Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 1
Keœr flt áþri&judögum. Árg. 3 ]:r. (4 kr. erlendis) U p p 1 a g 2500. öjalddagi 1 júli. FJALLKONAN. Uppsöfrn ógild nerna skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiðsla: Þingholtsstræti 18. VIII, 26. Stofnun geðveikraspítala. (Eftir sunnl. sveitabónda). Naumast má það nú lengr dragast að koma á stofn geðveikraspítala hér á landi. Eg held að það sé eitt af því nauðsynlegasta. Og það vill nú svo til, að um þessa nauðsyn hljóta menn um land alt að vera sannfærðir af eig- in reynslu. Greðveiki er ekki svo sjaldgæf hér á landi. Slík- ir sjríklingar eru eðlilega hinir þyngstu ómagar, þar sem oft verðr að hafa vörð á þeim og það af duglegustu mönnum. Er því fljótt að vinnast upp, þótt slikir sjúklingar ættu í fyrstu nokkur efni, og tekr þá vitanlega framfærsluhrepprinn við. Af því lækningatilraunir eru oftast litlar eða engar hafðar við geðveika, enda eru slikar tilraun- ir mjög ófullkomnar, og öll meðferð á þeim van- þekkingarfull, eins og eðlilegt er, þar sem engum sérstaklega æfðum höndum í þeirri grein er um að fara, ná þeir hér mjög sjaldan heilsu aftr og lifa þvi, hversu ungir sem þeir veikjast, allan sinn aldr sér og öðrum til ósegjanlegrar raunar. Gieðveikir niðrsetningar eru oft látnir fara um sveitina; þeim er jafnað niðr til veru á öll heimili í sveitinni; því bæði þykir of útlátaþungt að hafa þá á meðlagi á einum stað, og svo fæst vanalega ekki árs-verustaðr fyrir þá, því slíka aumingja vill enginn hafa á heimili. Enn með þessu móti getr hvert heimili á landinu orðið að vitfirringaspítala. I þeim þrem sveitum, sem ég hef átt heima í á síðastliðnum 20 árum, hafa verið umfarandi geðveik- ir niðrsetningar, stundum 3—4 í einu. Heimamenn eru á nálum af ótta og kviða fyrir komu þeirra, og er haldið spurnum fyrir um gang þeirra eins og það væri voða-pest. Svo þegar þeir koma á heim- ilið er friðrinn, rósemin og ánægjan vanalega flúin. Sjúklingar þessir eru oft kveljandi stríðnir, auk alls annars ama við þá. Enda mun þessi iðulega umbreyting í mörgum tilfellum hin skaðlegasta fyrir sjúkiingana. Enn hér þarf engra upplýsinga við. Elestir vita þetta af reynslunni og allir geta því nærri. Heimilis-friðrask það sem af þessu leiðir er voða- legt. Heimilið er mönnum hinn helgasti griðastaðr. My house is my castle (= hús (heimili) mitt er vigi mitt), er enskr málsháttr sannr. Enn trygg- leikinn fer út um þúfur með þessu ástandi. Til að ráða bót á þessu eru engin úrræði önnur enn að stofna spitala fyrir geðveika menn af öllu landinu. Yæri meir enn tilvinnandi fyrir hvert sveit- arfélag að horga af sjóði sínum (eða á annan hátt) árlegt gjald til að geta verið laust við slika ómaga 1891. hve nær sem þeir kynnu að falla sveitinni tii byrð- ar. Þeir sem efni hafa ættu að borga fyrir sig á spítalanum. Æskilegast held ég væri að þingið í sumar tæki nú þegar þetta mál til meðferðar; liklega yrði að ákveða gjald til geðveikraspítala, t. d. að hvert sveitarfélag borgaði af sjóði sínum í landssjóð ár- legt gjald, miðað við manntalið í sveitinni (á lausa- fjártíundum vil ég sem fæst byggja), enn landssjóðr kæmi geðveikraspítalanum á fót, og stæði svo straum af honum. Yæri gjaldið 5 aurar á mann, gerði það um 3500 kr. árlega, sem væri líklega of lítið, enn 6—7 au. (4—5 þús.) aftr nægilegt. Spí- talinn ætti að standa undir umsjón landlæknisins (eða heilbrigðisráðs). Vona ég að alþingi takist að ráða þessu máli til lykta bæði fljótt og vel. Alþingi var sett í dag, 10. löggjafarþing. í dómkirkjunni prédikaði séra Jens Pálsson, þingmaðr Dalamanna og lagði út af Matth. 5, 14—16. — Síðan setti landshöfðingi þingið, eins og venja er til. Allir þingmenn komnir til þings, nema Ólafr Pálsson, þingmaðr Vestr-Skaptfellinga, er hafði veikst á ieiðinni og lá sjúkr anstr í Ölfusi. Aldrsforseti Grímr Thomsen settist fyrst í forseta- sæti og stýrði forsetakosningu hins sameinaða alþingis, og var kosinn forseti Eiríkr Briem með 19 atkv.; vara- forseti E. Th. Jónassen. Skrifarar í sameinuðu þingi vóru kosnir Þorleifr Jónsson og Sigurðr Stefánsson. — Síðan vórn kosnir tveir þingmenn til efri deildar (í sæti þeirra Jakobs Guðmundssonar og Jóns Ólafs- sonar) og urðu fyrir þeirri kosningu Grímr Thomsen og Þorleifr Jónsson. Þá gengu deildirnar til funda hver í sínu lagi og stýrði aldrsforseti Grr. Thomsen forseta kosningu í efri deild. Eorseti var kosinn Benedikt Kristjáns- son með 6 atkv., og varaforseti Arnljótr Ólafsson. Skrifarar Jón Hjaltaiín og Þorleifr Jónsson. Aldrsforseti neðri deildar, séra Þórarinn Böðvars- son, stýrði forseta-kosningu. Forseti var kosinn Þórarinn Böðvarsson í einu hljóði, varaforseti Benedikt Sveinsson með 12 atkv. eftir ítrekaðar kosningar. Skrifarar: Páll Ólafsson með 20 atkv og Sigurðr Jensson með 16 atkv. Svo er að sjá af því hvernig kosningar hafa fall- ið, að aðalflokkarnir á þingi „miðlunarmenn“ og hinir, sé álíka liðmargir. Eru því litlar horfur á, að samkomulag verði í stjórnarskrármáiinu. REYKJAVÍK, 1. JÚLÍ.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.