Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 3
1. júlí 1891. F JALLKONAN. 108 Stúdentapróf við lærða shðlann. Þessir 14 stú- dentar luku burtfaraprófi 30. júní: 1. Helgi Pétrsson Aðaleink. . i. Stig. 103 2. Sigurðr Pétrsson . i. 95. 3. Magnús Einarsson . i. 94. 4. Valdimar Jakobsen .... . i. 92. 5. Friðrik Hallgrímsson .... . i. 92. 6. Sveinn Guðmundsson .... . i. 86. 7. Jens Wáge . ii. 81. 8. Vigfús Þórðarson . n. 80. 9. Jess Gíslason . ii. 79. 10. Karl Nikulásson . n. 76. 11. Guðmundr Sveinbjörnsson . . . ii. 75. 12. Magnús Þorsteinsson .... . ii. 70. 13. Pétr Hjálmsson . n. 69. 14. Björn Björnsson . ii. 66. 15. Júlíus Þórðarson . m. 56. Embættispróf rið iæknaskólann hefir tekið Sig- urðr Magnússon með 2. eink. Settr sýslumaðr í Eyjafjarðarsýslu frá 1. sept. kand. juris Klemens Jönsson. Þingmálafundr í Suðr-Þingeyjarsýslu var hald- inn 8. júní. Hafði Pétr á Gfautlöndum boðað til hans eftir beiðni alþingismannsins, séra Benedikts i Landakoti. Þar var fundarstjóri Árni alþingis- maðr Jónsson. Þar vóru rædd þessi mál: 1. Af- nám vistarskyldunnar; samþ. till. fundarins að Úlfs- bæ 17. mars (sbr 16 tbh Fjallk.) Breytingar á fátækrareglugerðinni; álitið, að ráðlegast væri að taka eigi það mál fyrir á næsta þingi. 8. Búseta kaupmanna; skorað á alþing að taka það mál fyr- ir. 5. Eftirlaunalögin og landsbankinn; samp. till. fundarins að Úlfsbæ 17. mars (sbr. 16. tbl. Fjallk.) 6. Mentamál; skorað á þingið að fylgja fram há- skólastofnun á íslandi; að kensla í gömlu mál- ununum sé afnumin í 3 neðstu bekkjum latínuskólans, enn kensla í íslensku og náttúrufræði aukin og að skólanum sé komið í þannig lagað samband við Möðruvallaskólann, að burtfararpróf frá Möðruvöllum jafngildi inntökuprófi til 4. bekkjar; að próf i nauðsynlegustu mentagreinum verði gert að skilyrði fyrir borgaralegum réttindum, enn þeir sem tekið hafa iðnaðarpróf skulu þó undanþegnir. 7. Héraðsstjórn; óskað að þingið auki vald héraða með samþykta-lögum. 8. Rekaítök kirkna; lýstyfir tillögu nefndar er til þess máls var kosin, að ítök skulu seld jörðum þeim, er þau liggja í. 9. Æðar- fuglalög; nefnd er til þess máls var kosin vildi láta jafna misfellur nokkrar á þeim. 10. Ullar- verksmiðjumál; skorað á þingið að taka það mál fyrir á þingi í framhaidi frá 1889. 11. Kvenfrels- ismál; skorað á þingið að taka það til íhugunar. 12. Skj álfandaflj ótsbrúin; skorað á þingið að láta landssjóð taka hana að sér. 13. Óskað að þingið leggi fríspitalanum í Edinborg' 1000 kr. 14. Ósk- að eftir löggilding Svalbarðseyrar hafnar. lö' Sam- þykt að óska tolls á smjörlíki. [16J Stjórnarskrármálið. Auk yfirlýsingar frá Úlfsbæjarfundinum 17. mars komu fram tvær tillögur ummálið; a) um að skora á þingið að taka málið upp á frumvarpi neðri deildar 1889, þó svo að effi deild verði öll þjóðkjörin á ! sama hátt og n. d. b) að málið verði tekið upp á frumvarpinu frá 1886. 20 atkv. vóru með fyrri till., enn 22 móti; 22 með hinni síðari, enn 19 móti 'r nærfelt */4 fundarins greiddi eigi atkvæði, enn sum- ir atkvæðagreiðendr höfðu ekki kosningarrétt. Enn um gildi atkvæðanna komu fundarmenn sér ekki saman, því að helmingr fundarmanna fór þá af fund- inum. Rangárvallasýslu, 18. júní. Fénaðarsýningar voru haldnar liér í sýslu f'yrstu dagana af þessum mánuði og vóru þær illa sóttar, er mun stafa helst af þvi, að almenningr mun ekki hafa skilið til fulls þýðing þeirra, og svo líka að fénaðarhöld urðu hér i sýslu heldr með lakara móti, og hefir það ekki þótt sýn- ingarvert. — Þingmálafundr var haldinn að afloknum kjörfundi. Yóru ýms áhuga mál þjóðarinnar þar borin upp og rædd og afgreidd þingmönnum til flutnings. Dó mun ýmsnm skynber- andi mönnum hafa þótt, að stjórnarmálið hafi orðið fyrir óheppi- legum úrslitum á fundinum. — Með framförum má telja það að okkar ötuli héraðslæknir ásamt nokkrum helstu bændum pant- aði á siðastliðnum vetri norskan timbrsölumann til að sigla hér upp að Landeyjasandi með timbrfarm, og kom hann á ákveðn- um tíma um 8. júní. Var þá sjódeyða, og heppnaðist upp- skipun einkar vel, og inun þetta fyrsta útlent skip er lagt hof- ir farmi við ítaugársand síðan á landuámstið. Er vonandi að þetta verði vísir til meiri framfara í því efni, því öllum mun hafa þótt ólíkt, er hlut áttu að máli, að sækja timbr þar á stað- inn eða til Eyrarbakka og Vestmanneyja. í sambandi við þetta má geta þess, að hinn duglegi kaupmaðr Guðm. ísleifsson ætlar nú á lestunum í sumar að senda hingað vöruskip austr með Rangársöndum. Heiðrsviðrkenning. Með því það er i ráði að láta á prent út ganga æfiágrip nokkurra inerkismanna, sem af vorri vanþakklátu þjóð hefir helst til lítill gaumr verið gefinn, og meðal þeirra hinna miklu afreksmanna og siðbótamanna i Rvik Þorvaldar Björnsson- ar og Bjarnar Jónssonar, sem báðir ætluðu einu sinni að verða embættismenn, eru þeir sem þess eru umkomnir vinsamlega beðn- ir að láta í té alt það sem þeir vita um æfi og lundareinkenni þessara höfðinga alt í frá æsku þeirra og tii þessara siðustu og bestu tima. Að því er verk þeirra snertir, þá eru pað einkum ritverkin, sem einkenna hina síðarnefndu hetju, og væri því gott að fá samsafn af hinum kröftugustu kjarnyrðum sem eftir hann liggja á prenti og nú eru komin of'an i saurinn. Hinn f'yrnefndi hefir hinsvegar mestra frægðar aflað sér ýmist munn- lega eða sein einskonar fjöltækr iðjumaðr, og er það því áríðaudi, að engu sliku verði gleymt, og yfir höf'uð má ekkert undan felia er beri vott um ráðvendniua, siðvendniua og hreinleika hjart- ans hjá þessum þjóðskörungum. Með því að ritstjóri Fjallkonunnar hefir góðfúslega lofað að veita móttöku öllum þeim upplýsingum, sem verða kynni ávöxtr af þessum tilmælum vorum, eru menn beðnir að senda þær hon- um. Félag í Rvík. Yfirlýsing. Liklega af því hvað ritstjóri ísafoldar er vandr að virðingu sinni og blaðs síns, hefir hann ekki viljað láta biað sitt flytja lesendum þess linur nokkurar, sem ég sendi honum til þess að hann tæki þær í blaðið, enn hann ekki hafði viljað taka eins og þær vóru frá minni hendi, og læt þær nú fara hér á eftir, í von um _að „Fjallkonan“ vilji koma, þeim fyrir sjónir almennings. „ísafold frá 6. þ. m. (45. tbl.) flytr lesendum ritsmiði, með yfirskrift: „Þjóðlaukr eða þjóðlöstr", undirskrift: „Eyvindr Fjalla- þjófr“. Eg skal nú ekki fara öðrum orðum um ntsmíð þessa enn þeim: að ég álit að hún sé hvorki málefni þvi, sem hún skýrir frá, til gagns, eins og hún kemr fyrir i blaðinu (í öllu tilliti óákveðin), né höfundi hennar til frægðar eða sóma, meðan hann felr sig í hýði ódrengskaparins á bak við „Eyvind fjallaþjóf“. Af því fieStir, sem hafa átt tal við mig um ritsmíðiua, eigna hana mér eða einum samhreppingi minum, sem ég ætla ekki nú að nafngreina, þá bið ég hinn heiðraða ritstjóra að láta blað sitt sem fyrst fiytja lesendum þá yflrlýsingu mína, að ég hefi alls engan þátt í téðri ritsmið. Og jafnframt því þá ósk mína, að háyfirvöldin hlutist til um að höfundrinn verði opinberaðr, og málið tekið fyrir til meðferðar eftir fyrirmælum laganna“. Meðalfelli, 20. júní 1891. Eggert Finnsson.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.