, það er að segja í trúarbrögðum og siða- lærdómi, og að auki eiga þeir að sjá um að börn læri skrift og reikning samkvæmt lögum. Nú veit ég vel að hávaði (eða máske mér sé óhætt að segja hver og einn einasti maðr) þjóðar vorrar mundi eigi vilja skifta þekkingu sinni íþessum grein- um fyrir gull eða silfr, hversu mikið sem í boði væri. Enn þá liggr fyrir að spyrja: Eigum vér þessa þekkingu vora eingöngu undir prestunum? Höfum vér hana einvörðungu frá þeim? Stendr hún og fellr með þeim? Ég sé ekki betr enn að óhætt sé að neita þessum spurningum. Aðal-uppfræðslan sem börnum er veitt í trúarbrögðum og siðalærdómi er, auk erfisagnar þeirrar, sem gengr frá foreldrum til niðja, fólgin í „kverinu“, og það eru ekki prestar, sem kenna börn- um kverið, það er alþýða manna, það eru heimilin og barnaskólarnir, þar sem þeir eru. Prestar hafa ekki meira á hendi í því tilliti enn eftirlitið, að þau læri það (kverið) og skilji, og sama er að segja um hina lögboðnu barnakennslu í skrift og reikningi. E»að sem fullorðin alþýða veit í trúar og siða fræði munu allir geta skilið að hún hefir minna úr prédikunum presta á stólnum, er tæplega mun jafna sig í að hver maðr hlýði 5—6 sinnum á ári, heldr enn úr hug- vekjum og postillum er hún heyrir á hverjum degi allan vetrinn og flesta sunnudaga á sumrin. Enn þegar málinu víkr svona við, þegar það er aðal-embættisskylda presta að fræða alþýðu í trú og siðafræði, og þegar hún svo á minstan hluta þekk- ingar sinnar í þessum greinum prestinum að þakka — þá ætla ég að ekki sé ofdjarflega að farið að álykta sem svo, að prestahaldið alls ekki borgi sig með þeim starfa sem þeir nú á hendi hafa. [Heidr áframj. Efnahagr íslendinga í Ameríku. Fyrir árslokin síðustu vóru prentaðar hér „Skýrsl- ur um hagi íslendinga í Ameríku (Manitóba og Norð- vestrlandinu í Kanada) sumarið 1890“ og hafa þessar skýrslur verið sendar út um alt land. Þetta er lítið ágrip af skýrslum, sem stjórnin í Kanada hefir látið gera í sumar er leið í nýlendum íslendinga; í þeim skýrslum er tilgreint nafn hvers búanda í nýlendun- um, hvenær hann hefir reist þar bú, hve margt fólk hann hefir í heimili, hve mikið hann hefir af rækt- uðu landi, hve mikið hann á af fénaði, hvers virði húseignir og búsáhöld eru, hve mikið fé hann hafði til að byrja með búskapinn, hve skuldugr hann er og loks hve mikið eignir hans eru metnar í dollara- tali. Þetta er alt gert eftir framtali bændanna sjálfra. Yér höfum nú kynt oss frumritin að þessum skýrsl- um og borið þær saman við fáein bréf frá íslcnding- um í þessum nýlendum, sem vér höfum getað náð h', og höfum vér ekki orðið annars varir, enn að skýrsl- unum og bréfunum beri hér um bil saman, að svo miklu leyti sem bréíin skýra frá efnahag manna þar. Eftir þessum skýrslum virðist svo sem efnahagr ís- lendinga í þessum nýlendum sé furðanlega góðr eftir ástæðum, þar sein allr fjöldinn hefir byrjað búskap- inn með litlum efnum. í Argyie-nýlendunni eru langflestir efnaðir menn og efnahagrinn þar jafnastr, enn þangað geta ekki fleiri flutt, því að lönd eru þar öll uumin. í Argyle-ný- lendunni vóru í ágúst 1890 113 búendr. Efnaðastr þeirra er Sigurðr Kristófersson úr Þingeyjarsýslu, er metr eignir sínar yfir 10,000 dollara virði. Hann kom þangað 1881 og byrjaði með 250 doll., enn mun hafa grætt mest á kaupskap. Ymsir eru þar Heiri vel fjáðir menn, svo sem Þorsteinn Jónsson af Melrakka- sléttu (7,745), Björn Andrésson úr Skagafirði (7,145), Jónas Jónsson úr Skagafirði (6,725), Skafti Arason úr Þingeyjarsýslu (6,550), Árni Sveinsson úr Fá- skrúðsfirði (5,595), Jóhann Jónsson frá Eyrarlandi (Eyjafirði) (5,540), Björn Sigvaldason úr Axarfirði (5,240) o. s. frv. Að öllum jafnaði virðist svo sem Þingeyingar komist best áfram í Ameríku, enn ekki verðr með vissu sagt um það; hitt er víst, að úr engri sýslu landsins hafa jafnmargir að tiltölu farið til Ameríku sem Þingeyjarsýslu. — Þessi nýlenda er nú 10 ára gömul, enda mun hún fremst af öllum ís- lendinga bygðum í Ameríku. Þingvalla-nýlendan gengr næst Argyle-nýlendunni að efnahag. Efnuðustu bændr þar eru Ólafr Ólafs- son frá Yatnsenda í Gfullbringusýslu (2,160), Krist- ján Helgason (2,653) og Jón Magnússon (2,595). Þessi nýlenda er að eins 4 ára gömul. Álftavatns-nýlendan er aftr fátækari. Þar vóru í júní 1890 að eins 32 búendr, enn þeir munu hafa fjölgað nokkuð síðar á árinu. Efnaðastir þeirra vóru þeir Árni M. Frímann (1,630) og Jón Sigfússon (1,940). Þessi nýlenda er að eins fjögra ára gömul. Höfuð-ókostr hennar er það, að hún er of vot- lend. Frá Nýja íslandi höfum vér að eins séð skýrslur úr nokkrum hlut nýlendunnar. Efnahagr íslendinga þar mun ekki vera jafngóðr sem í Árgyle-nýlendunni og Þingvalla-nýlendunni, enn flestir munu þó kom- ast þar af. Þar mun samt minst um framfarir, og veldr líklega mest samgönguleysið, því að þangað liggr engin járnbraut. Aftr hafa Ný-íslendingar góð hlunnindi af fiskveiðum í vatninu. Frá Alberta nýlendunni, Qu’Appelldalnum og bygð íslendinga í British Columbia (vestr við Kyrrahaf) höfum vér ekki séð fullkomnar skýrslur. Það væri fróðlegt, að fá aðrar eins skýrslur frá bygðum íslendinga í Bandaríkjunum, sem einkanlega eru i Dakota og Minnesota. Hér um bil þriðjungr þeirra íslendinga, er vestr hafa farið, býr í Winnipeg. Um hagi þess fólks er ekki hægt að fá glöggvar skýrslur, enn eftir því sem blöðin segja, bæði íslensk og ameríksk, standa ís- lendingar ekki á baki öðrum aðkomendum þar í bænum. /'

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.