Fjallkonan - 28.04.1891, Qupperneq 3
28. apríl 1891.
FJALLKONAN.
67
Kaffiafli og kaffieyðsla. Kaffiafurð alls heims telja
hagfræðingar sé um 812,700 tons. Brasilía fram-
leiðir meir enn helming alls kaffis, sem er 490,000 t.
Þarnæst Miðameríka og Mexíkó 80,000 t., Java og
Sumatra 60,000, Hayti og Sau Domingo 43,000,
Arabía, Abyssinía og Madagaskar 35,000, Kúba og
Portoríko 35,000, Indíur og Ceylon 30,000, vestrströnd
Afríku 195,000. Af álfunum er Evrópa mestr kaffi-
svelgr, kemst ekki af með minna en 430,000 t.;
Bandaríkin og Kanada eyða 265,000 samtals, Suðr-
ameríka 415,000, Asia 40,000, Mexíkó og Miðame-
ríka 35,500, Afríka 25,000.
Ný Ijósmyndagerð. Frakkneskr maðr, Lippmann
að nafni, skýrði fyrir skömmu frá því i akademíinu
franska, að hann hefði fundið aðíerð til að taka ljós-
myndir með varanlegum litum, og er talið óefað að
fuudning þessi marki stórstig á framfaraleið Ijósmynda- I
listarinnar.
Trúarbrögð á Englandi. Á Eriglandi voru eftir síð-
asta fólkstali 25,975,000 íbúar; þar af vóru að eins
6,250,000 ríkiskirkjumenn, eða tæpr fjórði hluti.
Meiri hluti þjóðarinnar er fyrir utan hinar kristnu
kirkjur. „Þrátt fyrir kappsmuni ríkiskirkjunnar og
þrátt fyrir hríðvöxt hjálpræðishersins sækir meiri
hluti þjóðarinnar engar guðsþjónustugjörðir eða helga
staði, og mundi sá fóiksgrúi falla í fangið á hverju
því regluskipaða kristnifélagi, sem hefði næga lieil-
brigða skynsemi til þess að sníða tilhögun sína
alla eftir þörfum og háttum þessarar „demokratisku“
(lýðfrjálsu) aldar“.
Leiörétting.
—
í 16. tölubl. „Fjallkonunnar“ 21. apríl þ. á. er
meðal annars grein með yfirskrift „Ný bók“.
í áminstri grein er svo fráskýrt: Við „Ó þá náð
að eiga Jesúm“ hefir J. H. tekið miðpartinn úr
„dúet“ brennivínsberserkja (Gluntarne11), sem þeir
syngja, étandi og drekkandi og horfandi á fallega j
sokka á stúlku, er hjá gengr“.
Þetta er ekki rétt, og vil ég leyfa mér að leið-
rétta það.
Lagið hefi ég tekið úr „Melodier til Pilegrimsharpeu,
sem er safn af andlegum söngum og kvæðum, og ætlað
til að brúka við guðsþjónustugjörð, enn ekki úr
„Gluntarne“, eins og höf. segir. Lagið er ef’tir hið
heimsfræga tónaskáld Gunnar Wennerherg, og er
árið 1881, af þáverandi organista við Frelsarans kirkju
í Kristjaníu, Ludvig Mathias Lindeman, tekið inn í
áðr uefnt söngvasafn, og þar sett við þau orð, er hér
fylgja:
Hvilken ven vi har i Jesus,
Han vor synd paa korset bar,
0, hvor godt det er at bære
Frem for ham al sorg, vi har,
Hvilken fred vi ofte savne,
Hvilken kvile i guds sön,
Blot fordi vi ei omringe
Naadens stol i tro og bön.
Þess má einnig geta, að Lindeman var guðfrœð-
ingr. Sem tónskáld er hann- aiþektr og af öllum
viðrkendr.
Þá er eftir að leiðrétta skakka þýðingu á orðinu
„Gluntarne“. Sænska orðið Glunt (í fleirtölu: Glunt-
arne) þýðir ekki: „brennivíns berserkr“ heldr: stálpaðr
drengr, unglingspiltr.
Hefi eg svo leiðrétt það í nefndri grein, er mér
þykir nokkuru varða.
Keykjavík, 25. apríl 1891.
Jóuas Helgason.
Sýslumaðr settr. í Vestmaunaeyjum er kand.
polit. Sigurðr Briem settr sýslumaðr frá 1. maí, enn
ekki Þorsteinn Jónsson héraðslæknir, sem stundum
hefir gegnt þar sýslumaunsstörfum og stundum prests-
verkum.
Sklpstrand. 10. april strandaði frakknesk fiski-
skúta 1 Meðallandi. Einn af skipverjum synti með
streng í land og á honum bjargaði hann hinum skip-
verjuuum, 17 alls.
Aflalítið er nú hvervetna við Faxaflóa, eða að
eins öriítill reytingr.
Tíðarfar. Síðan fyrir siðustu helgi hefir verið
norðanátt og frost talsvert á nóttum.
Druknan. Fyrir rúmri viku druknaði í Hvaleyr-
artjörn Hafliði Þorsteinsson í Hafuarfirði, kvæntr
maðr; hann hafði um tíma verið geðveikr og var
haldið, að hann hefðí vaðið út í tjörnina til að drekkja
sér.
Sjönleikir í Evík. Isaf. og Þjóðólfr hafa haft meðferðis
langar og lofsamlegar frásagnir um sjónleika sem haldnir hafa
verið í vetr á ýmsum útkjálkum landsins, enn á sjónleikana hér
í bænum hafa þessi hlöð ekki minst. Alls var hér leikið 15
| kvöld, og vóru leikirnir þrír: „Nýársnóttin11, „Dalbæjarprestssetrið"
2]
Sunnuclagr í ameríksku /jorpi.
Sunnudagahald er hér allstrangt af gömlum vana. Dað er
erfivenja frá tið hinna „púrítönsku“ (hreintrúuðu) forfeðra. Eldra
fólkið kann frá því að segja, að í ungdæmi þess varð það að
sitja i kirkjunni nálega allan daginn. Þá var tveggja stunda
guðsþjónnsta fyrir hádegi, svo stundarhlé til morgunverðar, sem
menn höfðu með sér og snæddu á kirkjuhólinum eða inni i kirkj-
unni; þá var sunnudagaskóli fyrir börn og fullorðna alt að 2
stundum; síðan eftir litla hvíld var kveldmessan, ertók2stund-
ir. Enn þetta var í fyrri daga, sem menn kalla þó ekki hér
hina „góðu gömlu daga“. Samt þykir hér enn þá rangt og ó-
svinna að leika á hljóðfæri eða syngja nokkuð annað enn sálma-
lög á sunnudegi. Enn bótin er, að Ameríkumenn eiga fjölda
ágætra sálma, hæði að efni og sönglögum.
Engin verk eru unnin á sunnudögum, nema hin óhjákvæmi-
legustu. Þegar kirkjuklukkunum er hringt í fyrsta sinni, um
dagmálabil, fara menu að tygja sig til kirkjuferðar. Brátt sjá-
um vér að alls konar akfæri renna að þorpinu úr öllum áttum,
koma þar hændr með konur sínar á fjórhjóluðum kerrum (hug-
giers); bændastúlkur, sem geta strokkað fyrirtakssmjör, f'ægt
stofugólf og gert grein fyrir torskildum stöðum í Shakespere,
| kent stærðfræði og sönglist ef í hart fer, þær hoppa liðlega niðr
af kerrunum og leysa sjálfar hestana frá.
Þrjár kirkjur eru í þorpinu, tvær ,,orþódoxar“ (forntrúlegar)
og ein frjálstrúarleg. Yið skulum nú i dag fara í frjálstrúar-
legu kirkjuna, ekki fyrir það að vel gæti verið tilvinnandi að
fara i hinar; að minsta kosti kemr það fyrir, að Moody prédik-
ari, heimsfrægr ræðumaðr, stígr i stólinn í annari þeirra. Hann
býr ekki langt héðan og hefir þar skóla sína.
Kirkjan er gömul og safnaðarfélagið er gamalt, enn hvoru-
tveggja hefir verið vel viðhaldið. Kirkjan er hvítmáluð eins og
alt annað. Safnaðarfélagið stofnuðu nýlendumenn á öldinni sem
leið og var það þá stranglega „púritanskt“ (hreintrúarlegt), enn
siðan hefir það smámsaman samið sig að aldarhættinum og hug-
myndum nýrri timanna. Kringum 1830, þegar ræður Channings
klufu þessi kirkjufélög, aðhyltist þetta safnaðarfélag stefnu ný-