Fjallkonan


Fjallkonan - 09.02.1892, Side 2

Fjallkonan - 09.02.1892, Side 2
22 FJALLKONAN. IX, 6. ætíð játað að ísl. prestar séu frjálslyndir, enn svo virðist sem sumir þeirra sé nú að hallast í aftr- haldsstefnuna. Að minsta kosti er það ekki dæmi um frjálslyndi eða umburðariyndi í kirkjumálum, hvernig Kbl. ofsækir Fjallk. — Að því er snertir prestastéttina í öðrum löndum fylgja þýskir prest- ar og frakkneskir yfirleitt ekki frjálslyndu flokk- unum, og sama er að segja um ameríska presta sem Kbl. vill telja frjálslynda; þeir hafa einmitt verið orðlagðir fyrir ófrjálslyndi, enda er presta- stéttin í Ameríku svo spilt, að hvergi í heimi eru dæmi til slíks. — Ef ritstj. Kbl. vildi lesa skýrslur um glæpi presta í Ameríku („Crimes of Preachers“), sem smámsaman eru gefnar út, mundi honum of- bjóða það spiliingardjúp, sem klerkalýðrinn þar er sokkinn í. Þessar skýrslur ná að eins yfir norðr- hlut Bandaríkja, og höfum vér þær að eins fyrir 7 ár; fyrir seinustu árin höfum vór enn ekki fengið skýrslur. Þær sýna, að glæpaafbrot prestanna, sem upp hafa komist, hafa verið yfir 2000 á þessu tímabili, enn tala prestanna um 35000. Enn fremr sýna skýrslurnar, að glæpir prestanna magnast og fara í vöxt með ótrúlegu töluhlaupi. I þessum skýrslum eru taldir nálega allir hugsanlegir glæpir, sumir svo hryllilegir, að óhæfa er að segja frá i j blaði. Prestarnir hafa verið ákærðir fyrir þjófnað og rán, svik og falsanir, líkamlegt ofbeldi, morð (þar á meðal höfðu sumir myrt konur sínar, sumir börn sín, einn gefið eitr hungruðu barni, sumir svelt börn í hel, sumir barið þau til dauða, einn barið barn sitt til dauða ekki 5 ára gamalt, fyrir að því fipaðist í ,,faðir-vor“), allskonar lauslætis- glæpi, brottnám kvenna, fóstreyðingar, nauðg- anir (allmargir höfðu tælt stúlkubörn iunan 15 ára til lauslætis), fjölkvæni, sifjaspell, „sódómí“; enn fremr má nefna útbýting og prentun klámrita, meinsæri, mútuþágur, betl, óleyfilega spilamensku, óleyfilega vínsölu, níðritaútgáfur, þrælahald, auk ó- tal fleiri afbrota. Þessi hræðilegu dæmi, sem eru svo mörg og fara í vöxt, eru talandi vottr um sið- ferðisástand presta í Ameriku, þótt margar heiðarl. undantekningar eigi sór stað. — Og frjálslyndi þeirra kom meðal annars fram í þrælaafnámsmálinu; þar voru þeir á móti og báru fyrir sig biblíuna eins og vant er. Sjóndeildarhringr Fjallk. er of þröngr, segir Kbl. Enn ef hún lítr á allan gang mannkynssögunnar, stækkar hann. Og mannkynssagan öll sýnir og sannar, að kirkjan hefir oftast verið andvíg fram- faramönnunum, jafnvel hinum mestu velgerðamönn- um mannkynsins, hefir látið hálshöggva þá, krossfesta og brenna á báli. Prótestantisku kirkjurnar eru einnig sekar í því, og geta aldrei þvegið af sér þá svívirðu. Kbl. játar að kirkjan só ófullkomin. Er þó ekki kristindómrinn í eðli sínu fullkominn? Kbl. játar, að kirkjan kenni ekki fullkominn kristindóm. Fjallk. er þar á sama máli, og sér ekkert á móti því, að finna að því sem ófullkomið er. Hitt eru ósannindi, sem Kbl. ítrekar enn, að Fjalik. af illgirni (“óvinveittum hug“) hafi ráðist á aðalatriði („helgustu atriði") kristindmnsins. Sanni ritstj. Kbl. það, eða heiti ella ósanninda- maðr. Geri hann svo vel að sýna fram á, að það sé satt, er haun segir, að „liver einasta grein frá hendi ritstj. Fjallk., hvort sem hún er frumsamin eða bara þýdd, sé skýr sönnun fyrir þvíu að Fjallk. kenni „vantrú“. Að endingu vill Fjallk. ráða Kbl. til að hætta sór ekki út í deilur um trúar og kirkju mál. Það mun og vera fjarri tilgangi þess. Fjallk. vill einn- ig að sínu leyti komast hjá að deila um þess kon- ar efni. „Til hugsandi mamia“ heitir ritlingr einn, sem Jón ritstj. Ólafsson hefir gefið út í Winnipeg. Efnið er um trúrækni Islendinga að fornu og nýju og um trúarmál þeirra í Yestrheimi. I síðari hluta ritlingsins er ljóðabróf til séra Jóns Bjarnasonar frá höfundinum, og af því að bæklingr þessi er í fárra manna höndum hér á landi, enn Ijóðabrófið lýsir vel trúararskoðunumjhöf., setjum vér hór kafla úr því: Þér er velkomið að stimpla mig sem vantrúar-barn og varpa mér út á kyrkjunnar fordæmingarhjarn. Ég trúi sjálfsagt liklega langt um færru’ enn þú; enn á því litla, sem ég trúi, hef ég örugga trú. Til dæmis: ég trúi’ ekki, að eilíf drottins náð hafi ætlað nokkra manus-sál fyrir djöfulsins bráð til píslar og pyndinga’ um endalaus ár, svo aldrei linni kvöl eða þorni þeim tár. Enn eg trúi’ að manns-sálin sé algæskunnar verk, og þótt ilskan verði megn, sé þó drottins hönd eins sterk. Og kyrkjufélags trúarjátning trúi ég ei neina til þá vera’ í heimi, er sé hin rétta eina. Ég trúi því, vinur, að trúin mín sé tíu sinnum göfugri’ og sannari’ enn þin. Enn ég trúi líka’, að huggandi’ og heilög eins sé þér og hjartfólgin þín trú, eins og mín trú er mér. Og að við samleið eigum um eilífð, ég og þú — ja, ekki reyndar veit ég það, enn það er mín trú. Og alt, sem eg geri’ ilt, það ég enginn trúi’ að fái afpláuað, svo sjálfur ég hjá þvi sleppa nái; ég trúi því, að einni og sjerhverri synd fylgi seint eða snemma hegning í einhverri mynd; eins vist eins og afleiðing orsök fylgir beint, J eins öruggt komi þetta fram snemma eða seint — j ef ekki’ i þessu lífi, í öðru lífi þá. | Enn — endurlausnar-trúnni leiði’ eg minn hest frá. I Ég trúi þvi að eitt sinn fái allir menn bætt I fyr allar sínar misgerðir og hvert sár verði grætt; og að sérhvers manns sála sé sjálfsagt til þess fær að sífelt verða betri og guði fœrast nœr. Enn ég trúi því ekki, að til sé nokkur djöfull, sem leggi mig i hlekki fyrir það að mér vildi’ ekki ganga svo glatt, að gleypa það með trúnni, sem ég hugði’ ei vera satt. Æ, brýndu fyrir mönnunum að elska hverjir aðra, enn ekki’ að vera’ að bíta og hvæsa’ eins og naðra. [ Æ, brýndu fyrir mönnunum að gera sem mest gott (þann guði mundi kærast að sjá af trúnni vott), að bæta eftir megni sem flestra bræðra böl, j að binda’ um þeirra sár og lina þeirra kvöl. Og að credo þurfi ei vissa til þess kærleiks-verk að vinna, æ, að kristnum jafnt sem heiðnum þann boðskap vildir inna. Mín trú er ekkert líkinda lauslegt hald, { það er lifskoðun mín bjargföst, sem heíir á mér vald, j og lausari’ enn það er hún í mjer ei, að i henni ég lifi, og fús i henni’ eg dey. j Mitt lif hefir hún friðað, við lifið alt mig sætt, hún lýsir mér, svo öruggur ég dauðanum get mætt. Þótt til eilífðar mér bölvir og bannsyngir þú, ég býtta’ henni ekki við þína orþodoxu trú. Eftir þinni trú vor annarhvor ættingi’ og vinur í eilífu helvíti vafaiaust stynur;

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.