Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 08.03.1892, Blaðsíða 3
8. raars 1892. FJALLKONAN. 39 í peningahlaðann, er svo umbúið, að ef umsjónar- menn drepa fingri á dálítinn hnapp, hverfr allr | gullhlaðinn i rammlegan járnskáp. Nýtt herskip, sem verðr alt öðru vísi enn áðr hefir tíðkast, á að sýna á sýningunni. Það verðr 348 fet á lengd, 70 fet á breidd og kostar 100000 doll. Gufuskipafélagið „Atlantic Transport Company“ flytr sýningarmuni ókeypis frá London til New- York, Baltimore eða Fíladelfíu, og þurfa þeir sem senda að eins að borga útskipun og uppskipun á | mununum. Með þessu móti verðr mjög kostnaðar- j litið að senda muni úr Evrópu á sýninguna. Háskólar í öllum heimi eru nú 147 að tölu. Fjölsóttastr er háskólinn í París með 9900 stúdent- um, þar næst háskólinn í Vín með 6000 og háskól- inn í Berlín með 5000. Eftirleitar-lögreglumenn (detectives) í Lundún- um eru 400 manns. 500 börn í London, yngri enn 10 ára, vórutek- in í hald á 12 mánuðum, síðustu mán. ársins 1890 og meiri hlut ársins 1891, fyrir drykkjuskap. Edison var, er síðast fréttist, á ferð til Bússlands. Ætlaði að halda fyrirlestra um nýjustu fundning- ar sínar á rafmagnsvélasýningu í Pétrsborg. t6ralvaníséring‘ með blýi. I staðinn fyrir zink, sem hingað til hefir verið haft til að galvaní- sóra með, er nú farið að hafa blý til þess, sem er helmingi ódýrara og þó haldbetra. er síðast fróttist, enn góðr afii á Miðnesi, í Höfn- um og Grindavík. — A Eyrarbakka kominn góðr afli; var komið um 300 í hlut hæst um mánaða- mótin. Sömul. allgóðr afli í Þorlákshöfn; sömul. kominn afli á Stokkseyri og Loftsstaðasandi. — I Landeyjum var um sama leyti 80 fiska hlutr hæstr, helmingr ýsa; allgóðr afli í Mýrdal og undir Eyja- fjöllum, enn tregr afli í Vestmannaeyjum. Bráðkvaddr varð 4. febr. Vernharðr Jónsson, fyrrum bóndi, frá Ásgautsstöðum í Stokkseyrar- hreppi, „ættaðr af Rangárvöllum, lætr eftir sig mannvænleg börn og vel uppalin11, og 11. febr. varð bráðkvödd vinnukona frá Vestri-Móhúsum 1 sama hreppi, Ingunn að nafni. — Þau urðu bæði bráðkvödd svo að segja á sama blettinum, á björt- um degi, skamt frá Kalastöðum í Stokkseyrarhverfi. Fyrirspurnir og svör. 1. Br móðir, sem er í kúsmensku með börnum sinum, sem öll eru yngri enn 14 ára, skyld að gjalda dagsverk og ljóstoll? — Svar: l>að er komið undir því, hvort hún tíundar eða ekki. Ef hún tíundar ekki, má neita spurningunni. 2. Hefir ekki sonr, sem býr með móður sinni, atkvæðisrétt í safnaðarmálum, ef hann er 20 ára? — Svar: Nei, með þvi það mun vera móðirin, sem geldr til prests og kirkju. 3. Hve margar álnir á landsvísu ber að borga presti fyrir hjónavígslu, og er það ekki jafnt fyrir ríka og fátæka? — Svarr Borgun fyrir hjónavígslu er 6 ál., enn prestar mega þiggja meiri borgun, ef boðin er. Þeir, sem þiggja af sveit, eða hefir verið gefið eftir fátækra útsvar og þurfamanna tiund, eru þó ekki lög- skyldir til að borga hjónavígslu. Nýfundinn þjóðflokkr. Carl Lumholtz, sænskr náttúrufræð- ingr, sem einkum er kunnugr af ferðum sínum meðal villimanna í Ástralíu, er nú á ferð í Mexíkó að kynna sér þar ókunnan þjóðflokk, sem hefst við uppi í afskektum fjöllum, og er haldið j að sé óblandnir niðjar hinna fornu Mexíkó-manna, sem bygðu | þar þegar land var þar fyrst numið af Evrópumönnum. Sé svo, er talið víst, að þessir menn geymi enn leifar hinnar fornu menn- | ingar Mexíkó-manna, enn Mexíkó-menn hafa ekki þorað að grensl- ast eftir þessum fjallabúum, og er þó sagt að auðugar námur séu í fjöllunum, sem ekki eru notaðar. Prófessor í guðfræði við prestaskóla „presbyteríana" í New York, Charles Briggs, hæfiieikamaðr og lærðr vel, var fyrir skömmu kærðr fyrir trúvillu og honum gefið að sök, að hann hefði sagt, að kenningin um óskeikulleika biblíunnar næði engri átt, þar sem biblían væri rituð á ekki skemmri tíma enn 2000 árum, og hefði því í sér fólgnar skoðanir og lærdóma frá ólikum menn- ingarstigum. Um Abraham, ísak og Jakob sagði hann, að ef þeir hefðu verið uppi á þessum timum, mundu þeir ekki einungis hafa verið rækir úr samfélagi siðaðra manna, heldr orðið að gista í betrunarhúsinu. — Honum var stefnt á kirkjuþing, og hélt hann þar langa varnarræðu. — Enn að henni lokinni stóð upp einn af höfðingjum „presbyteríana“ og lýsti yfir þvi, að málið skyldi falla niðr. Lady Burton fékk að erfðum eftir mann sinn þýðingar af 1 aröbskum sögum, mjög fágætum. Henni vóru boðnar 30 þús. dollara fyrir handritið, enn þótt þetta handrit væri aleiga henn- ar, tók hún ekki boðinu, heldr brendi handritið, af þvi hún áleit i sögurnar siðspillandi. Helgi Jónsson, 3 Aðalstræti 3, kaupir Tuskur (helst prjón). Hvalskíði. Segldúk gamlan. Kaðal Netaslöngur Járn Kopar Eir Látún Zink Blý Tin Bein Lambskinn. Folaldaskinn. Hundsskinn. Kattaskinn. Tóuskinn. Sauðagærur svartar. do. hvítar. Kálfskinn, órökuð. Tog. Ullarhnot. Hrosshár. Álftafjaðrir. Nýjir kaupendr Fjalllionuniiar 1892, sem ekki hafa keypt Uaðið áðr, fá, auk árgangsins 1892, ár- gangana 1890—91 innhefta, fylgiritið „Oefjunni11, sem flytr fróðlegt og skemtilegt efni, Landnemann, sem kemr út einu sinni í mánuði og flytr fréttir frá Islendingum í Yestrheimi, og „Hagskýrslur frá Islendingum í Vestrheimi11, 8—12 arka rit, ef þær verða gefnar út, eða alls um 180 arkir á þrjár krónur. Þetta tilboð stendr ekki lengr enn tii apríl-ioka, að því er snertir árgangana 1890 og 91. Tíðarfar. í hlákunni, sem var um mánaðamót- in, tók nokkurn snjó, svo að hagar komu upp all- viða hór sunnanlands. Nú er aftr komin norðan- átt og frost mikið. Attabrögð. Nú var tekið fyrir aflann í Garðsjó, Egils saga, útgáfa dr. Finns Jónssonar, verðr keypt fullu verði. Ritstj. vísar á. Þessi bl'óð úr Fjallkonunni 1891 kaupir útgefandi: nr. 2., 11., 14. og 32. Þeir sem hafa fengið þessi blöð ofsend, eru beðnir að endrsenda þau og gera útgefanda reikning fyrir burðargjaldi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.