Fjallkonan


Fjallkonan - 23.06.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.06.1891, Blaðsíða 2
ntóbak og neftóbak er hvergi ódýrara enn 1 verslun Eyþórs Felixsonar. 98 FJALLKONAN. Vin, 25. 3 £ að rétt mundi vera, að leysa ekki vistarbandið að sinni, enn gera aðganginn að lausamensku hægri með því að færa leyfisgjaldið niðr um lielming. — Eætt var um breyting á sveitarstjórnarlögunum í þá átt, að sameina störf hreppstjóra og oddvita og launa þeim sýslunarmanni úr landssjóði. — Ura mentamál var allmikið rætt og var það niðrstaða fundarins, að auka skyldi styrkinn til sveitakennara, enn jafnframt gera ráðstafanir til að hæfir menn væru teknir til þess starfa. Þingmálafuudr í Arnessýslu. Fundr þessi var haldinn í Hraungerði 15. júní. Mættu þar auk beggja alþingismanna kjördæmisins 4 úr Stokks- eyrarhreppi, 1 úr Olfushr., 1 úr Þingvallahr., 1 úr Biskupstungnahr., 2 úr Hrunamannahr., 1 úr Gnúp- verjahr., 1 úr Skeiðahr., 1 úr Villingaholtshr. og 5 úr Hraungerðishr. Til fundarstjóra var valinn Þorlákr alþingism. Guðmundsson og til skrifara sóra Valdimar Briem. Gjörðir fundarins vóru: 1. Lýst var yfir áliti þvi í stjórnarskrármálinu: að þingið haldi fast fram rétti Islands til alinnnlendr- ar löggjafar og stjórnar i þess sérstöku málum með fullu fjárforræði og ábyrgð fyrir alþingi, og það gæti þess að sleppa eigi réttindum landsins úr hönd- um sér. Hinsvegar var álitið mjög óheppilegt, að þingmenn gengu i tvær sveitir í því velferðarmáli, þar sem þó vitanlega aUir vildu eitt', meiningarmuninn mætti laga, svo að vel færi, með góðum vilja af beggja hálfu. — 2. Kosnir 2 menn til Þingvalla- fundar, sem boðað er til 29. þ. m., þeir Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni og Brynjólfr Jónsson ffá Minna-Núpi. — 3. Oskað laga, er fyrir- bygðu betr enn enn þá er, að nokkra höfn megi einoka. Álitu fundarmenn einna tiltækilegast, að fá kosnum nefndum umráð yfir höfnum og hafna- áhöldum, notkun þeirra og umbótum á þeim, und- ir umsjón yfirvalds. — 4. Vistarbandið var álitið að leysa ætti, enda þótt ekki væri hægt að sjá allar afieiðingar þar af, enn bent var á, að um leið mundi þurfa að endrskoða ákvæði laganna um það að geta unnið sór sveitfesti. — 5. Lagt til, að afnema tí- undir, lausafjárskatt og ábúðarskatt. Fátækratíund álitin þýðingarlaus og mætti hún falla burtu. — 6. Lagt til að leggja útflutningstoll á landvöru í stað- inn fyrir ábúðar og lausafjárskattinn. — 7. Lagt til, að i stað kirkjutíundar verði lagt á alment kirkjugjald, enn að landssjóðr launi prestum meðan kirkjan er rikiskirkja. — 8. Óskað laga heimildar til að launa hreppsnefndaroddvitum af hreppasjóð- um, þar sem ástæður væru til þess. — 9. Þinginu falið að halda eftirlaunamálinu áfram í sömu stefnu og á siðasta þingi. — 10. Beðið um að stofnuð yrði innlend kensla í dýralækningafræði. ... 11. Beðið um að heitið yrði verðlaunum fyrir, að finna ör- ugt ráð við bráðapestinni. — 12. Mælt alvarlega með því, að halda áfram lagaskólamálinu. — 13. Þinginu falið, að greiða sem best fyrir mentun al- þýðu, bent samt á, að betra væri að fresta enn flaustra því vandamáli, og beðið um, að auka styrk- inn til sveitakennara, nema því að eins, að annað ráð yrði fundið sem áreiðanlega væri betra og hag- kvæmara. — 14. Lagt til að selr yrði gerðr rétt- dræpr í veiðiám og vötnum, enn álitið, að laxveiða- eigendr ættu að bæfa þeim, er þar við missa sel- veiði og fá eigi laxveiði í staðinn.. — 15. Óskað að þingið gerði sitt ýtrasta til að bæta samgöngur á sjó og landi. — 16. Álitið ótækt, að setja brúar- vörð við Ölfusárbrúna og óhagfelt að tolla hana al- ment, enn fallist þó á, að taka brúartoll af mark- aðarekstrum, og mundi mega koma þvi við án sór- staks brúarvarðar. Eftirlit með brúnni skyldi falið næstu bændum mót þóknun af landssjóði. — 17. Óskað, að sem mest yrði flýtt fyrir Þjórsár- brúnni. — 18. Lagt til, að stofnaðr verði geð- veikra-spítali í Eeykjavík. — 19. Talið ráðlegt, að samþykt verði þingsályktun um undirbúning til þess, að tekin verði upp sýslu- og hreppamörk á sauðfó. — 20. Mælt með þvi, að veittr verði styrkr úr landssjóði til þess, að halda áfram sjógarðsbygg- ingu á Stokkseyri. — Að lokum lýsti fundrinn óá- nægju sinni yfir því, hve fáir höfðu orðið til að sækja hann. Alþingismaimskosning í Kangárvallasýslu fór fram 15. þ. m. Kosinn var séra Ólafr Ólafsson í Outtornishaga með 58 atkvæðum. Næst honum fókk Þórðr bóndi Guðmundsson í Hala 54 atkv. — Fyrst féllu atkvæðin svo, að Þórðr bóndi Guðmundsson fékk 56 atkv., enn sóra Ólafr 53 og Jón söðlasmiðr í Hlíðarendakoti 9, enn með þvi að enginn fókk fullan helming atkvæða, varð að kjósa upp aftr. Slys við Ölfusárbriína. 15. þ. m. vildi það slys [ til að flutningsbátr hlaðinn járni, er hafa átti í brúarsporðana, hvolfdist á Ölfusá; á bátnum var ungr Englendingr, er hafði farið út í hann þrátt fyrir aðvaranir þeirra, sem við vóru staddir. Maðrinn druknaði. Tekist hefir að ná bátnum aftr, enn j mest mun hafa tapast af því sem í honum var. Prestkosning. ‘2. júuí var haldinn fundr að Bjarna- nesi til að kjósa prest fyrir Bjarnanesprestakall. I kjöri vóru prestarnir: séra Ólaf'r Magnússon á Sand- felli og séra Þorsteinn Benidiktsson á Eafnseyri og kand. Eicliarð Toríason. í byrjun fundarins kom yfir- lýsing frá séra Ólafi um, að hann óskaði að verða ekki kosinn. Kosningin féll þannig, að allir þeir sem atkvæði greiddu, enn það voru 33 af 55, sem á kjör- | skrám stóðu, kusu séra Þorstein Benediktsson. Bókmentafélagsfundr var haldinn í gær í j Eeykj avikrdeildinni, hinn fyrri ársfundr, sem sam- kvæmt félagslögunum á reyndar að halda í febrú- ar. Á fundi þessum vóru fólaginu boðin til útgáfu I ljóðmæli út af biblíunni eftir séraValdimar Briem. Nefnd var sett til að segja álit sitt um bók þessa og vóru í hana kosnir: biskupinn (náttúrlega), prestaskólakennari Þórhallr Bjarnarson og dr. Björn j Ólsen. Druknan. 13. þ. m. druknaði á Blönduósi Árni B. Knudsen, búfræðingr; liafði farið að baða sig í sjó. Hann var syndr, enn haldið að hann hafi feng- ið sinadrátt og því ekki getað komið sundtökunum við. Hann var ungr maðr og efnilegr. Dáin 15. þ. m. frú Steinunn Melsteð í Klaustrhól- um, ekkja sóra Jóns Melsteðs, er þar var prestr (f 1872), enn dóttir Bjarna amtmanns Thorarensens, skáldsins, merkiskona, 67 ára að aldri. Eitt af börnum hennar er Bogi Melsteð, kand. mag., sem kom frá Kaupmannahöfn með síðasta póstskipi. 6. þ. m. lézt að Fiskilæk í Borgarfirði húsfrú

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.