Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 02.06.1891, Blaðsíða 2
86 FJALLKOhi AN. VIII, 22. þegar menn trúðu ekki á náttúrulögmál heldr uáttúru óreglu. Hann talar um innblásningu og opinberun, eins og hann vissi það ekki, að í öðrum helgibókmentum er ýmislegt til, sem ekki að eins kemst til jafns við margt hvað í biflíunni, heldr meira að segja yfirstígr það, og j að sumar af setningum Krists, enda hinar gullvægu sið- ferðis reglur hans, höfðu heiðnir spekingar orðið fyrri | til að finna og framsetja, enda nokkrum öldum áðr. j Trúarsetningar orþódoxíunnar voru stílaðar á þriðju j eða fjórðu öld, og samt heldr nútíðar klerkrinn áfram j að staglast á þessum úreltu orðtökum, svo sem væri honum ókunnugt, að síðan á dögum Ágústínusar hef- ir gersamleg umbylting orðið á skoðunum manna á ; alheiminum og þar með jaf'nframt á guði alheimsins. ! Sannklerkleg sál hefir rammasta hatr á breyting og framför. Kyrstaða er kirkjunnar „ídeal“. í stað j þess að leiða kynslóðina áfram, hefir klerkdómrinn jafnan átt þann hryggilega forprís, að dratta á eftir. Það er því engin furða, þótt meun fari að spyrja sjálfa sig, hvort þeir geti ekki verið án „blessunar klerk- dómsins“, hvort ekki mundi hollara að veraánkirkju I enn að hafa hana. Áhrif klerkalýðsins eru hvar- vetna í þverran, og þessi áhrif eru að því er kemr til hins mentaða hluta mannkynsins sama sem ekki neitt. Að vísu eru meðal klerka núá dögum nokkur- ir nafnkendir fræðimenn, enn jafnvel þeir geta þó tæplega í strangasta skilningi kallast mentaðir. Ment- un er ekki fólgin í því, að kunna hebresku og að hafa þaullesið kirkjufeðrna, heidr í því að þekkja til hlítar hinar æðstu og bestu hugsanir mannkynsins og afrek þess. Hinn lærði klerkdómr þekkir, að fáeiu- um mönnum undanteknum, harðla lítið til vísinda og heimspeki, og enn minna langar hann til að þekkja það. Hann er algerlega utanveltu við hugsana rás nýja tímaus, og fylkinga raðir hans skarðfyllast ár frá ári með mönnum sem standa á enn lægra andlegu j stigi enn hinir fyrri. Kirkjan hefir nú á dögum eng- in tillaðandi áhrif á unga hæfileika menn. í fyrri daga var það vanalegast, að framúrskaraudi lærdóms- menn og framaðir með lærdóms nafnbótum tóku prest- vígslu, enn það sem þá var reglan, það er nú orðin hrein undantekning. Það eru því allar líkur til, að ósamkomulagið milli kirkjunnar og félagslífsins muni aukast enn hvergi þverra. Einmitt eftir því sem leikfólkið verðr betr mentað, að sama skapi verðr klerkdórnrinn ómegnugr að skilja það. Og þegar klerkar kirkjunnar eru orðnir ómegnugir með öllu, þá getr sjálf kirkjan skoðast sem dauð“. „Að vísu eru nokkrir klerkar, sem ekki hafa beygt kné fyrir Baal, sem hafna tilbeiðslunni fyrir hinu um- ! liðna og eru einbeittir í því að vilja gera alt til að afstýra hinum yfirvofanda dómi. Enn þeir eru svo j fáir, og doðaskapr sá, sem þeir eiga að yfirbuga er svo skelfilegr, að ekki er annað fyrirsjáanlegt eun að þeir muni vinna fyrir gíg. Þeir eru eins og grunaðar kindr í hjörðinni. Hinir kirkjulegu samlags- j bræðr þeirra gefa þeim ilt auga, og þeir eru hataðir 1 fyrir það að þeir „spilli friði kirkjunnar“, þótt friðr j þessi sé vitanlega af líku tagi og verkjaleysis dofi sá, j er boðar nálægð dauðans. Það er ekki ráðist á þá opinberlega, því mótstöðumenn þeirra vita vel að „villutrúarmanna blóð er útsæði skynsemistrúarinnar“, I enn sú óbeinlínis mótspyrna, sem þeir reka sig á, mætti færa þeim heirn sanninn um það, að þeirra kennimannlegu bræðr liafa ekki hugmynd um það, að það er eitt af helstu Iögmálum lífsins að laga sig eftir heiminuin í kring“. Tennr. Vöxtr, meðt'erð oir lækning' tanna. Eftir Oscar Nickolin tannlækni. II. Tennrnar vóru til skamms tíma álitnar „óorganiskar" í eðii sínu (fremr heyrandi undir steinaríkið enn hin lifandi ,,ríki“), að minsta kosti má glerhúðin (Emaille) á tönnum teljast með hinum lægstu lifsmyndunum, þvi að hún getr ekki myndast aftr ef hún fellr i burt. Bæði „organiskar" og „óorganiskar11 sýrur eyða henni. Margir munu hafa veitt því eftirtekt, að tennrnar verða bláar af bláberjasúpu eða ribsberjasúpu, og hverfr þessi litr eftir nokkurn tíma, enn ekki er hægt að þvo hann eða bursta af. Tann-glerhúðin, sein er harðari og stökkvari eun nokk- urt annað lífíæralegt (organiskt) efni, er sem kápa utan á krón- unni eða þeim hluta tannarinnar, sem sýnilegr er. Glerhúðin verðr því þynnri, sem nær dregr tannholdinu, þar til hún verðr engin, og er þar skörp brún. Tannbeinið er aðalefni tanuar- innar og eru í því margar rennur, sem ganga inn í miðja tönn- ina, þarsem tanntaugin liggr. Þessar rennur sjást ekki með berum augum. Tanntaugin, sem reyndar er ekki rétt nefnd þanuig, því að það eru margir taugaþræðir og blóðker, og vafið i bandvef, gengr gegnurn alla tönnina og er I lögun eins og tönniu. Ef heilbrigð tönn er sprengd sundr má sjá alla þessa lögun innan i henui. Sé það t. d. jaxl í efra góminum, sem er með þremr rótum og krónu, má sjá á tanntauginni bæði hinn breiða hlut krónunnar og" 3 taugaþræði, sem þaðan ganga, og rætrnar sem þræðirnir ganga um niðr i rennu þá, sem geymir aðaltaug- ina, sem taugaþræðir allra tanna í efra gómi þeim megin eru sprottnir af. Á sama hátt eru allar tennr útbúnar í báðum góm- unum. Enn þessar 4 aðaltaugar (ein hvoru megin I hvorum gómi) sameinast allar þannig, að þetta taugakerfi myndar heild. Taugunum má að vissu leyti likja við net af fréttaþráðum; eins og rafmagnsstraumrinn fer sem elding flygi gegnum þráðinn sem honum heflr verið hleypt i og út i hina þræðiua, þannig getr minsta snortning tanntaugar, ef taugin er veik, valdið sár- indum, sem leiðast eftir taugunum i svipan og hverfajafnskjótt aftr. Þegar vér komum að tannsjúkdómunum, verðr uákvæmar minst á þetta efni. Álika og löguu og stærð tannanna er ólík, svo er einnig litr þeirra. Áf litnum má oftast fara nærri um gæði tannanna, ef miðað er við þá fjóra höfuðliti sem nú skal greina og einkenni þeirra: 1. Gular tenur eru veujulega sterkar og hraustar og best gervar. Glerhúðin er gagnsæ og bjartgljáandi, tannbeinið gul- leitt. Slíkar tennr halda sér venjulega fram á gamals aldr og er siðr hætt við sýkingu enu öðrum tönnum. Enn örðugra er að draga slikar tennr út, af því að þær eru fastari fyrir, enn þær brotna líka síðr; þær losna oftast á gamalmennum og detta burt. 2. Gulhvitar tennr. Þær eru einnig vel gervar, enu þó ekki jafnhaldgóðar sem hinar gulu, og er því hættara við sýkingu. Þær eru lausari fyrir og því hægra að draga þær út. Þær eru fallegastar á litinn. Glerhúðin er gagnsæ og perlugljá- andi. 3. Biáhvítar tennr. Þær eru vanalega fallega lagaðar, enn minni enn hinar framannefndu, glerhúðin er litið gagnsæ og fellr hæglega af. Þessum tönnum er hættara við að sýkjast og þegar það er byrjað, ágerist það fljótt. Rætrnar eru oftast veik- lega gervar, enn samt er slikum tönnum hætt við að brotna, því að tannefnið er veikara fyrir. 4. Mislitar eða flekkóttar tennr. Þær eru lakastar að gerð; glerhúðin er með smásprungum, og á milli sprungnanna getr lit- rinn verið ýmislegr, bláhvítr, gulr eða þar á milli. Á sutnum blettum er engiu glerhúð. Slíkar tennr hafa oft þeir, sem hafa haft kirtlaveiki eða ensku veikina, sem svo er nefnd; þessum tönnum er hætt við að veikjast þegar á unga aldri og fara mjög fljótt; þær eru stökkvastar af öllurn tönnum og þvi örðugast að draga þær út.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.