Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 1
IX. ár. Nr. 10. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi la. júlí. Reykjavík, 8. mars 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingboltsstræti 48. Dómaskipan og lagakensla. m. Við hverja mnbótatilraun verðr að hafa framtíð- ina fyrir augum. Ef gera á breytingar á dóms- valdsskipuninni, hvort heldr á æðra eða lægra stigi, verðr það að vera Ijóst, hvernig skipa beri dóms- valdi í landinu yfir höfuð (á öllum stigum). Sú stefna mun nú vera að ryðja sér til rúms meðal helstu framfaraþjóða heimsins, að færa dóms- valdið meira í hendr almennings, koma á kviðdóm- um, eða alþýðudómum, sem fyrsta eða lægsta stigi þess, og má gera ráð fyrir, að svo verði viða innan skamms. Annað stig dómsvaldsins hér yrði þá héraðsdómar, eða öllu fremr fjórungsdómar, enn landsyfirdómr- inn hið þriðja og æðsta stig þess. Breytingar frá því sem nú er ættú því að miða til að koma þessu eða þvílíku skipulagi á dóms- . valdið í landinu. Héraðsdómurum ætti sem fyrst að fækka, og stækka dómhéruð þeirra (2-—3 sýslur eða heill landsfjórðungr hvert). Enn um leið verðr að létta á þeim ýmsum umboðsstörfum, lögreglustjórn og jafnvel rannsóknum mála. Slik störf má fá í hendr sveita-löggæslumönnum (= hreppstjórum). Fara nú að verða alment völ á svo mentuðum mönnum (t. d. gagnfræðingum) í þá stöðu, að trúa má þeim fyrir að leysa af hendi flest manntalsþingastörf, sem nú tíðkast,1 með fleiru. Eðlilegra er að annar maðr enn dómarinn rann- saki málin. Dómarinn er orðinn of háðr málinu þegar hann er (í sakamálum) búinn að höfða það (ákæra hinn sakborna) og rannsaka. Oftast eru sveitungar hins sakborna auk þess kunnugri mann- inum og málavöxtum enn dómarinn, eiga því hæg- ara með að komast eftir hinu sanna. Ætti svo rannsóknarinn (= löggæslumaðr) ásamt tveim þar til kjörnum mönnum (sveitarréttr) að láta álit sitt um málið fylgja rannsóknarréttarskjölunum til dóm- arans (fjórðungsdómsins). Fengju löggæslumenn, 150—170 að tölu, 75— 100 kr. föst laun úr landssjóði, enn sýslumönnum fækkaði um helming eða meir (um 9—10), yrði það talsverðr sparnaðr fyrir landsjóð. Kæmist lagakensla á innanlands, er svo væri fyrirkomið, að hver sem vildi ætti kost á að taka þátt í náminu (hlýða á fyrirlestra), mundu margir alþýðumenn nota það til að búa sig undir lög- gæslumanns-stöðuna. IV. Sættalöggjöfina, sem öll er úrelt, þarf að athuga. Yel skipuð sáttanefnd getr mikið dregið úr fjölda 1) Lög er nú hætt að lesa á þingum, og er það hnekkir fyrir lagaþekking almennings, sem ekkertveit um lögin, þótt þau liggi á hyllum hreppstjóranna í Stjórnartíðindunum. Ný lög, einkum þau er almenning varða, ættu hreppstj. að vera skyldir að birta á hreppskilaþingum, helst oftar enn einu sinni. Við það festast þau í minni. dómsmála. Yel völdum sáttamönnum tekst að sætta flest mál; illa völdum fá, ef málspartar eigi koma sér saman sjálfir. Yanalega er prestrinn 1. sáttamaðr. Enn prestar eru mishæfir til þess sem aðrir menn, og það því fremr sem svo margir prestar hér á landi eru óhæfir til flestra eða allra prestlegra starfa: ganga í prests-stöðu af ytri þörf. Sumir eru þeir málavafstrsmenn, sem hvetja enn eigi letja til málsókna. — Sáttamenn ætti að kjósa í héraði, einungis með tilliti til hæfileika þeirra. Yitanlega er 2. sáttamaðr oft eigi síðr illa val- inn. Til að sýna mishæfileik sáttamanna, set ég hér dæmi af tveim 2. sáttamönnum, sem ég þekki. 1. Mál hófst milli tveggja orðlagðra rifbalda út af illyrðum og barningum. Sem 2. sáttamaðr mætti við sáttatilraunina bóndi, sem þótti laginn á að semja milli manna. Mestallan vorlangan daginn stóð sáttafundrinn. Yar hinn setti 2. sáttamaðr oftast á gangi úti með málspörtunum til skiftis, enn 1. sáttamaðr (prestrinn) dvaldi fyrir hinum á meðan í stofu. Þannig tókst sætt að lokum, og duldist engum er til þekti, að það mundi bóndans alúð einni að þakka. Sami maðr hefir oft verið við sáttatilraunir, er ætíð hafa vel tekist. Enn skipaðr sáttamaðr hefir hann eigi verið. 2. Mál hófst út af meiðyrðum í blaðagreinum, er 2. sáttamaðr var valdr að, enn lét aðra bera á- byrgð á. Á sáttafundi lét kærandi effcir, að þessi 2. sáttamaðr fjallaði um sæt.tina, ef liann treystist að koma frarn lilutdrœgnislaust. Eigi að síðr gerði hann að eins að verja hina kærðu, og er öll vörn hans var gerð ónýt, tók hann að bera kæranda hinum illkynjuðustu lygabrigslum og þannig reyna að spilla skapi hans, svo sætt eigi tækist. Hans vegna varð eðlilegri sætt eigi á komið. Loks fann kærandi það ráð, að semja sáttayfirlýsing þannig, að 2. sáttamaðr misskildi hana skjólstæðingum sín- um í vil, og komst því á sætt að nafni til. Naumast mun unt að misbeita stöðu sinni og rjúfa eiða freklegar enn þessi 2. sáttamaðr þá gerði. Eru fleiri lík dæmi um hann. Og ef amtmanni mistekst sáttamanns-útnefning svo hraparlega í næstu sveit við bústað sinn, er eigi að undra, þótt það mistakist i fjarlægum sveitum. Þó fáir sáttamenn kunni að vera jafnóhæfir sem þessi, eru líklega of fáir jafnvel fallnir sáttamenn sem sá er fyrra dæmið getr um. Enda er sátta- mönnum vorkunn, þó þeir eigi leggi sig svo í líma fyrir sáttaumleitanir, að þeir eyði til þess ærnum tíma og fyrirhöfn, svo smánarlega sem þeim eru borguð ómök sín við sáttatilraunir. Ætti að ákveða þeim hærri þóknun, minst 3 kr. hvorum, er máls- partar borguðu. Kæmust sættir eigi á fyrir sáttanefnd, ættu mál- in að ganga til löggæslumanns, er þá leitaði enn um sættir, og, tækist sætt eigi, þingaði í málinu. Skyldi sveitarréttrinn síðan leggja úrskurð á málið, er skjóta mætti til æðri dóma. ;— Þegar framliðu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.