Fjallkonan - 10.05.1892, Page 2
74
FJALLKONAN.
IX, 19.
og varð hanu að borga mér hvern eyri. Litlu síð-
ar komst ég að því, að útlendingrinn hafði samið
svo við túlkinn, að hann (túlkrinn) átti að borga
mér fylgdarkaupið, enn þessar 3 kr. ætlaði hann
sjálfr að gefa mér. Sömuleiðis heyrði ég eftir út-
lending þessum, að þessi túlkr haus hefði reynst
illa á margan hátt og verið bæði drykkfeldr og
lyginn, enda heyrði ég hann einskis spyrja hann á
norðrleiðinni. Af þessu eina dæmi er hægt að sjá,
hvað þessir menn geta rýrt álit útlendra manua á
þjóðinni og gefið þeim skakkar skoðanir á mörgu,
eins og sjá má á mörgum ferðabókum, að því er
blöðin skýra frá. Konráð Maurer gat talað fyrir
sig sjálfr, enda mun hann hafa náð réttari skoðuu
á landi og landsmönnum enn flestir aðrir.
Flestir útlendir ferðamenn koma fyrst til Reykja-
víkr. Ættu því Reykjavíkrbúar, sem nokkuð er
ant um sóma landsins, að sjá um, að svo miklu
leyti sem í þeirra valdi stendr, að óhæfir menn
komist ekki í þá stöðu, að vera túlkar útlendinga,
þar sem þó hlýtr að vera völ á hæfum mönnum.
Eins og áðr er um getið, hef ég ofo fylgt ferða-
mönnum Sprengisandsveg, og gerði ég það fyrstr
manna að fara einn til baka, ef ekki þurfti fylgd
báðar leiðir; enn í seinni tíð hefi ég af mörgum
verið átalinn fyrir það, að hafa lagt líf mitt í hættu
og jafnvel annara, sem kynnu að leika þetta eftir
mér. Eg get ekki borið á móti því, að þetta sé
nokkur hætta, þar sem maðr er 7—9 dægr í óbygð,
og yfir eitt hið mesta stórvatu að fara, og hvergi
meiri illviðra von. Enn með þessu hefi ég sparað
fé auðugra útlendinga svo mörgum hundruðum
króna skiftir, og býst ekki við að fá mikið þakk-
læti fyrir. Þar sem ég nú er hálfsjötugr og er
heimilisfaðir, býst ég við að hætta þessum ferðum,
þó mér kunni að verða lengri lífdaga auðið. í öllu
falli verð ég héðan af ófáanlegr til að takast slika
fylgd á hendr nema með öðrum manni til, er sam-
ferða geti orðið til baka. Sömuleiðis víl ég gera
það kunnugt, að séu fylgdarmenn útlendinga ann-
aðhvort óþektir menn eða þektir að því að vera
ekki áreiðanlegir, verða þeir að gefa skriflegt lof-
orð um umsamda borgun áðr enn ferðin byrjar.
Haga í Gnúpverjahreppi í apríl 1892.
Asmundr Benediktsson.
Um síldbeitu og geymslu hennar
eftir
Svein Brynjölfsson.
(Niðrl.). Eg var í fyrstunni að hugsa um að
gefa nákvæma lýsingu á öllum þessum útbúnaði,
enn hætti við það í þetta sinn, vegna þess, að ég
er hræddr um að það geti ekki komið að fullum
notum, nema uppdrættir fylgdu, og mundi þá vera
heppilegast að gefa það út í sérstöku riti. 0g þess
vegna er heldr ekki til neins að svo komnu að
gefa reglur fyrir hvernig á að nota það. Eg ætla
að eins að minnast á það hvernig hægt er að geyma
ísinn, svo hann ekki renni niðr, því það er að svo
mörgu leyti þægilegt að hafa hann á sumrin, þeg-
ar hitar eru, og má líka til skamms tíma geyma
síld í honum, sem getr verið brúkleg beita.
Hús til að geyma í ís má vera hvort heldr er
með tréveggjum, steinveggjum eða torfveggjum,
enn gott er að þeir séu súglausir, og nauðsynlegt
að ekki renni vatn í gegnum þá. Ef veggirnir
eru úr torfi er betra að slá einhverjum óvönduðum
fjalarimlum innan á þá, svo það sem haft er kring-
um ísinn liggi ekki í moldinni. Þakið má vera úr
hverju sem verkast vill, að eins að það ekki leki.
Nauðsynlegt er að malargólf sé í slíkum húsum,
svo að það sem rennr niðr af ísnum ekki standi
uppi. Líka mætti hafa gólf úr trérimlum og svo
umbúið, að það sem rennr niðr geti runnið út.
Sag eða hey er vanalega haft í kringum isinn svo
hann ekki renni niðr. Hér á landi mætti einkan-
lega brúka hey; þó er líklegt að einnig mætti brúka
moð. Aðr enn ísinn er lagðr niðr er nauðsynlegt
að leggja lag af heyi á gólfið, sem mun vera nægi-
legt um 6 þuml. þykt, enn þykkra ef líkur eru til
að súgr komist inn með gólfinu. Þegar ísnum er
hlaðið upp, verðr að hafa bil milli hans og veggj-
anna og fylla það jafnótt með heyi. Séu einfaldir
tréveggir á húsinu, mun ekki veita af 12 þuml.
þykku heylagi í kring, enn þynnra ef veggirnir
eru góðir. Við þetta er ekkert annað að athuga
enn troða heyinu svo fast, að hvergi komist loft
að ísnum. Einnig þarf að leggja lag af heyi ofan
á ísinn, svo þykt að hvergi komist loft að, enn
það er álitið nauðsynlegt að byrgja ekki húsið svo
fyrir ofan ísinn, að þar sé ekki nægr loftstraumr. Þess
verðr að gæta, að þegar isinn er tekinn úr húsinu,
að ganga svo vel frá aftr að ekki komist loft að.
Frekari upplýsingar þessu viðvíkjandi er ég fús
að gefa þeim er þess óska.
Dómar „ísafoldar“ um sjónleikina.
Þar sein nú allir dómar „ísaf.“ viðvíkjandi sjónleikjunum í
vetr eru komnir út, finst mér ástæða til þess að fara um þá
nokkrum orðum, ef þér hr. ritsjóri, viljið taka þau í blað yðar.
— £>að stendr nú reyndar ekki nær mér enn öðrum, sem láta
sér umhugað um sjónleiki að taka til máls um þetta, enn af
því að ég þykist sjá að enginn muni taka sig fram um það, vil
ég gera það þótt hvorki timi né rúm leyfi mér að gera það svo
rækilega sem ég vildi. Ég skal taka það fram, að ég sá oft leik-
ina og er mörgum leikendum persónulega kunnugr. — Mér hefir
sem sé ekki dulist að sumir þessir dómar „ísaf.“, einkum þeir
i fyrstu, um einstaka leikanda hafa verið mjög ósanngjarnir í
samauburði við það er hún hefir jsagt um suma aðra (o: vini
sína og kunningja). Sumt í dómum þessum er ósatt og sumtó-
nákvæmt. — Þegar dæmt er um hvern einstakan leikanda verðr
j að taka tillit til margs, t. d. hvað örðugt er að leika hverja
j „rullu“ i samanburði við hinar o. s. frv. Þetta hefir ritstj. „ísaf“.
víðast hvar ekki gert, og engum mun finnast það rétt að ritstj.
blaðs, hvort sem hann heitir „Björn“ eða annað, skrifi opinber-
lega um frammistöðu leikenda með fyrirlitningu og remhing þótt
þeim ekki takist að leika eins og honum líkar. — Það er heldr
ekki rétt að mæla leik þeirra manna, er enga tilsögn hafa feng-
ið i leikment enn leika einungis sér og öðrum til skemtunar, á
sama kvarða og leik þeirra manna, sem notið hafa tilsagnar í
mörg ár og hafa gert það að lífsstarfi sínu. — Ég skal þá fyrst
minnast á dóminn um „Æfintýrið". Mér og mörgum öðrum
finst hann mjög ósanngjarn hvað suma leikendr snertir, t. d.
það sem sagt er um Skrifta-Hans og assessorinn, enda hefir heyrst
rödd um það í þessu blaði áðr. Að flestra manna áliti var
Skrifta-Hans sérlega vel leikinn eftir því sem við er að búast
hér, því „rullan“ er vandasöm. Hvað viðvikr misskilningi á
sumu, sem hann og ef til vill fleiri hafa gert sig seka í, þá er
það aö mínu áliti Instruktörnum" að kenna, því til þess er hann
að hann leiðbeini. — Assessorinn var að flestra áliti fremr vel