Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1892, Síða 1

Fjallkonan - 09.02.1892, Síða 1
IX. ár. Nr. 6. FJALLKO NAN. j^Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi la. júlí. Reykjavík, 9. febrúar 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstrseti 18. Útlendar fréttir. (Niðrl). Bumenía. Florescu ráðaneytið er farið frá völdum, og Catargin hefir myndað nýtt ráðaneyti, sem kveðst mnnu fylgja þríríkjasambandinuað málum. Bolgaría. Frönskum fréttaritara, Chadournes að nafni, hefir verið vísað úr landi brott og sætt illri meðferð hjá Bolgörum. Orsökin til þess er, eftir því sem sagt er, að hann hefir farið hörðum orðum um Stambulow. Frakkar heimtuðu þegar skaðabætr enn Bolgarastjórn tregðast við. Frakkar hafa kvatt sendiherra sinn heim. Því máli er ekki lokið enn. Egyptaland. Kedífinn Mehemed Tewfik pasja, andaðist úr lungnabólgu 7. janúar. Hann var þar undirkonungr frá 1879, er faðir hans, Ismail pasja, varð að leggja niðr völdin. Tewfik var dáðlítill stjórnari og hafa Englendingar ráðið þar mestu. Mörgum þjóðum þykir Englendingar vera helst til þaulsætnir í Egiptalandi, enn einna óánægðastir eru þó Frakkar og Tyrkir. Frakkar þykjast vera eins vel komnir að Egyptalandi eins og Englendingar, þar sem þeir hafi áðr haft það til umráða. Elsti sonr kedífans, Abbas bey, er orðinn kedifi. Abb- as hefir lesið um hríð í Vínarborg, og er mælt að hann sé hlyntari Frökkum. Hann er 17 vetra. Marokko. Það hafa verið óeirðir í Marokko, bæði í Tanger, norðvestan til í ríkinu, og í Tuat. Menn eru óánægðir með landstjóra Muley Hassans í Tan- ger; eru það einkum fjallaþjóðirnar þar í grendinni. Hafa þær dregið saman lið allmikið og farið með það í grend við borgina. Síðan leituðu þeir liðs til umboðsmanna útlendinga um að skerast í leikinn, svo þeir fái rétting mála sinna hjá landstjóra, og segjast þeir munu gera árás á bæinn, ef þeim sé ekki áheyrn veitt. Englendingar, Frakkar og Spán- verjar hafa sent skip til þess að hafa þau við hend- ina, hvað sem í skærist. Hinsvegar leikr öllum þessum þjóðum hugr á löndumþar syðra. „Stan- dard“, enska blaðið, hefir jafnvel farið fram á, að Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar skiftu Marokko með sér, enn að sjálfir þeir fengju Tanger í sinn hlut. — Ekki er líklegt að þeir fái þann bæ með góðu, þvi ægilegt mundi mörgum þykja að þeir hefðu stöðvar rétt á móti Gibraltar, enda hefðu þeir þá alt Miðjarðarhafið í hendi sér, þar sem þeir nú þegar hafa Gibraltar, Malta, Cypern, Suezskurðinn og Egyptaland. — I Tuat rétt fyrir sunnan Al- gier hafa og verið óeirðir. Hvorki Frakkar eða Marokko-soldán eiga landið, enn hvorirtveggja vilja gjarnan ná í það, og hafa gert út menn til að telja landsmönnum hughvarf. Og eru mest lík- indi til að Frakkar verði þar hlutskarpari. Brasilía. Þar hefir gerst stjórnarbylting síðan seinast. Menn vóru alment orðnir óánægðir með stjórn Fonsecu; þótti þeim hann eigingjarn og hlutdrægr. Þannig tranaði hann ættingjum sín- um í hin æðstu embætti og ýmislegt fleira, og svo kom ofan á það alt að hann sagði þingi slitið og tók sér alræðismannsvald. í Bio grande de Sul byrjaði uppreistin; vóru þeir þar óánægðir með landstjóra. Herinn gekk í lið með uppreistarmönn- um, svo Fonseca sá sér eigi annað fært enn að leggja niðr völdin. Sá heitir Peixoto er forseti varð í hans stað. Dom Pedro, hinn fyrverandi keisari Brasiliu- manna andaðist í París. Hann fæddist 2. des. 1825. Hann varð keisari þegar hann var 5 vetra, 7. apríl 1831; þá varð faðir hans að leggja niðr völdin. Pedro keisari þótti mentaðr vel og hygginn maðr. Hann hafði ásett sér að afnema þrælahaldið, og 1871 gaf hann út það boð, að allir þrælar er gengu í herinn skyldu fá frelsi. 1888 var þó þrælahaldið afnumið. 1889 var Pedro settr frá völdum og rek- inn í útlegð, enn Fonseca varð forseti lýðveldisins, og hafði þau völd þangað til Florian Peixoto hershöfðingi í vetr með styrk hersins neyddi hann til að leggja niðr völdin. Peixoto var fyrst valda- laus leikmaðr, enn þokaðist fijótt upp í herforingja- sess, enda hefir það verið sagt, að hann kynni að haga seglum eftir vindi. Enda varð haun smátt og smátt hermálaráðgjafi, varaforseti þjóðveldisins, forseti þingsins og svo loks forseti þjóðveldisins- I Brasiliu hefir verið ger aðskilnaðr kirkju og rík- is. Canada. Landstjórinn hefir sett af Mercier-ráða- neytið. Mercier er vinsæll mjög á meðal Frakka. Búist er við að Mercier komist aftr til valda. Kirkjublaöiö. (fiiírl.) Að bera á móti því, að kirkjan hafi verið og sé enn víðast í heiminum öndverð framfaramönnunum er jafnsanngjarnt sem að segja að myrkrið sé bjart. Þótt einstaka framsóknarmenn séu kirkjumenn, sann- ar ekkert, þorrinn er allr á móti. Kbl. segir að sj óndeildarhringr Fjallk. sé þröngr í þessu tilliti; hún tali af fáfræði, þekki ekki annað enn fáein blöð á Norðrlöndum, og nefnir til Folit. dönsku, sem Fjallk. eigi að hafa alt úr. Enn Fjallk. hefir einmitt tekið minst eftir Folit. Hún hefir tekið meira eftir öðrum Norðrlandablöðum, stærstu blöð- unum í Noregi (Dagbl. og Yerdens Gang) og stærsta blaðinu í Svíþjóð (Gautab.tíð.), enn hún hefir engu síðr tekið eftir enskum blöðum, og meira að segja, greinar þær, sem Kbl. líklega helst finnr Fjallk. til foráttu, eru ræður eða ritgerðakaflar eftir enska biskupa og guðfræðisprófessóra. Það er rétt hermt að á Englandi einu eru kirkjunnar menn ekki síðr framfarmenn enn hinir, enn slíkir biskupar og guðfræðisprófessórar mundu, eftir því sem nú er framkomið, þykja óhæfir hér á landi. Fjallk. hefir

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.