Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 2
38 FJALLKONAN. IX, 10. stundir, mundi mega veita sveitarrétti dómsvald í smærri málum. Þetta fyrirkomulag, [eða því líkt, mundi lótta störfum á dómurunum við hina æðri rótti. Athugasemdir þessar heíi óg gert í þeim tilgangi; að menn athuguðu málið og hreyfðu þeim atriðum, sem hór er vikið að, á málfundum víðsvegar um landið, til undirbúnings fyrir alþingi. B. B. Uppeldi og mentun unglinga á ókoinnum tíma. „Framtíðar verkefnið i uppeldinu“, segir G-rant Allen, „mun fyrst og fremst verða það að uppala unglingana í raun og veru. Fyrst mun framsett sú spurning: „Hver aðferð er röklega og óskorað hin besta til að uppala og fræða menn og konur til starfa þeirra og stöðu í heiminum?" Á liðna tímanum var það ekki gert. Gramlahorfs uppeld- ið erfði eftir Grikkland og Róm og Miðalda-Ev- í rópu alskapað skipulag (system) illa lagað og af handa hófi, frá þeim tíma, er staða mannsins í nátt- úrunni var misskilin, lífí'ræði alls engin til og eðl- isíræði óþekt, þegar alt var kúgað aí kóngum, keisurum og páfum, og skipulagið var tekið upp án ( rannsóknar um, hvort það dygði í raun og veru, I eða hvort ekki mætti setja annað í staðinn. Og ! höfuðvilla þessa skipulags — sem vór höfum enn, j — er sú, að það kennir orð í staðinn fyrir hluti; það er í orðsins versta skilningi eingöngu bók- mentalegt kenslu skipulag: að lesa, skrifa og tala tungumál eru þess einu hugmyndir. Það vanrækir sérhverja hlið lífsins, nema hina orðlegu. Það uppelr oss (eða fer á mis við að uppala oss) eins og það væri vort eina starf á fullorðins árunum að lesa og skrifa bækr, að semja og heyra ræður, eða rökræða afdregin (abstract) efni á ensku, latínu, frönsku eða þýsku. Uppeldis stefna framtíðarinn- ar mun hafa hrein endaskifti á þessari öfugu að- ferð. Hún mun litla áherslu leggja á orðin, enn mikla á hlutina, sýsla fremr lítið við bækr enn í þess stað láta koma bein kynni hlutanna, hinna verulegu hluta, hinna áþreifanlegu náttúru sanninda. Hún mun hafa tvö aðalmarkmið fyrir ■ augum; fyrst að æfa vitsmuni vora, athugan, nám og dómgreind; og í öðru lagi að birgja upp heila- bú vort með ríkulegu þekkingarsafni — reynslu- dæmum, meginlögum, allsherjarsetningum, ályktun- um. Og þeim sem í þessu efni eru vitrastir, ber saman um að báðum markmiðunum megi ná með einum og sama kenslu verknaði. Sú þekking, sem eftirsóknarverðust er, hún gefr á sama tíma þá æfingu, sem eftirsóknarverðust er. Engin andleg æfing er eins góð fyrir andann og sú sem lítr að námi verulegra hluta. Orðmynda- fræði og grísk orð gagna ekkert til að liðka og efla reglubundna hugsun eða nákvæma athug- un — í samanburði við það sem heilbrigð fræðsla í hinum verklegu alheims sannindum veitir. Maðr- inn er lifandi, liffærileg (organisk) vera; þess ber umfram alt að gæta. Fyrir því er fyrsta atriðið í uppeldinu að láta þenna lífskapnað (organismus) taka framförum, alla hans parta: limi og vöðva, hjörtu og lungu, heila og taugakerfi, alla hans hæfileika, fólagslega, siðferðilega og trúarlega. Æfing, íþróttir, beiting handa, armleggja, fóta, líkam- inn allr — þetta er undirstöðuatriði skynsam- legs uppeldis. Heilbrigði fyrst, svo þekking á eft- ir. Sjáið til, að synir yðar og dætr geti hafið skeið sitt sem velgerðir, atgerfi-búnir, heilbrigðir karlmenn og kvenmenn — sjálfstæðir, fullfærir borgarar. Þau munu eigi að eins verða sælli, heilsu- betri og fríðari, heldr einnig í orðsins sanna skiln- ingi mentaðri, og að því er sálina snertir, þrek- meiri, heilbrigðari, hreinni og siðbetri; þau munu horfa kringum sig yfir heiminn frá hærra og holl- í ara sjónarmiði; og þegar þar að kemr, munu þau verða foreldrar betri barna, sem meðtækilegri verða fyrir gott uppeldi11. ALMENNINGSBÁLKR. Bráðapestin. Sigurðr nokkur Sigurðsson liefir i 7. blaði ísaf. þ. á. ritað grein um lyf það er Lárus Pálsson lét af bendi bráðapestinni tii varnar siðastliðið haust, og fer um það mörgum niðrandi orðum bæði til þeirra er reyndu þetta varnarmeðal og þess sem úti lét. — Af því hann bendlar minn bæ, Kiðjaberg, við sögu sina, get ég ekki látið þessari grein nefnds Sigurðar ósvarað með fám orðum, því þessi Sigurðr fer alveg vilt í sinni ágiskun, hvað minn bæ snertir, og getr svo víðar verið. Ég var einn þeirra, sem reyndi þetta meðal næstliðið haust, og gaf það inn þeim feit- ustu og vænstu vetrgl. kindum mínum, sem ég eftir reynslu minni áðr hafði helst grun um að pesthættast mundi, og fór svo að ekkert drapst af þeim; líka veit ég um tvo nágranna mína, sem brúkuðu sama meðal, þó þeirra sé ekki getið í nefndri grein; annar er i Hraunkoti; þar drápiist 6 kindur af 40, sem inn var geíið, og hefir bráðafárið þar áðr gert mikið tjón; hinn bærinn er Gíslastaðir, þar sem síðastliðin vetr drápust 70 fjár úr sömu veiki; bóndinn þar gaf þetta lyf Lárusar 60 kindum og misti þar af 1 kind úr bráðapest. Víðar er mér ekki full- kunnugt um áhrif þessa varnarmeðals Lárusar. Af þessu er að minsta kosti ég í vafa um áreiðanleik á skýrslu nefnds grein- arsmiðs um þá nefndu bæi, er hann nefnir í grein sinni, en auð- séð er að honum hefir verið hugarhaldið um að taka munninn fullan í þessu atriði, af hvaða hvötum veit ég ekki. Enn hitt er víst, að ekki hefir það nærri alstaðar reynst trygging fyrir bráðapestinni, að taka fé snemma á gjöf að haustinu; það hefi bæði ég og nágrannar mínir i haust reynt, og hefir drepist eins fyrir því, og mun því ekki vanþörf á, að eitthvað nýtt sé reynt til að sporna við þessari eyðileggjandi sýki í sauðfénaði, enn ekki er heldr von til að slikar tilraunir takist fullkomlega í byrjun, enn með reynslunni komast menn á síðan að takmark- inu. Ér því fremr virðingarvert enn áfellisvert, að tilraunir séu gerðar sem oftast i þessa átt. s,/a 92. Gunnl. Heimssýningin í Chicago. Edison hefir beðið nm */, hluta af húsrúmi því sem ætlað er rafmagns- vélunum á sýningunni, eða 35000 ferhyrningsfeta rúm. Hann segir sjálfr, að hann muni sýna þar ýmsar nýjar fúndningar, sem muni vekja undrun um allan heim. Annar Ameríku-maðr ætlar að byggja márska höll á sýningarsvæðinu, og sýnir í henni marga furðulega hluti. Meðal annars háanstöpul hlaðinn úr tómum gullpeningum, sem jafngilda 37^/a mil- jón króna, og verðr glerhvolf yfir hlaðanum. Enn ef ! svo færi, að einhver fingralangr maðr vildi seilast

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.