Fjallkonan


Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 01.07.1891, Blaðsíða 2
102 FJALLKON AN. VIII, 26. Stjórnarfrumvörp, sem lögð eru fyrir þingið eru þessi: 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1892—93. (Tekjur áætlaðar 1,059,800 og útgjöld rúml. 964,000 á fjárhagstimabilinu). 2. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1888—89. 3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1890—91. 4. Um samþykt á landsreikningnum 1888—89. 5. Um þóknun til þeirra er bera vitni í opinber- um málum. 6. Um að islensk lög verði eftirleiðis að eins gef- in út á íslensku. 7. Um skipun dýralækna á Islandi (2 dýralækn- ar á landinu). 8. Um skaðabætr þeim til handa, er að ósækju hafa verið hafðir í gæsluvarðhaldi eða sætt hegn- ingu eftir dómi, svo og um málskostuað í sumum opinberum sakamálum. 9. Um líkskoðun. 10. Um að stjórninni veitist heimild til að af- henda nokkrar þjóðjarðir (á Yestmannaeyjum) í skiftum fyrir aðrar jarðir. 11. Um nokkrar ákvarðanir er snerta opinber lögreglumál. 12. Um sölu silfrbergsnámanna í Helgastaðafjalli. 12. Um viðauka við útflutningslögin 14. janúar 1876. 14. Um iðnaðarnám. 15. Um eftirstæling frímerkja og annara póst- gjaldsmiða. 16. Um að selja þjóðjörðina Miðskóga i Miðdala- hreppi. 17. Um almannafrið á helgidögum þjóðkirkjunn- ar. 18. Um breyting á 1. gr. í lögum 19. sept. 1879 um kirkjugjald af húsum. 19. Um lækkun á fjárgreiðslum þeim, er hvila á Höskuldsstaðaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. 20. Um breyting á safnaðarlögunum 27. febr. 1890. 21. Um breyting á prestakallalögunum 27. febr. 1880 (um Borgar-, Staðarhrauns-, Hítarness- og Miklaholts prestaköll). Hin nýja fiskisamþykt við Faxaflóa o, fl. Bftir Ghiðmund Einarsson. í 32. og 33. tbl. ísafoldar ]). á. hefir herra Guðmundr Guð- mundsson í Landakoti ritað alllanga grein um hina nýju fisk- veiðasamþykt, sem svar upp á þá grein er ég reit í Bjallk. 11. og 12. tölubl. þ. á. um það efni, og þó ég nú sjái að hann er orðinn mér samdóma um nokkur atriðin er snerta fiskiveiðamar, þá vil eg þó enn fara nokkrum orðum um þetta mál. í>að gleðr mig að heyra að nafni minn er nú farinn að álíta meira vert að ná í fiskinn enn að geyma sér hann, þvi hið sama gildir um okkr sem Norðmenn, að á sama má standa hvert fiskr- inn heldr sig djúpt eða grunt, bara að maðr geti náð í hann, enn það er gallinn á hinni nýju fiskveiðasamþykt, að hún er svo útbúin að hún algerlega bannar mönnum að ná i fiskinn um vissan tíma, enn hefir ekkert það með sér sem hjálpi mönnum að ná í hann hvorki á djúpi eða grunni. Þegar farið er að ræða um þorskaneta brúkun i sunnanverð- um Faxaflóa þá er þess að gæta, að þau eru því nær altaf lögð i grunnsjó, og það í sjálfum Garðsjðnum eru þau vanalega lögð Va til V4 mílu frá landi og hefir víst tæplega komið fyrir að nokkur sá sem hefir róið úr Garði eða Leiru hafi lagt þau svo langt frá landi að það hafi verið 1 míla, enn þegar um Strand- armenn eða Njarðvíkinga er að ræða, þá er frá þeim um 2 mil- ur vegar með landi fram út í Garðsjó, og álít ég því að þegar nægr fiskr hefir verið fyrir í Garðsjónum enn fiskilaust fyrir framan varirnar hjá þeim, og þeir ekki hafa viljað fara með net sín þangað, að þeir hafi ekki viljað ná í fiskinn, enn nú fer ég að halda að þeir fari að róa út í Garðsjó eins og menn, ef þeir alment eru komnir á þá skoðun að mest sé vert að ná í hann. Ég verð að fyrirgefa nafna mínum, þó að enn þá bregði fyr- ir hjá honum smávitleysum, svo sem þar sem hann segir: „Áðr enn samþyktin frá 1885 var löggilt, var fiskrinn af völd- um sjálfra fiskimannanna ár eftir ár hrakinn svo langt burtu tíl hafs, þótt haun kæmi inn í flóamynnið, að enginn, og ekki sjálfir dugnaðarmennirnir af Seltjarnarnosi, gátu til hans náð“. Dótt nú þetta sé bergmál af gamalli* kenningu afnámsflokks- ins, þá er þetta ekki satt, því að fiskr sé hrakinn burtu getr engiun um sagt, því enginn veit hvar fiskrinn ætt.i að vera þann og þann tíma, enn að dugnaðarmennirnir hafi ekki náð í fiskinn er heldr ekki satt, því vetrarvertiðina 1885 var ágætr netfisksafii í Garðsjó hjá öllum sem vildu þangað fara og ná í hann. Vetrar- vertíðina 1886 kom fjarskamikill fiskr i Garðsjó, enn þá var það samþyktin af 1885 sem gerði það að verkum að lítið af fiskinum náðist. Það að Strandarmenn ekki vildu ná í fiskinn 1885 og að þeir eins og aðrir máttu ekki fiska vertíðina 1886 var ástæð- an til að þeir þurftu að taka stórkostlegt hallærislán til að geta lifað og hafa setið í þeirri súpu til þessa, enn þeim ástæðum vona ég að þeir þurfi ekki oftar um að kenna, ef þeir hér eftir hafa það hugfast, að ná í fiskinn enn eklci aðgeyma hann í sjón- um. Eun af öllu má nóg gera, því þegar ég las 48. tbl. ísaf. þ. á. þá sá ég að Strandarmenu og Njarðvíkingar hafa viljað ná i hann i vor, og þó að þeim sé nú farið að eymast að þeir ekki hafa náð i fiskinn fyrirfaraudi ár vegna samþyktanna, þá er ekki rétt af þeim að brúka þá aðferð til að ná í hann sem Lárus Páls- son segir, og vil ég áminna nafna minn í Landakoti um að brýna alvarlega fyrir Strandarmönuum og Njarðvíkingum 7. boðorðið svo þeir ekki fái slíkan vitnisburð oftar. Guðm. í Landakoti visar mér til að lesa ágrip af fiskveiða- lögum Norðmanna sem standa í 65. tbl. ísaf. f. á. Þau lög sem reyndar eru orðin 100 ára og búin að taka breytingu síðan, eru ekki til að styrkja málstað afnámsflokksins. Og vil ég sérstak- staklega visa nafna mínum að lesa 3. grein í þeim lögum sem þá hafa gilt fyrir Kristjanssand og Þrándheim. Þar segir svo: „Þar eð þar er misjafnt og ómögulegt á visan að róa með það hve nær þorskrinn gengr að landinu, þá er ómögulegt að ákveða með lögum tímann á hverjum brúka skal þorskanet". Af þessu má sjá að það er eitthvað annað enn fiskveiðalög Norðmanna, sem samþyktirnar hér hafa verið bygðar á. Enda er það svo fjarstætt, að þar sem samþyktin af 1890 bannar að brúka þorska- net og lóð um vissan tima, hvort sem fiskr er fyrir eða ekki, þá leyfa fiskveiðalög Norðmanna að brúka þorskanet og ýsulóð, hvar sem hver vill, hve nær sem nokkur von er til að fiskist á lóðir eða i net. Ég veit vel að Norðmenn hafa strangar fisk- veiðareglur, enn þeirra fiskveiðalög miða helst til að hindra það að hver skemmi fyrir öðrum, svo sem það að allir úr sömu veiðistöð rói á sama tíma, og hefðu Strandarmenn átt að vera búnir að gera það að lögum áðr enn ýsulóðin var aftekin. Því það vóru Strandarmenn, sem fyrstir fóru að róa um miðjar nætr með lóðina á haustin og það svo snemma, að þoir vóru búnir að leggja og taka kastið áðr enn bjart var af degi, enn höfðu það svo upp úr þessu róðralagi, að þeir fundu ekki sína lóð aftr. og mistu hana svo að meira og minna leyti og urðu að fara í land lóðarlausir og náttúrlega fisklausir. Síðan kenna þeir veiðarfærinu um þetta alt saman og biðja svo um lög, sem af- taka lóðina um lengri tima. (Niðrl. næst). Yerðlaunarit. Kand. theol. Hannes Þorsteinsson í Reykjavík, sem vera mun einna fróðastr maðr í sagnfróðleik hér á landi, og þá ekki síst í landssög- unni, hefir fengið 450 kr. verðlaun af „gjöí Jóns Sigurðssonar“ fyrir rit um íslenska guðfræðinga, sem próf hafa tekið við Kaupmannahafnar háskóla.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.