Fjallkonan


Fjallkonan - 02.06.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 02.06.1891, Blaðsíða 3
2. júní 1891. FJALLKONAN. 87 Enn um laxveiði og um sel. Eftir Þorkel Bjarvason. (Niðrl.) A. F. finst stjórnin sljó í eyðingu selsins. Það er nú sýnt hvað A. F. vill með selinn, væri ráð- ura hans í 32. tölubl. Flk. f. á. hlýtt, nfl. að óhelga hann eins og tóuua. E>ar af leiddi að hver sem vildi mætti alstaðar vaða inn í selalátr og uppidráp hve nær sem vera skyldi og drepa þar sel að vild, ekki fyrir eigendrna að selveiðinni, heldr fyrir sjálfan sig, og er vonandi að heppnar selaskyttur gætu þá fyrst um sinn haft góða atvinnu. Ég þykist nú viss um að A. F. mundi, þó hann ætti arðsama selveiði enn enga laxveiði, leggja hið sama til í þessu máli, og er það gott, að vera svo skapi farinn, að vilja sem menn svo segja leggja sinn síðasta pening fyrir almennings hag, enn ekki er víst að allir sem selveiði ættu hugs- uðu svo frjálsmannlega. Mér finst fullt eins líklegt að margir hverjir kölluðu lög, sem heimiluðu slíkt, ofbeldis lög, og fyndist stjórnin með því að samþykkja slíkt sljó í að vernda eignarrétt þegna sinna. Mér fyrir mitt leyti finnst mjög ósanngjarnt að eyðileggja selveiði nokkurs manns, sem hann hefir eignast á réttan hátt, án endrgjalds, meðan sömu eru eigeudr eða notendr veiðarinnar. í 4. gr. laxafriðunar laganna er heimilt að skjóta og styggja sel í veiðiám og ósum þeirra. Þetta ættu meun rækilega að hagnýta sér, enn að minni ætlun ætti ekki að fara lengra að sinni, að minsta kosti ekki fyrr, enn búið væri að fá skýrslur, svo áreiðan- legar sem hægt væri, um arð af selveiði landsins, sem að minni ætlun er mikil sumstaðar, t. d. við Breiða- fjörð. Atvinnuvegirnir hér eru ekki svo margir né fjölskrúðugir, að vert sé að stökkva til að eyðileggja nokkurn þeirra, áðr enn menn að minsta kosti hafa einhverja hugmynd um livað menn eyðileggja. Menn mundu sannarlega iðrast þess, að liafa eyðilagt sel- veiðiua, ef það skyldi svo reynast, að laxveiðin batn- aði ekki, sem ég tel vanséð með samri stundun og tíðkast hefir síðan laxinn komst í hátt verð. Best muu að fara gætilega í þessu máli eins og öllum at- vinnumálum. Yerði selnum útrýmt úr veiðiám og frá ósum þeirra, sem mér finnst ekki ólíklegt að tak- ast megi, sé við þvi leitað með skotum, sem hann fælist mjög, sést hversu mikil bætandi áhrif það hef- ir á laxveiðina og kynni þá með tíma á þann hátt að fást sú reynsla, sein gerði það líklegt, að tilvinn- andi væri að óhelga selinn gersamlega kringum Iand alt, enn enn sem komið er held ég slíkt sé fullkomn- asta ráðgáta; þó menn vildu algert óhelga selinn, ; mundi það, eins og nú stendr, meðan eigi er geta ! eða vilji til að eyða honum í veiðiám eða við ósa þeirra, eða flæma hann þaðan brott, að eins verða til þess að eyða selalátrunum, enn aldrei til að fækka honum. Lausn frá prestskap fékk 26. þ. m. séra Jóu Bjarnasou í Skarðsþingum. Laus prestaköll. Gaulverjabær í Flóa, met. 1398.61; nýtr prestsekkja 710 af öllum tekjum. Skarðsþing, met. kr. 1115.85; uppgjafaprestr nýtr 2/6 af föstum j tekjum brauðsins. Yeitt prestakall. Otrardalr 29. þ. m. kand. theol. Jóni Árnasyni, samkv. ósk saíuaðarins. Aðrir sóttu ekki. Tíðarfár hefir verið nú um tíma kaldlegl og þurt, og er álitið, að það stafi af liafisnum, sem er allmik- ill á hrakningi fyrir Norðrlandi, eun hefir þó ekki hindrað skipaferðir að mun. — Yegna kuldanna og ofmikils þurks Jítr ilia út með gróðr. Thordakl kaupmaðr er að sögn væntanlegr hing- að iunan skainms á gufuskipi með kol o. fl. Með skipi, sem kom í morgun eftir 9J/2 dags ferð ! frá Liverpool til Christensens verslunar (með salt og steinolíu) fréttist, að veðrátta hefði verið afarköld er- i lendis, frost og snjóar á Englandi í miðjum maí. — Influensa geysaði nú sem ákafast á Englandi og j liöfðu skipverjar þessir legið í henui. Nýprentaðar eru í ísafoldar prentsmiðju tvennar rímur eftir Símon Dalask.; liafa þær það til síns ágætis fram yfir flestar aðrar rímur Símonar, að í þeim hvorumtveggja er talsvert af klámi til smekkbætis. I Þetta lætr biskupsmágr sér sæina að preuta í prent- smiðju sinni, þessi mikli siðferðis vandlætari, sem í vetr ætlaði að ganga af göflunum út af því, hvílíka óhæfu Félagsprentsmiðjan hefði hafst að, er hún prentaði 1. nr. Reykvíkings. 2] Najtoleon prins o</ Bismarck. „Mér sjálfum stendr það á engu, ég er enginn Þjóðverji, ég er Prússi, Yindlendingr; það má ekki taka mig fyrir háskólakenn- ara í Heidelbergi; enn í þessu máli ræð ég úrslitum. Þjóðvilj- inn mundi aldrei leyfa að slept væri einu einasta þýsku þorpi. Við skulum reyna að finna eitthvað annað. Viljið þér Belgiu?“ „Það gæti verið talsmál. Enn England ... “ „England, hvað segið þér? Já, ef ég væri ameríkskr bað- mullar-yrkjandi eða indverskr smáfursti, þá kynni ég að kæra mig um, hvað Englendingar hugsa. enn ég er meginlands stór- veldi og hirði ekki hótið um England. Hvað getr England? Sett út á skip 80 þús., 100 þús., í mesta lagi 150 þús. manns. Er það nokkur ofætlun fyrir okkr að ryðja þeim niðr í Englandssund?“ „Alt þetta gæti verið gott samningsefni; enn ætli ekki væri nógu gott að setja þetta á pappírinn og semja skjalkorn, sem þá mætti leggja fyrir keisarann". Bismarek stóð upp, tók sér nýja pípu og kveykti í fienni, horfði beint framan í prinsiun og sagði: „Þér viljið fá leynilegan undirskrifaðan samning. Nei, til hvers er það? Ef sammælin eru mér í hug, þá kem ég þeim fram eins fyrir það, þótt þau séu ekki skrifuð, og að öðrum kosti" ... Hann endaði setninguna með ónefndu látbragði. „Því hafið þér ekki talað við keisarann eins berum orðum og við mig?“ — „Við keisarann yðar, kvenroluna þá. Ég býð honum þúsund hagsmuni, enn hann er hvorki hrár nésoðinn; hanntal- ar um friðarást sina, réttlætisást sína og þjóðréttinn. Þvílík fiónska! Eg gef honum knéskot undir borðinn, og hann lætr eins og hann skilji mig ekki. Ég get þó ekki sagt við hann að ég vilji hátta ofan í rúmið hjá honum“. Samtalinu var þá lokið. Nap. prins stóð upp og mælti: „Herra greifi, ég ætla að hafa samtal okkar upp fyrir keis- aranum. Viljið þjer heyra hvernig?“ „Talið þér, prins!“ „Herra góðr. Bismarck vill fá okkr með sér í stórkostlegt fautaæði. Qetum við tekið hann fastan? Vist ekki. Þaðerþá ekki annað fyrir enn að stela í félagi við hann“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.