Fjallkonan - 20.04.1892, Side 4
64
FJALLKONAN.
IX, 16.
tDíana‘, danska iierskipið, kom
á annan í páskum.
Séra Jón Bjarnason í Winni-
peg lá fyrir dauðanum er síðast
fréttist. (jÖldin4, 17. febr.)
Kaupskip eru nú óðum að koma.
Komið eitt til Christensens versl-
unar og annað (í gær) til Geirs
Zöega & Co.
Aílabrögð eru góð á þilskipin
og verðr síðar greint frá þeim.
Tregr afli í suðr-veiðistöðunum við
Faxaílóa, enn góðr afli komin á
Inn-nesjum á grunni. — Hákarla-
skip Greirs Zöega & Co tvö nýkom-
in með um 100 tn. lifrar hvort.
Samsöngr var haldinn hér í bæn-
um á annan í páskum af nýju söng-
félagi, er nefnist „Söngfélagið frá
14. jan. 1892“. Formaðr Steingr.
Johnsen. í félaginu eru menn af
ýmsum stéttum. Söngrinn fór yfir
höfuð vel fram, einkum þótti vel
takast „Arie“ & „Chór“ ettir Mozart
sem hr. 0. Nickolin söng solo í. —
15 lög voru sungin, og var það of-
ætlun fyrir söngfl., að syngja svo
mikið í einu, án þess að hafa hljóð-
færi til styrktar.
íslenski sögubálkrinn hefst
í næsta blaði, gat ekki komið í
þetta sinn vegna rúmleysis.
Sjósótt.
Eg heíi verið mjög þjáðr af
sjösótt, þegar ég hefi verið á sjó,
enn öll læknisráð og meðul þar
að lútandi hafa verið árangrslaus.
Eg keypti þá flösku af Kínalífs-
elixir tii reynslu, þegar ég varð
sjóveikr, og eftir fáeinar mínútur
var mér að fullu batnað. Kína-
lífselixírinn er þannig að minni
reynslu alveg óviðjafnanlefft og
óbrigðult meðal við sjósótt.
p. t. Kaupnaannahöfn 17'/12. 1891.
Páll Torkolsson.
Menn eru beðnir að athuga ná-
kvæmlega, að á hverja flösku er
skrásett vörumerkið: Kínverji
með fflas í hendinni oq verslunar-
nafnið Valdemar Petersen, Frede-
rikshavn, enn fremur á innsiglinu
y. p. ,
'p í grænu lakki.
Fæst í öllum verslunarstöðum á
íslandi.
Nýkomiö: söðlaleðr, sólaleðr,
sauðskinn, kvenn-flókaskór og alt
sem lýtr að söðlasmíði og skómak-
araiðn. Alt betra og ódýrara enn
nokkru sinni áðr.
Talsvert af kvenn- off karlmanns-
{ fjaðraskóm og stígvélum hér gerðum,
sél ég að eins næsta niánuð með
| mikið niðrsettu verði á móti borgun
‘ út í hönd.
Reykjavík 29. mars 1892.
Björn Kristjánsson.
Til gamle og unge Mænd
anbefales paa det bedste det nylig i be-
tydelig udvidetUdgaveudkomne Skrift
af Hed.-ítaad Dr. Miiller om et
og om dets radikale Helbredelse.
Pris inkl. Forsendelse i Konvolut 1
kr. i Frimærker.
Eduard Bendt, Braunsehweig.
Fjaörasæng (madras) alveg
ný er til sölu fyrir óvanalega lágt
verð. Kitstj. vísar á.
Dr. Bohlen i Gotha, læknisráð J
! og héraðslæknir ritar:
Af þeim læknifræðislegu athug- !
unum, sem ég hef gert, get ég fyr-
ir mitt leyti mælt mjög mikið
með Brama-lífs-elexír Mansfeld-
Bullner & Lassens.
Gotha. Dr. Bohlen.
Fæst einung-is ekta hjá þessum útsölum
í Reykjavik: W. Ó. Breiðfjörð,
----J. P. T. Bryde,
----Eyþðr Felixson,
----W. Fischer,
----P. C. Knudtson & Sön,
----Jðn 0. Thorsteinson,
----N. Zimsen.
á Akranesi: Ottesen. .
„ Akreyri: Carl Höepfner.
„ Dýraflrði: N. Chr. Gram.
„ Eskifirði: Konsúl Carl D. Túlinius.
„ Eyrarbakka: Guðmundr ísleifsson,
„--------- Guðm. Guðmundsson.
„ ísafirði: Á. Ásgeirsson,
„------L. A. Snorrason.
í Keflavik: H. P. Duus.
4 Patreksfirði: M. Snæbjörnsson.
í Stykkishólmi: N. Chr. Gram.
á Stóruborg pr. Skagaströnd: C. Finnboga-
son.
„ Yestdalseyri: Sigurðr Jðnsson.
„ Ærlækjarseli: Sigurðr Gunnlögsson.
Einkenni á vorurn eina ekta Brama-lífs-
elexir eru firmamerki vor 4 glasinu og á
merkisskildinum á miðanum sést blátt Jjðn
og gullhani og innsigli vort MB & L í
grænu lakki er á tappanum.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búa til hinn verðlaunaða
Brama-lífs-élexir.
Kaupmannahöfn.
Yinnustofa: Nörregade No. 6.
Hæns 5—6
óskast keypt.
Bitstjóri vís-
ar á.
r
Iverslun Magnúsar Einarssonar úr-
smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð
fást ágæt vasaúr og margskonar vand-
aðar vörur með mjög gúðu verði.
Útgefandi: Valdimar ÁsmuncLarson.
Félasprentsmiðjan.
Okkr varð bverft við þetta, því að við þðttumst vita, að líf
mundi vera með líkinu, og þetta væri einmitt samskonar dæmi,
eins og við höfðum talað um. Nú fórum við að hugsa um, hvað
við ættum að taka til bragðs. Fyrst var um að gera, að koma
stúlkunni úr líkskurðarstofunni; okkr kom loks saman um að
fara með hana heim til okkar og biðja húsmóður okkar fyrir
hana og að lata engan vita um þetta. Þetta var stundu eftir
miðnætti, og enginn vakandi maðr í nánd. Vinr minn hljóp því
næst heim og bað húsmðður okkar að taka á móti stúlkunni.
Við náðum síðan í vagn og ðkum heim; sögðum ökuraanni, að
þessi maðr, sem við höfðum með okkr, væri kunningi okkar, sem
væri dauðadrukkinn.
Við bjuggum um stúlkuna í rúmi, enn ekkert lífsmark var
með henni annað enn að fingrgðmrinn var dökkleitr. Það vildi
svo vel til, að ég hafði rafmagnsfæri í herbergi mínu, og fórum
við að gera tilraun með þeim. Vöðvarnir í handleggnum kom-
ust undir eins í hreyfingu, og brétt gátum við haft áhrif á vöðva
hjartans og lungnanna. Eftir langan tíma sáum við litaskifti
í andliti stúlkunnar, og loks drð hún andann. Siðan lukust upp
hin bláu augu hennar, og urðum við þá fegnari enn frá megi
segja. Nú heltum við ofan í hana vatnsblöndnu konjakki, og
lá við sjálft, að við gerðum henni ilt með því, enn hún fekk þá
hðsta, og við það fyltust lungun af lofti. Hún reis upp við
koddann og leit í kring um sig með hræðslusvip. „Hvar er ég?“
sagði hún. Við báðum hana að leggja sig niðr og vera rólega,
og sögðum henni, að hún mætti ekkert orð segja fyr enn henni
væri batnað. Fðrum víð síðan burt og báðum húsmðður okkar
að vera hjá henni.
Daginn eftir varð mikið uppþot I líkskurðarsalnum út af því
að eitt líkið var horfið, og þðtti það furðu gegna. Við létum
á engu bera og féll það mál brátt niðr.
Daginn eftir komum við til stúlkunnar, sem vér höfðum þann-
ig bjargað úr dauðans kverkum. Hún var sjúkleg og föl. Við
vissum ekki nein deili á henni eða högum hennar, og spurðum*
hana því, hvort hún vildi láta flytja sig. Hún bað húsmóður
okkar að ganga í burtu meðan hún talaði við okkur einslega, og
þegar við vðrum orðin þrjú eftir, hóf hún sögu sína 4 þá leið
sem hér segir.