Fjallkonan


Fjallkonan - 24.11.1891, Síða 3

Fjallkonan - 24.11.1891, Síða 3
24. nóvember 1891. FJALLKONAN. 191 stjórnaruppástungu Balfours, og sagði að hún vseri þegjandi vottr um það, að Torystjórnin iðraðist nú loks á sóttarsænginni synda sinna. Sjálfstjórn væri það eina, sem gæti eílt samkomu- lag milli írlands og Englands. Gladstone var gerðr að heiðrs- borgara i Newcastle. — Parnell andaðist í Brigthon á suðr- strond Englands. Eftir því sem móðir bans segir, var hann kom- inn af spánskum Gyðingaættum, enn foreldrar hans vóru inót- mælendr. Forfeðr hans liöfðu um tíma búið á Englandi, enn foreldrar hans bjuggu á írlandi og áttu þar jarðir. Hann stund- aði nám við háskólann í Cambridge. Árið 1874 bauð hanu sig fram til þingmanns í Dublin, enn hann náði ekki kosningu. Ár- ið eftir, 1875, náði hann kosningu í Cork'Og var það sein eftir | var æfinnar fulltrúi Corksbúa i neðri málstofunni. Þegar Par- nell komst í parlamentið var hagr íra mjög bágr. Enskir auð- kýfingar og landsdrotnar kreptu mjög að frelsi þeirra. Sjálf- stjórnarfiokkrinn var mjög fámennr og það sem verst var, ráð þeirra var mjög á reiki. Eigi þótti Parnell orðsnjall fyrst fram- an af. Málrómrinn var stirðr og óþýðr, enn röksemdamaðr var hann og komst því brátt í álit. Árið 1880 varð hann foringi sjálfsstjórnarflokksins og varð þá skjótt breyting. Flokkrinn fylgdi nú fast fram stefnu sinni, efldist og fékk orð á sig. Glad- stone hafði ekki viljað slaka til við flokkinn, þvi hann sagðist sjá, að jafnvel írar bæru ekki traust til hans. Enn nú var Par- nell orðinn foringi sjálfstjórnarflokks íra og hann var orðinn efldr og styrkr, svo að Gladstone snerist í flokk með þeim 1886, og frá þeim tíma hafa þeir Parnell jafnan unnið að sjálfsforræð- ! isbaráttu íra. 1885 fylgdu 86 af 103 kjördæmum írlands Par- I nell að málum. Áðr höfðu hvorugir framfaramenn né aftrhalds- j menn hirt um fylgi írska flokksins, enn nú varð sú breyting að | hvorirtveggja gerðu alt sem þeir gátu til þess að fá hann á sitt band. Auðvitað fylgdi Parnell jafnan írum að máli. Til þess að koma vilja sinum fram, var Parnell vanr að tefja mála- lokin fyrír mótstöðumönnum sínum. Loks i fyrra vetr komst hann í málaferli út úr frú O’Shea, og þá t.ók hamingjan að snúa við honum bakinu. Hann hélt fram sinni stefnu, enn fjöldi af hinum bestu styrktarmönnum hans sögðu skilið við hann. Klerk- arnir, sem til þess tíma höfðu styrkt hann, urðu houum fráhvef- j ir. Að öllum likindum hefir hann sjálfr séð, að hann mundi bíða lægri hluta, enn hann var stórlyndr og vildi ekki láta sinn hlut. Enn sorglegt var það, að málaferli þessi skyidu koma fyrir hann, því enginn íri hefir á þessari öld haft meira traust meðal landa sinna enn hann, jafnvel ekki O’Connel. Blöðin bera honum vel söguna yfir höfuð að tala, nema Times. Hann j var grafinn á kostnað þjóðarinnar. — Menn væntu þess að Par- j nellsmenn og mótstöðumenn lians meðal írlandsvina mundu sætt- ast heilum sáttum er Parnell væri fallinn frá, enn það er öðru } máli að gegna. Aldrei hefir fjandskaprinn verið meiri enn nú. ! Parnellsmenn hafa tekið sér foringja. Hann heitir John Red- mond, er þingmaðr og mælskr vel. Þeir kenna Dillon og O’Brien } um dauða Parnells. Á fundi í Kilkenny varð lögregluliðið að vernda þá Dillon og O’Brien fyrir Parnellsmönnum. Á götu- , hornum var fest miðum, þar sem stóð á: „Dillon sveik Parnell j þegar honum lá mest á, guð forði írlandi frá öllum liðhlaupum11. Það var kosinn til þingmanns í Kilkenny einn aí flokki Mac Cartys er Mac Dumott heitir. — Dáinn er einn af hinum helstu foringjum Toryflokksins, William Henry Smith fjárhirslulávarðr. Hann varð fjármálaráðgjafl 1876 og hermálaráðgjafi 1885. Yar hann stórauðugr maðr. Eftirmaðr hans er Balfour Irlandsráð- j gjafi, og verðr hann foringi aftrhaldsmanna í neðri málstofunni, enda. er hann talinn líklegastr allra manna til þess starfa. Sá j heitir Jackson, er verðr írlandsráðgjafi. Hefir hann haft embætti í fjármálaráðaneytinu. Þýskaland. Hinn 6. okt. andaðist Karl fyrsti Wurtenbergs- konungr 68 ára að aldri. Hann varð konungr 1864. Karl var kvæntr Olgu dóttur Nikulásar 2. Bússakeisara. Hann var ákafr mótstöðumaðr Prússa fyrst framan af, og snerist móti þeim 1866, enn varð að friðmælast. Frændi hans Yilhjálmr II. varð konungr. Frakkar fagna því, að farbannið um Elsas og Lothringen var afnumið, og tala hlýlega um keisarann. Ekki geðjast Bismarck að því. Segir hann, að Frakkar muni ætla að Þjóðverjar séu hálfsmeikir og muni þeir verða því heimtu- frekari, og segir að sagan sýni það, að það verði að hræða Frakka, til þess að halda þeim í skefjum. Mikið hefir verið ritað um það í öllum blöðum, hvernig það hafi atvikast að Bismarck fór frá embætti sínu, að enginn hefir þó skrifað um það meira enn Bismarck sjálfr. Hann heldr j því fast fram, að sér hafi verið skipað að leggja niðr völdin. Segir hann að tilefnið til þess hafi verið það, að hann réð Vil- hjálmi keisara frá því að fara til ftússlands. Hann segir, að keisarinn haíi skipað sér að sækja um lausn, að öðrum kosti yrði sér víkið úr sessi. Hann kennir einkum Bötticher um það og svo Caprivi. Segir hann, að þeir verði að bera ábyrgðina af því. Honum þykir að Þýskaland sýni ekki eins mikla festa og einbeittni í viðskiftum við útlendinga eins og áður. Hefir hann hótað að vekja máls á því á ríkisdeginum, sem bráttkemr saman. Það lítr því út að Bismarck ætli að mæta þar. Sumir ætla að hann segi þetta að eins til að ógna Caprivi. — Óánægju hefir það vakið í Berlín, að Alexander III. kom ekki til þess að heimsækja Vilhjálm II. á heimleiðinni, þar eð hann þó ferð- aðist um Þýskaland. Þýsku blöðin tala ekki mikið um það, aftr á móti furða Austrríkismenn og Englendingar sig stórum á því, einkum sökum þess, að Vilhj. keisari kom seinast til Pétrsborgar. Það var öllum kunnugt, að vináttan milli Þýska- lands og Bússlands var ekki mikil, enn hitt ætluðu menn þó, að keisararnir mundu persónulega vera allgóðir vinir. Nú þykir það augijóst, að það muni vera fremr kalt á milli þeirra, og getr það haft nokkur áhrif á viðskifti rikjanna. Þegar er Alexander III. var kominn austr fyrir landamerkin„ kom sú fregn frá Berlín, að herinn á austrlandamærunum mundi verða aukinn. Bússland. Hungrneyðin í Bússlandi fer dagvaxandi einkum í Austr-Rússlandi. Fólk deyr unnvörpum, og hefir þó stjórnin látið ógrynni fjár til þess að bæta úr bjargarskortinum. — Bann- að er að flytja af landi brott allar kornvörur nema hveiti. Spánn. Spánskt blað hefir nýlega ritað um það, að Spán- verjar munu ætla að veita þríríkjaféiaginu ef til stríðs kemr.. Segir það, að Þjóðverjar og Englendingar ætli sér að hafa þar herskipastöðvar. Frakkar hafa mjög litlar varnir við Pyrenæa- fjöllin, og geta Spánverjar orðið þeim þar skæðir óvinir. Amtrrílci. Keisarinn var á ferð um Böhmen fyrir nokkru og þótti honum farast hlýlega orð tilCzekanna. Var þaðekkilaust við að Þjóðverjar yndu þvi illa. í þeirri ferð vóru sprengi- kúlur settar undir brú, sem keisarinn átti að fara yfir, enn þær sprungu áðr og skemdu brúna. Eigi vita menn hver valdr er að verki þessu. Búmenía. Það er mælt að ríkiserfinginn ætli að trúlofast elstu dóttur hertogans af Edinborg, Mariu. Ameríka. Brasilía. Nú upp á síðkastið hefir verið allmik- il óánægja á móti Fonseca forseta. Það hefir þótt svo sem hann vildi auka völd sín sem mest hann mætti og hirti lítið um atkvæði þingsins. Auk þess hefði hann hlynt meir að ætt- mönnum sínum og vinum enn góðu hófi gegndi. Samkvæmt stjórnarskránni hefir forsetinn að eins frestandi neitunarvald. Hann hefir vald til að synja um lagasamþykki einu sinni, enn ef þingið í annað skifti samþykkir lög með tveim þriðjungum atkvæða, þá má hann ekki neita. Nú vildi svo til, að það komn frá þinginu tvö lög, er forsetinn neitaði að samþykkja. Annað lagaboðið var um það, að enginn maðr mætti hafa tvö embætti á hendi í einu. Hitt lagaboðið var um takmörkun á valdi land- stjóranna. 1 annað skifti, er lagafrumvörp þessi vóru rædd, þá vantaði eitt atkvæði, tii þess að þau fengju gildi, enn úrslitun- um réð bróðir Fonseca, sem hefir tvö embætti á hendi og þing- ið gerði þvi hans atkvæði ómerkt, og þannig tókst þingmönnum að fá lagafrumvörpin samþykt. Þá sagði Fonseca þinginu slitið, og dró her að sér. Það er sagt að herinn fylgdi honum að málum. Það eru engar greinilegar fregnir komnar um ástand- ið siðan Fonseca gerðist alræðismaðr; það stendr i hraðskeyt- um frá Brasilíu, að forsetinn ætli að stofna til nýrra kosninga áðr langt líðr. Það lítr út fyrir að það sé kyrð og spekt enn þá, ef Fonseca hagar sér ekki eins og Balmaceda, sem lét ætíð þannig lagaðar fregnir berast út, að menn héldu að hann hefði sigrað, og mótflokkr hans væri á keijar þröminni. Asía, Japan. Fyrir skömmu kom voðalegr jarðskjálfti á Jap- an. Fregnirnar um hann eru ekki greinilegar, enn talið er, að þar hafi farist að minsta kosti 25000 manna og um 50 þús.. húsa hafi hrunið. Allstórar borgir lögðust í eyði.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.