Fjallkonan - 23.02.1892, Page 1
IX. ár.
Xr. 8.
FJALLKONAN.
Árg. 3kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. ReykjaVÍk, 23. febrÚar 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18.
„Sjálfsfræðarinn“.
Er „Sjálfsfræðinií“ hættr aðkomaút? eða hvern-
ig stendr á því, að hætt var við að gefa hann út?
Svona eða þessu líkt spyrja, sumir, og verðr svar-
ið oftast á þá leið, að hætt sé við útgáfuna nú, af
þeirri ástæðu, að alþingi 1889 hafi neitað útgef-
andanum um viðunanlegan styrk til svo dýrrar og
vandaðrar útgáfu, sem á „Sjálfsfræðaranum“ átti
að verða.
Ef því er nú þannig varið, sem ég hygg, að
„Sjálfsfræðarinn“ sé hættr að koma út, þess vegna,
þá virðist mér það hera hryggilegan vott um
smásálarskap þingsins, að hafa lostið „Sjálfsfræðar-
annu þannig banahögg með fjárstyrks synjan sinni,
einmitt þegar hann var í fæðingunni, og þannig
komið í veg fyrir að einhver hin þarfasta og um
leið hentugasta alþýðu-fræðibók kæmist á gang.
Yirðist mér sem þinginu hafi verið mislagðar hendr
í þessu, þar sem það þó árlega veitir stórfé til
alþýðuskóla og annara nauðsynlegra stofnana; enn
eins og allir vita, er ómögulegt að allir geti geng-
ið á skóla, allra síst upp til sveita, og verðr því
allr þorrinn meira og minna að fara á mis við skóla-
lærdóminn. Enn úr þessu bæta góðar alþýðlegar
fræðibækr. Nú sem stendr höfum vér enga slíka.
tír þessum skorti hefði „Sjálfsfræðarinn“ bætt, því
eftir því litla, sem út kom af honum, að dæma,
virðist sem hann myndi vel hafa náð tilgangi sín-
um, og með tímanum orðið kær gestr á hverju
heimili.
Fari nú svo, sem miðr væri, að „Sjálfsfræðarinn“
hætti með öllu að koma út, þá tel ég bráða nauð-
syn á, að gefa út í annað sinn „Lestrarbók handa
alþýðu“, endrbætta útgáfu af bók séra Þórarins
Böðvarssonar, því þá bók tel ég að flestu góða.
Bók þessi er nú fyrir löngu uppseld, og sýnir það
fremr öðru, hvað mikilli almenningshylli hún hefir
náð; og efa ég því ekki, að henni yrði tekið tveim
höndum, ef hún yrði gefin út að nýju, aukin og
endrbætt.
Sumum kann að virðast 'sem umkvörtun þessi sé
eigi á rökum bygð, þar menn hafi til þessa tíma
haft „Iðunni“ og fleiri þess konar rit, og „Iðunn“
hafi sameinað það tvent, að vera bæði frœðandi og
shemtandi. Þetta var að mörgu leyti satt, enn nú
er sá galli á, að „Iðunn“ er hætt að koma út, og
það fyrir nær tveim árum, og tel ég það illa farið.
Mér finst að þingið ætti að styrkja sem mest út-
gáfu á velsömdum og hentugum fræðibókum handa
alþýðu. Eg er sannfærðr um, að þær gerðu meira
gagn enn sumar skólanefnur, sem kostaðar eru af
almannafé. S. J.
Aths. ritstj. Eftir þvi sem oss er kunnugt, mun
útgef. „Sjálfsfræðarans“ halda honum áfram, ef þessi
byrjun, sem út er komin, selst svo, að nokkur lík-
indi séu til að framhaldið borgi kostnaðinn. Það
er og ekki ólíklegt, að þingið kynni síðar að veita
styrk til útgáfunnar.
‘Kensla í söng.
Langt er nú síðan „Yísi“-Œsli lagði það til, að
stofnaðr yrði söngskóli á Þingvelli, og langr hefir
orðið aðdragandinn að því, að kenna fólkinu að
syngja á „sönglandinu", sem Bayard Taylor kall-
aði. Hér yrði of langt að rekja sögu þess máls,
enn vér viljum að eins benda á í fám orðum, hve
mjög vanti á, að kensla í söng só enn komin í
æskilegt horf hór á landi, þótt nú hafi verið lagt
til hennar almannafé í mörg ár.
Eins og kunnugt er, hafa einum manni, hr. Jónasi
Helgasyni, nú í nokkur ár verið veittar 1000 kr.
á ári til að kenna kirkjusöng og organslátt (þar í
einnig laun fyrir organslátt í dómkirkjunni). Að
öðru leyti hefir landsstjórnin ekkert gert til að
hlynna að söngkenslu eða veita henni eftirlit.
Með þessu móti hafa margir menn víðsvegar á land-
inu notið söngkenslu í Eeykjavík einn vetr eða
part úr vetri, og hafa þá horfið heim til átthaga
sinna til að kenna aftr út frá sér seinna og leika
á kirknaorgön. Það mun þó óhætt að fullyrða, að
á jafhstuttum tíma geti fæstir lokið slíku námi,
svo að viðunandi sé, nema þeir séu því betr und-
irbúnir. Enn venjulegast mun vera, að nemendr
í byrjun kunni svo að segja ekkert í þessari grein
og þekki jafnvel ekki nótur. Hér við bætist, að
þegar nemandi kemr heim frá náminu, hefir hann
oft ekkert hljóðfæri til að æfa sig á, sem þó er
nauðsynlegt, ef hann á ekki að týna niðr því litla,
sem hann hefir lært. Alþýða skoðar venjulega þessa
menn, sem farið hafa tíma og tíma til að læra, sem
fullkomna organleikara, sem eðlilegt er, þegar þeir
taka undir eins að sór organslátt í kirkjum. Af-
leiðingin af þessu verðr sú, að söngframfarirnar
verða næsta litlar og áhuginn daufr hjá alþýðu,
því að hún finnr ekki neina fegrð í söng og org-
anslætti hinna „útlærðu“ manna, og veit ekki, að
annað betra só til.
Hið eina ráð til að glæða tilfinningu og áhuga
fyrir sönglegum framförum er, að þeir sem kunna
geti sýnt með lærdómi sínum, að söngrinn fari
verulega batnandi, enn það getr enginn, sem ekki
hefir haft góða kenslu að minsta kosti í tvö ár.
Þegar þess er gætt, hve kostnaðarsamt það er
að nema söng og læra að leika á „harmoníum“, þótt
ekki sé nema um einn vetrartíma, þá er það ekki
lítil hindrun fyrir sönglegum framförum, og ekki
er til launa að vinna, því að þegar organleikarinn
hefir lokið náminu, verðr hann annaðhvort að taka
að sór organslátt fyrir alls ekkert, eða fyrir mjög
litla borgun, 20—50 kr. um árið. Og þessum litlu
launum, ef þau annars eru nokkur, heldr hann ekki