Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 27.01.1891, Blaðsíða 3
27. jan. 1891. FJALLKONAN. 15 Eftir því sem ráða má af þessum skýrslum, sem ekki er ástæða til að rengja, er efnahagr íslendinga í Manitoba talsvert betri enn margir munu liafa bú- ist við, og er það gleðiefni fyrir landsmenn þeirra heima. Tíðarfar er að frétta með póstum hið æskilegasta á öllu landinu, frostalítið og snjólítið. Afiahrögð. Á Austfjörðum heíir verið nokkur síldarafli í vetr, einkum í Keyðarfirði. Á norðrlandi aflalítið, nema góðr afli á Tjörnesi; lítilsháttar síld- arafli á Eyjafirði. Óvanalegt aflaleysi við ísafjarðar- djúp, enn vel fiskvart þar úti fyrir (í Aðalvík), er síðast fréttist. Skipstrand. 19. jau. strandaði suðr í Garði kaupfar („kútter") frá verslun Grams stórkaupmanns; kom frá Þingeyri og ætlaði til Khafnar. Skipverjar komust af. Skipið heitir „Peters", og var fermt kjöti, salt- fiski og ull o. fl. —• Uppboðið er í dag. Úti varð maðr á Svínadal í Dalasýslu í f. m., Sveinn að nafni, frá Hvítadal. Hrukknanir. 26. nóv. fórst bátr á ísafjarðardjúpi með 3 mönnum, formaðr Jón bóndi Haldórsson á Hallstöðum. 4. des. fórst bátr í Jökulfjörðum; formaðrinn Hjálm- ar Jónsson frá Höfða skolaðist á land með bátnum, enn þrír menn druknuðu: Vagn Elíasarson frá Leiru, Jónatan Jónsson frá Furufirði og Kristján Jónsson frá Leiru. Sjálfsniorð. 13. des. drekti sér gömul kona, Krist- ín Sigurðardóttir í Hvammi í Dýrafirði, í lítilli á þar nálægt. Jarðskjálftar urðu 22. nóv. fyrir norðan og kvað mest að þeim á Tjörnesi; segir „Norðrljósið11 að steinhús haíi raskast á Héðinshöfða. Prentsmiðja á Austfjörðum. Austfirðingar hafa nú tekið rögg á sig að reisa aftr við prentsmiðju sína; hafa að sögn stofnað nýtt hlutafélag í því skyni, og ætla að gefa út blað í prentsmiðjunni með vorinu. Heyrst hefir að kand. phil. Skafti Jósepsson, fyrrum ritstj. Norðlings, muni verða ritstj. þessa nýja aust- firska blaðs. Blaðið „Lýðr“ hafði auglýst, að það mundi hætta með þessum árgangi. Enn nú birtir blaðið aftr að það haldi áfram og komi út tvisvar í mánuði, enn helming andvirðisins skulu kaupendr greiða fyrir- fram. „Norðrijósið“ var mánaðarblað árið sem leið. Nú á það aftr að koma út tvisvar í mánuði. Málsókn út úr grein í „ísafold“. Sýslumaðr Skúli Thoroddsen hefir birt í „Þjóðviljanum41, að hann muni lögsækja Halldór skólakennara Briem fyrir grein í 96. blaði ísafoldar f. á. Rangárvallasýslu, í jan. „Tíðarfar úrkomusamt enn alloftast auð jörð, það sem af er vetrinura. Er því fénaðr farinn að leggja af, einkum hross, og eru margir farnir að hýsa þau, enn rosknu fé er óvíða farið að gefa. — Veikindi ganga hér stöðugt, eink- um lungnabólga og kvef og kíghósti í börnum, og hefir tölu- vert dáið af gömlu fólki og börnum. Úr lungnabólgu er nýdá- inn Árni bóndi Jónsson á Bjalla á Landi, gætinn bóndioggóðr. — í haust týndist kvenmaðrfrá Snjallsteináhöfða á Landi, Þór- unn Guðmundsdóttir, og er talið víst, að hún muni hafa fargað sér i Kangá. — Bráðapest i fénaði hefir verið með versta móti í vetr og mjög almenn; hefir drepið á mörgum bæjum þetta frá 30 til 100 fjár. — Fjárheimtur urðu í haust i lakasta lagi vegna dimmviðra ; þar á ofan bættist, að ekki er trútt um, að sumir fjallkóngar hafi meiri hug á kútnum enn smöluninni, því að sá ósiðr er almennr, að fjallmenn hafa talsverð vínföng með sér. Béttadagrinn er hér einhver mesti gleðidagr á árinu og streyma allir til réttanna, sem vetlingi geta valdið. — Allmiklar hreyfingar eru hér að koma upp pöntunarfélagi11. Rosmhvalanesi, 9. jan. „Þrátt fyrir hina óstöðugu og um- hleypingasömu tið frá vetrarbyrjun til ársloka hafa hausthlutir þó orðið talsverðir við sunnanverðan Faxaflóa. í Garði varð hæsti hlutr 1000; meðalklutir þar 500—600. — í Keflavík og Njarðvíkum urðu hlutir nokkuð lægri, enn aftr miklu jafnari. í Höfnum og á Miðnesi vóru engir hlutir, enda gaf þar því nær aldrei á sjó. — Með nýári hefir mjög skift um veðr; má svo kalla, að síðan hafi hver dagr öðrum betri verið; enda hefir og aflast töluvert í öllum veiðistöðum hér syðra siðan. — Allir, sem sjó stunda hér við fióann, að undanteknum Garðmönnum, hafa brúkað handfæri síðan á nýári; hafa þeir aflað alt að einu á þau og hinir á lóðirnar; er það velfarið, þvi hætt er við, að nábú- um Garðmanna hefði orðið ofraun að sjá þá afla vel á lóðina, ef þeir hefði ekkert á færi fengið; er þá hætt við að margir hefðu orðið til að brjóta hin nýju lög, sem ekki eru mjög vinsæl hér vegna einkaleyfis Garðbúa. — Litlar vóru skemtanir hér um hátíðirnar; þó má það telja, að leiknir vóru í Kefiavík sjónleikir 5 kvöld kringum nýárið. Yar fengið til þess sýslumannsleyfi, og skyldi leyfi það borgað með 4 kr. til sveitar fyrir hvert kveld er leikið var; enn leikendr höfðu ákveðið að ágóðinn af sjón- leikum þessum skyldi verða til eflingar Good-Templar-stúku Kefl- vikinga; enda vóru það og Good-Templarar eingöngu sem léku. — Leikin vóru 3 stykki: „Narfi“ eftir Sigurð sýslumann Pétrs- Prestrinn og ræninginn. Hann tók nú konuna á hest sinn og stefndi að húsinu við vaðið. Hann reið i hægðum sínum og konan hélt sér um háls- inn á honum. Þegar hann kom heim undir húsið, sem stóð á grænum bletti við fljótið, sá hann að margir menn riðu i hóp ofan að vaðinu hinum megin. Fljótið var þar ekki dýpra enn i kvið. Hann lagði konuna við húsdyrnar og tóku börnin þar á móti henni grátandi og æpandi. Áðr enn hann gat komist á bak aftr vóru hinir ríðandi menn komnir yfir um. „Það er James Watson“, tautaði ræninginn fyrir munni sér. „Bölvaðr morðinginn“, sagði Watson og skaut kúlu úr marg- hleypu sinni, sem braut hægra handlegginn á ræningjanum. Hann stóð grafkyr sem áðr. Síðan skutu þeir félagar úr öllum byssunum i senn á ræningj- ann. Hann hné niðr og flaut í blóði sínu, allr sundrflakandi af sárum. „Flytjið lík mitt til Pensonville og skilið til prestsins-----“ sagði ræninginn; meira gat hann ekki sagt. Hann var steindauðr. „Ekki vantar ósvífnina og heimtufrekjuna, þótt hann sé kom- inn i dauðann", segir Watson; „ég held það sé best að fleygja hræinu í fljótið“. Enn þá kom konan og sagði frá því, hvernig ræninginn hefði bjargað henni. Kvaðst hún vita fyrir víst, að hann vissi gjörla í hverja hættu hann steypti sér; það sæi hún á eftir. Snemma morguns daginn eftir var líkið flutt í vagni til Pen- sonville. Prestr stóð úti fyrir dyrum, og rétti vagnstjóri honum seðil, kvaðst vera sendr frá James Watson. Prestr las á seðil- inn og skoðaði siðan lík ræningjans í vagninum. „Kærir bræðr“, sagði hann með mikilli alvöru. „Þessi maðr leitaði guðs að síðustu, og hann svaraði honum undir eins. Þá náð veitir hann að eins mönnum, sem mikið er í varið. Tom Jarvis leitaði hingað. Þér eruð vist á sama máli og ég, að það er skylda þessa safnaðar, að sjá um útför hans“. ______________ [Eftir Rudolf Schmidt].

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.