Fjallkonan


Fjallkonan - 19.05.1891, Síða 2

Fjallkonan - 19.05.1891, Síða 2
78 FJALLKON AN. vm, 20. Forstöðu prestaskólans hafði hann á hendi í 19 ár, enn biskup var hann í 23. Hefði hann lifað til 3. júní næstk., hefði hann getað haldið 25 ára minn- ingardag biskupsembættis síns. Honum hlotnaðist margskonar frami, sem nærri má geta um slíkan mann. Hann var riddari af dbr. 1852 og síðan dbrm. og kommandör af 1. st. og loks stórkross dbr.orðunnar, sem enginn íslendingr heflr hlotið. Hann var og kommandör af Ólafsorðunni. Hið mikla breska og erlenda bibliufélag gerði hann að heiðrsforseta sínum æfilangt (honorary governor for life), enn sá vegr hefir engum öðrum hlotnast í danska ríkinu. Pétr biskup var mikilmenni að hæfileikum, gáfu- maðr og lærdómsmaðr mikill og jafnframt þrekmaðr og stiltr og hið mesta ljúfmenni. Hinum vandasömu og jháu embættum, sem hann hafði á hendi lengst ævi sinnar, gegndi hann með miklum áhuga og samviskusemi. Munu lærisveinar hans af prestaskólanum jafnan minnast hans með virðingu og söknuði. Sem biskup vann hann að mörgum og mikiisverðum umbótum, er snerta kirkju og kennilýð; vandaði jafnan hógværlega um óreglu og ósiðsemi alla, er hann varð var við, og varð honum með því móti meira ágengt enn þeim verðr, sem beita hörku og blindum ákafa, enda tók líferni presta mikium bótum í hans biskupstíð. Sjálfr var hann hinn mesti reglumaðr og hófsmaðr. Með hinni miklu starfsemi sinni hefir Pétr bískup unnið meira í þarfir kirkjunnar hér á landi enn nokk- ur annar biskup, að undanteknum Guðbrandi biskupi. Húsiestrabækr hans hafa myndað nýtt tímabil í kenn- ingarhættinum og áunnið sér svo mikla hylli almenn- ings, að flestar aðrar húslestrabækr hafa verið lagð- ar niðr. Með hinni nýju sálmabókarendrbót hefir Pétr bisk. kveykt nýtt líf í hinni íslensku kirkju, og munu þessi hans verk lengi halda á lofti minningu hans. í stjórnmálum var hann í mörgum greinum frjáls- lyndr og kom hvarvetna liprlega fram. Hann hefir átt mikinn þátt í því að kjör presta og prestaekkna hér á landi hafa talsvert batnað á síðari árum. Hann var auðmaðr mikill, eflaust með auðugustu mönnum hér á landi, lifði sparlega, enn var höfðingi í lund, hjálpfús og ör af fé. Hann gaf iðulega fá- tækum og vildi helst að enginn vissi um það. Fyrirspurnir. 1. Er það samkvæmt lögum og venju, að maður sá, sem þegar er byrjuð sakamálsransókn gegn fvrir ýmis konar óhæfu í embættis verkum haldi eptir sem áðr áfram starfa sinum? Svar: Það er undir áliti dómarans; meðan mál- ið er ekki ransakað til hlítar, er það venjulega ekki gert að afsetja manninn, nema miklar og augljósar sakir séu. 2. Hreppsnefnd hefur tekið peningalán til þess að koma fá- tækri fjölskyldu til Ameríku, sem ekki hafði þegið sveitarstyrk og leggr svo á alla hreppsbáa búsetta og búlausa gjald til þess að borga þetta peningalán. Hefir hún (hreppsnefndin) heimild til þess að leggja þetta gjald á vinnumenn og húsmenn að þeim fornspurðum? Svar: Hvorki á þá né aðra, þvi að hreppsnefndin hefir enga heimild til að hlutast til um slikt. Það verðr að gera með frjálsum samskotum. Napoleon prins. Prins Jeronte Napöleon var sonr Jerome Napoleons konungs í Vestfali, bróður Napoleons 1. Hann er fæddr 9. sept. 1822 í Tríest. Hann ólst upp í út- legð, og var þá á Svisslandi og Þýskalandi, enn fékk ekki leyfi til að koma til Frakklands fyr enn 1847, ári áðr enn Loðvík Filip var rekinn frá ríki. í febrúarbyltingunui 1848 fylti hann flokk lýðveldis- manna. Þegar frændi hans Loðvík Napoleon tók að hefjast til valda, átti hann sæti á löggjafar þingi Frakka og var þá allandvígr frænda sínum, er þá var forseti Frakklands. Eftir að stjórnlagarofið var um garð gengið, gerði hann sér það reyndar að góðu eins og annan orðinn hlut, sem ekki tjáði um að sakast, enda var það jafnað við hann með því að hann var nefndr til að vera keisaraerfingi, herdeildarforingi o. fl. Prins Napoleon var í Krímstríðinu, og var þar sakaðr um ragmensku, og fékk því auknafnið Plon- Plon; sú ásökun mun þó ekki hafa verið á rökum bygð, enn hitt er víst, að hermenska lét honum ekki og hann hafði óbeit á henni. Haun var maðr ágæt- lega gefinn og prýðisvel mentaðr og var höll hans í Paris stefnustaðr fyrir marga frjálslynda vísinda- menn, t. d. Renau, Saint Beuve o. fl. — 1859 kvænt- ist Napoleon Klótildi elstu dóttur Victors Emanúels og treystist við það sambandið milli Napoleons keis- ara og Cauvours. Þrem mánuðum síðar hófst fransk- austrríkski ófriðrinn, sem varð upphaf að eining Italíu. Napóleon prins studdi þann málstað af fremsta megni og var mikill Ítalíu vinr, enn hatrsmaðr klerka og páfadóms; hann var og frjálshyggjandi i trúarefnum.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.