Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1892, Page 2

Fjallkonan - 20.04.1892, Page 2
62 FJALLKONAN. IX, 16. uni ekki neitt í allieiminum, sem sýni forliugsaða eða ráðna athöfn. Það má röksanna, að engin slík at- höfn heiir átt sér stað svo þúsundum alda skiftir. Enn þúsundir alda er svo sem ekkert í óendanleik- anum. Það sem vér köllum langt, er stutt, þegar það er mælt með öðrum kvarða. Þegar efnafræðingr ár, þá snertir hann ekki tilfæriugar sínar allan þann tíma. Alt sem þar gerist, stjórnast þá af lögum með- vitundarlauss efnís, enn ekkert er á móti því, að vilji hafi komið tilrauuinni af stað, og að hann láti aftr til sín taka, þegar tilraunin er búin. Miljónir smádýra (mikrober) hafa getað orðið til innan i til- færingunura á þessu millibili. Ef smádýr þessi hefðu næga vitsmuni, mundu þau geta sagt: „Þessi heimr stjörnast ekki af neinum persónulegum vilja“. Þau mundu hafa rétt að mæla, að því er snertir hinn stutta tíma, sem þau hafa gert athuganir sínar, enn þau mundu hafa rangt fyrir sér, þegar litið er á hina stóru heild“. „Yera má, að það sem vér köllum óendanleika sé ekki nema eins og ein mínúta á milli tveggja stór- uudra. Um það sem er hinum megin óendanleikans getum vér að eins sagt: ,Vér vitum eklci'. Vér skulum ekki neita neinu, né fullyrða neitt, vér skul- um vona .... Ógurleg andleg niðrlæging mundi koma eftir þann dag, er trúin hyrfi af jarðríki. Vér getum sem stendr verið án trúar, af því aðrir trúa fyrir oss. Þeir sem ekki trúa fylgjast með þorr- anum, sem er meira og minna trúaðr. Enn komi sá dagr, að múgrinn hafi enga trú framar, þá munu jafnvel hinir hraustustu berjast eldlausir. Það mann- kyn, sem trúir á ódauðleik sálarinnar, er miklu dug- meira enn hitt, sem ekki trúir á hann. Sanngildi mannsins fer alveg hlutfallslega eftir þeirri trúartil- finningu, sem býr í brjósti hans frá barnæsku og breiðir blæ siun og angan yfir líf hans. Hinir trú- uðu lifa á skugga. Vér lifum á skugga skuggans. Á hverju munu menn lifa eftir vora daga? Þrætum ekki um tegundir eða háttu trúarinnar; látum oss nægja að neita henni ekki; höfum hugfast þetta tvent: hið ókomna og það að geta dreymt. Þótt hin opinberuðu trúbrögð, sem kölluð eru, hljóti óhjákvæmilega að breytast og líða undir lok, má það ekki verða til þess að trúartilfinningin hverfi eða deyi“. Bréf úr Njarðvíkum. Fiskifréttir. — Kirkjublaðið. — Bjargráðamál. — Kaupfélag. — Fiskisampykt. Af fiskifréttum héðan innanvert við Skagann er fátt fagrt að segja. Haustvertíðar aflinn og afla- brögðin á milli vertíða var oftast töluvert hátt að tali, enn fiskr mjög smár, svo fáir fengu neitt veru- legt af málfiski. Liklega hafa hlutir orðið frá því haustvertíð byrjaði og til þess net vóru lögð um og undir 2000 hjá þeim hæstu, enn fáir eiga neittveru- legt í salti af þessum afla. Fyrst vóru lögð þorska- net í Leirunni 20. mars, og aflaðist þá vel í þau á grunni, enn enginn lagði á djúp. Sama dag vóru lögð 3 hrognkelsanet aí Vatnsnesi, og lágu þau utan við þarabrún frá 20. til 30. s. m., og fengust í þau 140 fiskar. Sýnir þetta, að alian þennan tima var fiskr í allra grynstu fiskileitum; er því enginn efi á því, að talsverðir lilutir hefðu fengist, hefði mátt leggja þorskanot 14. mars. Þegar svo lögð vóru þorska- netin 1. apríl var fiskr nær því allr á burtu, sem máske hefir verið því að kenna, að dagana næst á undan var mikil leysing og rann ákaflega mikið mor og mold í sjóinn, því allar rásir ultu fram kolmór- rauðar; vindr stóð af landi, svo þessi óhreinindi breiddust útum sjóinn. Mörgum sýnist víst nú, að fiskisamþyktin hafi ekki orðið til blessunar þessa ver- tíð, því hún hefir að öllu útliti orðið til að hindra mörg bjarglítil heimili frá að ná sér fiski, svo að verslunarskuldir allar mega standa. Kaupmenn að | vonum þreytast á lánum, því að allir brunnar verða j uppausnir. Skyldu nú þessir samþykta smiðir hafa hugsað nægilega fyrir, hvar á að taka bjargræði j handa öllum þeim, sem líklega verða ósjálfbjarga þetta ár? í Grindavík, Höfnum og Miðnesi eru komnir bestu hlutir, hæst 600 eða meir, og fiskr óvanalega vænn og hlutarhæð jöfn, því sjóveðr og svo það livað fiskr gengr grunt, hefir gert flestum mögulegt að draga sig eftir björginni, svo þegar þess er gætt, að í Höfnum og Miðnesi var í sumar og haust afli góðr, má telja þar eitt með bestu árum, sem lengi hafa verið. Hér fýrir innan Stapa má víst telja 100 mik- inn afla, margir hafa fengið 30—40 og þar fyrir neðan, og útlit dauft fyrir nokkra verulega viðbót. Ekkert vart við hafsíld enn, enn altaf sést loðnusíli daglega og fiskr veðr uppi í því, sem þó er nú upp á síðkastið mest þyrskliugr, sem óvanalegt er að sé i um þennan tíma árs. Heilsufar fólks er hér um slóðir gott, og þá er andlega heilsan varla síðr, því nú er Kirkjubl. orðið hér talsvert útbreitt, og ætla mætti að það væri til hressingar andanum, að minsta kosti jólablaðið, sem fræddi menn um þennan makalausa „gráa dingulfót“. Þó held ég til séu einstaka vantrúaðar sálir, sem ekki skilja að náið samband sé með Jesú Kristi og jólakettinum. I Isafold f. á. er bjargráðaskýrsla frá séra Oddi á Stað, og þar í er sagt að allir í Keflavík brúki lýsi og flestir kjölfestupoka. Þetta er ekki satt, nema þá að helmingr eða rúmlega það geti talist allir, og 1— 3 af ellefu flestir, enn svona löguð tölvísi er hér ó- j þekt. Hún á máske við þegar heiðingjarnir verða taldir á himnum, sem njóta góðs af trúarboði kirkj- unnar þar suðr í Afríku og hinumegin jarðarinnar. Yfir höfuð er lífið hér nú dauft og framfaralítið, nema víndrykkja fer sífelt minkandi, og tæplega held { ég að mörgum hér um slóðir verði dreift við óhóf, því þó að menn, sem ganga alls á mis í fiskileysisár- um, það árið sem betr gengr efni sér spjör á kroppinn eða lagi næstum fallinn kofa, er ekki til- ! tökumál, og þvi varla að búast við safni eða leifum j frá hinum svokölluðu góðárum. Nú er talið líklegt að dagar kaupfél. Eosmhvala- neshrepps séu taldir, því fáir eru vinir þess snauða. i Ríkismenn sumir hafa ekki styrkt það til muna, enn mælt að þeim hafi þó þótt það óbeinlínis bæta vöru- verð sitt, og margir munu kannast við, að það hafi aukið verslunarkeppni í Keflavík. Áðr enn félagið myndaðist, fengust varla kol i Keflavík; meðan fé- lagið lifði vóru þar nóg kol; seinast í fyrra vetr, þegar ekki fengust kol í Reykjavík, var altaf kol að

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.