Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1891, Qupperneq 3

Fjallkonan - 13.10.1891, Qupperneq 3
13. oktober 1891. FJALLKONAN. 167 eftir húsbændum sínum, þá eru þær kúgaðar til þess með svipu- böggum. Enn fremr hafa dátar í Kongóhernum verið lamdir til dauðs. Ódæmum þessum valda hinir æðstu umboðsstjórn- endr Kongó-ríkisins. Enda Stanley hafði leyft og látið við- gangast alls konar ósóma. Það bætir gráu ofan á svart, að hinir sömu menn, sem þessu valda, vóru i orði kveðnu fulltrúar á mansalsafnámsfundinum, eða að Stanley befir til málsbóta kvongast í Evrópu. í Kongó hirðir enginn um slíkt. Embætt- ismennirnir hugsa ekki um annað, enn að raka saman sem mestum auð á sem skemstum tíma, og er það auðgert, því fila- beinið, þessa dýrindisvöru, kaupa þeir mestmegnis fyrir breuni- vin og „stumpa“-sirts. Á kristniboðunum, sem fegnir vilja stemina stigu fyrir athæfi þeirra, hafa þeir ilt auga, enn breyta sjálfir ver við svertingjana enn nokkur amerískr plantekrueig- andi gerði f'yrrum, þegar verstlét, hneppa kvenfólkið í kvenna- búr sin, enn láta karlmennina vinna þrælavinnu. Kvörtunum yfir þessu hefir oftar enn einu sinni verið hreyft við stjórnina i Briissel, enn hún daufheyrðist við. — Sá sem síðast og greini- legast hefir flett ofan af' þessu, heitir Westmarck, þýskr Afríku- fari, og þykist hann geta fært sönnur á sitt mál. Drotningiu í Austrríki reykir mjög sígarettur, og nægir henni ekki færri enn 40 á dag; hún reykir á hverjum tíma og hvar sem er. Aðrar drotningar leyfa sér þessa sömu nautn, enn ekki nema i dyngjum sínurn. Carnot, franski f'orsetinn, hlaut nýlega þá sæmd að verða riddari filsorðunnar dönsku. Eitt af frönsku blöðunum hefir um leið fundið ástæðu til að gera skrá yfir öli heiðrsmerkjadýrin. Þau eru 14 ljón, 9 ernir, 3 sauðkindr, 2 hestar, 2 hundar, 1 dúfa, 1 álft, 4 drekar, 1 bjarndýr, 2 flugskrímsl (griffónar), 1 hani, 2 „fönixar“, 1 f'álki og 2 fílar. „Fónögraf11 (hljóðriti) er nú víða notaðr í amerískum skól- um til að kenna nákvæman framburð útlendra tungna. Elsta höfuðskáld, sem nú er uppi, er Tennyson; hann hélt í ágúst i sumar 82 ára afmæli sitt. Mannllutningar til Ameríku á 70 árum. Eftir nýjustu skýrslum frá hagfræðisdeildinni í Washington hafa á tímabilinu { 1820—90 komið 20,600,000 innflytjendr til Bandaríkjanna. Af | þeim vóru 4 milj. Þjóðverja, 3 milj. íra, 943,000 Svíar og Norð- { menn, 445,000 Austrrikismenn, 414,000 ítalir, 370,000 Prakkar, i 356,000 Bússar, 292,000 Kinverjar og 246,000 Englendingar. [tíkiserfingi Rússa, Nikulás Alexandersson stórfursti, sem nú er á 24. ári, er líkr föður sínum, þrákálfr mikill; í uppvexti var hann tornæmr og mun það hafaorsakast af veikindum hans. Hann þjáist af taugaveiklun mikilli, og hefir ekki tekist að leyna því. Nafnkendustu læknar hafa fengist við sjúkdóm þenna, og hefir þeim tekist mikið að lina hann, enn þó bryddir á hon- um við og við; sést það einkum á viprunum í andliti hans. Af sama sjúkleik mun og stafa óbeit sú, er hann hafði á kven- • fólki, sem er þó furða um þá ætt. Olli það vandamönnum hans svo mikillar áhyggju, að honum var af stjórnlegum ástæðum fengin til fylgilags leikhúss dansmey, sem var falleg og skemti- leg, enn ekki mjög ung (hefir þó líkl. ekki verið með því marki, sem Tolstoj segir frá að margt kvenfólk séá Rússlandi, sem ekki elr börn: læknarnir gera þær óhæf'ar til barngetnaðar). Þetta hafði æskilegan árangr, og var komið í mæli, að hann ætti að lofast grískri prinsessu, er hann var heimkominn úr Asiuf'erð sínni. — Einhvern tima, er hann dvaldi með foreldr- um sínum við hirð Danakgs, komst hann í kunningskap við ýmsa hina yngri menn þar og jafnaldra sína. Það líkaði töð- ur hans ekki, og eitt sinn, er prinsinum varð það á, að minn- ast á þingbundna einveldis stjórn og frjálslegar stjórnarskipanir (sem hann hafði náttúrl. ekki fyr vitað um), veitti faðir hans honum átölur og skipaði honum að fara burtu úr Khöf'n og það gerði hann, þótt annað væri haft að yfirvarpi. „Á það svo að vera?“ í 39. blaði ísaf. í vor er grein frá Bjarna Jónssyni með þessari íyrirsögn, sem einkanlega er ádeilu- grein um það, að betl eigi sér alment stað i Kvík og hér nær- lendis. Tekr höf. til dæmis mann af Kjaiarnesi, sem hafi verið að berjast fyrir að koma á fót lestrarfélagi, og hafi gengið milli manna í Rvík og beðið þá að gefa sér bækr. — Ég verð nú að lýsa þessi ummæli ósannindi, meðan Bjarni ekki færir frekari sönnur fýrir þeim. — Að eins veit ég til þess, að Bjarni Jónsson gaf féiaginu 2 eintök af fyrirlestri sínum, og var hon- um boðin borgun fyrir, enn hann vildi ekki þiggja. Ég verð að áiita að Bjarni hafi yfir höf'uð i þessari grein sinni gert úlf'alda úr mýflugunni, því betl er mjög óalgengt hér nærlendis, og mun enginn kunna honum þakkir íýrir slikar óf'rægðar greinir. Lestrarfél.maðr á Kjalarnesi. Dáinn 2. okt i Norðtungu i Þverárhlíð Jón óðalsbóndi Þórð- arson á 73. aldrsári; hann var með merkustu bændum þar um slóðir og í góðum efnum. Byrjaði búskap fyrir rúmum 50 árum, bláfátækr, á Skarði i Lundurreykjadal og bjó þar 9 ár, síðan undir 20 ár í Stafholtsey og síðast í Norðtungu. Hann var tvíkvæntr; fyrri kona hans var Elín Sigurðardóttir (systir Jóns alþm. í Tandraseli); með henni átti hann 8 börn og lifir 1 þeirra; með seinni konunni, Ingiríði Olafsdöttur, sem lifir hann, átti hann 4 börn; lifa af þeim tvær dætr, önnur ógift heima, hin gift Þorsteini bónda Hjálmssyni í Örnólfsdal. Grufuskipið „Avocet", som áttí að fara til Borð- eyrar til að taka sauðfé frá pöntunarfélagi Dala- manna og Strandamanna, laskaðist á skeri á imi- siglingunni á Hrútafirði 5. þ. m. Veðr var skugga- legt. Komst þó inn a Borðeyrarhöfn; eitt rúm í skipinu fyltist af sjó, enn ekki var orðið vart við meiri skemdir. Yar skipið því álitið ósjófært, eins og það er. Hr. Torfi Bjarnason í Ólafsdal, för- maðr pöntunarfélagsins, kom fiér til bæjarins 10. þ. m. með þessa fregn og boð til Zöliners um að senda annað skip, og var svo fieppinn að ná í skipið „Lalande", rétt áðr enn það fór fiéðan. 1] Theódóra. Serbnesk saga. Eftir Sacher-Masoch. ^§^að var skömmu eftir vetrnætr, kvöld eitt er myrkr var úti og óskemtilegt veðr, að barón Ander heimsótti Theódóru Wasili og færði henni þáóvæntu fregn, að hann ætlaði sér að gifta hana. Theodóra var ung stúlka úr sveitaþorpi, allra fallegasta og fóngulegasta stúlka, og ein af þeim sem með höfðingsvip og tígulegri framgöngu sverja sig greinilega i óblandna Kákasus- ætt. Það var einn góðan veðrdag, að baróninn varstaddr á veit- ingahúsinu í þorpinu; Theódóra var þar og dansaði. Hann varð svo ástfanginn, að hann fékk hana til að fara til sín. TTann gaf henni fyrst talnaband úr tilbúnum rauðum kóröllum og krukku með andlitslit, og var það nóg til þess að hann vann ást hennar. Þvi þessi börn náttúrunnar, sem ættu að vera fyllilega ánægð með blómlegt og hreystilegt yfirbragð, eru flest hneigð til hinnar sömu skrautgirni sem tilhaldskvenfólkið í höf- uðborgunum. Síðar var baróninn örvari á gjöfum við hana, þegar hún var orðinn ráðskona í höll hans. Þá gekk hún í skrautbúningi og var orðin eins og tignarkona. Þegar baróninn færði henni þessa fregn, sem kom yfir hana sem skrugga úr heiðríku lofti, sat Theódóra á legubekk og vafði um sig rauðri silkifloskápu, bryddri með marðarskinni, hafði gullsaumaða skó á fótum, enn bjarnfeld hatði hún undir fót- unum. Hún horfði alveg bissa á baróninn, enn sagði ekki orð. Hún kveið fyrir, að tara burtu úr þessu húsi, þar sem hún hafði lif- að eins og drotning, og verða nú að ganga að vinnu og lifa sveitalífi. „Það er ríkasti bóndinn hérna i nágrenninu, sem ég hefi kos-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.