Fjallkonan - 28.04.1891, Side 2
66
FJALLKONAN.
VIII, 17.
laga, að tilhlýðilegra væri að minnisvarðar dáinna merkismanna
stæðu sem flestum til sýnis í Reykjavík, enn ekki í kirkjugorð-
um hingað og Jiangað út um landið. Einn sá, sem safnaði gjöfun-
um tðkþað og fram, að hans gjafasafn væri bundið því skilyrði,
að varðinn yrði reistr í Reykjavik. Gjafirnar frá honum og
öðrum sem settu sama skilyrði, eru 24—30 krónur. Öll eldri
samskotin, og mestr hluti hinna seinni, hafa verið geiin með
þeirri hugsun, að steinninn kæmi á leiðið eins og við ráðgerðum
í bréfinu og eins og tíðkast hefir að undanförnu, þvi að hin
tillagan var þá ókunn. Eftir að hún var kunn, gáfu nokkrir að
eins með því skilyrði að steinninn væri látinn á loiðið sjálft, og
álitum við okkr ekki hafa heimild tii að breyta því. Undirskrif-
aðr Kr. Jónasarson samdi því næstliðið haust við steinhöggvara
J. Schau í Reykjavik um að höggva stein á leiði Kr. Jónssonar
og hafa hann til snemma næsta sumar. Sjálfr legsteinninn, 4
steinar aðrir og járnstengr á milli þeirra, er mynda skulu um-
gjörð um leiðið, var samið um að alt skyldi kosta kr. 170.
Ekki er hægt að segja, hve mikill allr anuar kostnaðr kann að
verða, enn við teljum sjálfsagt að afgangr verði, og hvort sem
hann verðr mikill eða lítill, höfum við helst i hyggju að leggja
hann í Söfnunarsjóðinn í Reykjavik og láta hann geymast þar
þangað til að féð með vöxtum, vaxta vöxtum og ef til vill öðr-
um tekjum, t. d. áframhaldandi samskotum, verðr orðið svo
mikið, að reisa megi fyrir það minnisvarða þann, er sæma þyki
höfuðstað landsins, að áliti þeirrar kynslóðar, sem þá ræðr lög-
um og lofum í Reykjavikrbæ.
Með þessari aðferð hyggjumst við að geta fullnægt hvoru-
tveggja kröfunni. svo að báðir flokkar gefendanna rnegi vel við
una. Þegar verkinu er lokið, og séð fyrir enda á kostnaðinum,
vonum við að geta gefið greinilega skýrslu um samskotiu og
og hvernig þeim heflr verið varið, enn verðum að biðja hina i
heiðruðu gefendr að hafa þolinmæði þangað til.
í greininni í „Lögbergi“, sem fyr var nefnd, er þess óskað
að við látum sjást í blöðunum, hvað samskotunum líðr; þetta
hefir verið gert þannig, að undirskrifaðr Jakob Gíslason hefir
auglýst það við og við ýmist í „Norðrljósinu" eða „Lýð“, auk
þess sem hann hefir til bráðabirgða sent flestum safnendunum
viðrkenningu fyrir upphæðinni. Til þess nú að löndum okkar
vestan hafs sjáist síðr yfir skýrslu þessa, sendum við sitt samrit
af henni til prentunar í hvoru blaðinu: „Lögbergi“ í Ameríku
og „Fjallkonunni“ á íslandi.
Kaupmannahöfn, 19. mai'S 1891.
Jdkob Gíslason. Kr. Jónasarson.
Nýjungar frá ýmsum löndum.
í New Orleans er mjög róstusamt um þessar mundir,
eins og stundum brennr þar við. Þar eru allmargir Ital-
ir, og talað að margir séu í félagi, sem heitir „Mafia“
og er illræmt fyrir morð og óknytti. Ymsir menn
hxfa þar verið myrtir að undanförnu, og hafa þess-
ir Mafia-menn verið grunaðir, enn með mútum og
ógnunum sloppið jafnan. I sumar vóru einu sinni
6 menn skotnir þar á torgi einu, og lögreglustjór-
inn Hennessy lét taka ýmsa fasta, sem hann grun-
aði. Hann fékk hvað eftir annað ógnunarbréf, og
var honum sagt að hætta rannsókninni, því aðannars
mundi illa fara. Enn hann hélt áfram rannsókn-
um, enn í september var hann myrtr. Kviðdómr-
inn dæmdi mennina sýkna, þrátt fyrir allar líkur.
Þetta var meira enn menn gátu þolað. Þeir þótt-
ust vita, að kviðdómendunum hefði verið mútað.
Málfærslumaðr nokkur, Parkeson að nafni, skoraði
á menn að taka sér sjálfir leyfi til að hegna óaldar-
seggjunum ítölsku. Þeir brutust inn í fangelsið og
drápu þar 9 menn, og hengdu líkin á ljóskera-
staurana á götunum, og hefir múgrinn í hótunum
að drepa alla ítali, sem þeir nái í. Enn Parker-
son hefir fengið bréf, þar sem Mafia-félagið segir
honum, að hann verði umtalslaust drepinn, og kona
hans og- börn sömuleiðis. Því hann hafi látið drepa
bræðr þeirra, og guð almáttugr geti ekki einu sinni
bjargað honum. Nú er sagt, að rannsókn eigi að
halda yfir kviðdómendunum, enn sendiherra ítala í
Washington hefir kært þessa meðferð á löndum sín-
um, og Harrison hefir lofað að láta rannsaka málið.
Járnöld. Járnöld má með sönnu nefna öld þá,
er vér lifum á, svo stórkostlega haflr notkun járn-
sins aukist og eykst enn. Járnframleiðsla jarðarinn-
ar allrar hefir á árunum 1868—1883 vaxið frá 11
miijóuum tons til 22 milj. tons; og í Evrópu sérstak-
lega á þessu tímabili frá 9 til 16 milj. Stóra Bret-
laud, Norðr-Ameríka og Þýskaland eru framstu
járniðnaðarlönd, og eru höfuðból þess iðnaðar Birm-
ingham, Sheftield og Glasgow á Stórbretlandi, St.
Etienne og Le Creuzot á Frakklandi, Seraiug og
Liege í Belgíu, Essen, Bochum og Dortmund í Þýskalandi
og Pittsburg í Bandaríkjunum. Hve mikið peningaverð
sé í járninu, getum vér meðal annars séð, þegar vér
gætum þess, hvert ógrynni af járnvöru má smíða úr
einni vætt hrástáls og fyrir hvaða verð varnaðr
þessi er seldr; bestu pennahnífabiöð eru t. a. m. 100
sinnum dýrari enn efnið í þeim. Af því járnið er
orðið svo alment og hversdagslegt, þá rennr oss svo
sjaldan i hug, hversu það er orðið oss ómissandi.
Með hverjum tugi ára dregr járnið undir sig nýtt
verksvið; menn styðja húsin með járnbitum og járn-
nkröppum“ og klæða þök þeirra með plötujárni, meira
að segja byggja heil hús úr járni. í skipasmiði bol-
ar járnið timbriuu út, enda möstrin setja menn sam-
an úr stálpípum og reiðann úr járnvír. Járnþynna
og járnvír er haft til fjöldamargs, sem tré var haft
til fyrir 30 árum. Vatnsfötur úr tré eru nálega
orðnar forugripir; í járuílátum flytja menn stein*
olíu og leíða hana i járnpípum svo hundruðum mílna
skiptir til útskipunarhafnanna og spara með því
flutningskostnað. Trérimlagarðarnir verða að þoka
fýrir járnvírsgirðingunum, sem bæði eru varanlegri
og snotrari. í járuþynnu ílátum varðveita menn og
flytja niðrsoðna fæðu. Ekki vóru til peningahirslur
óbilugar fyr enn menn fengu stálskápana með brahma-
lásunum, sem þjófarnir geta ekkert átt við. Stál-
kompásinn er öruggr leiðtogi sjófarenda á hafinu og
málmgraftar mannanna í námunum. Og bæði i tele-
gröfum, telefónum og öllum vélum á járnið hið
þýðingarmesta hlutverk. Undir öllum flutningum og
samgöngum er járnið aðalfótrinn. Árið 1886 var
reiknað að járnveganet alls heimsias væri um 488,000
kílometra, og kom fullr helmingr þess í hlut Ameríku.
Hlaupteinar járnbrautanna voru áð^ úr járni; nú eru
menn farnir að hafa þá úr stáli, sem meiri veigr og
hald er í, þótt dýrara sé. í hvern kílometer járn-
brautar er talið að fari 106,000 kílogrömm stáls.
Að menn hafa þvílík kynstr af stáli, sem til þessa
þarf og annars, það er að þakka fullkomnari aðferð
til að vinna stál úr hrájárni, er Bessemer í Sheöield
fann 1856. Að endingu skal nefna þýðingu járusins
í brúagerð. Þá fyrst er járnið komst þar að, var
tálma þeim úr vegi rýmt, sem áðr var á skjótum
flutningi yfir breiðar elfir, sund og firði. Meðal
slíkra brúa eru t. a. m. Forth-brúin, Britannía brúin
(420 metra löng) yfir sundið milli Wales og Anglesey
og tröllvirkis brúin yfir East River við New York.