Fjallkonan


Fjallkonan - 10.05.1892, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 10.05.1892, Blaðsíða 4
76 FJALLKONAN IX, 19. ið lagt til ámælis að liann rækti ekki em- bætti sitt. ■— „Heilræði“ það sem J. G. leggi séra J. P. í niðrlagi greinar sinn- ar kveðst P. G. ætla sðknarbörnunum hans að svara. Yíndrykkja Bismarcks. Maðr nokkur, Krall Elberfeld að nafni hefir nýlega með- al annars sagt fráveitingumhjáBismarck: „Nokkrar umferðir af heitum mat vðru búnar og eftirmatrinn kominn á borðið. | Bismarck kveykti sér í langri pípu, hall- [ aði sér makindalega aftr í hægindastóli sínum og var að spjalla. Hann bauð mér smástaup af gömlu Lohmanns kornbrenni- víni, enn ég afþakkaði vegna þess að ég hafði svo mörg glös fyrir framan mig. „Á“, | sagði hann og brá á gaman, „ég held j okkr sé alt af að fara aftr með drykkjuna. [ Bara það fari ekki fyrir okkr eins og | Englendingum síðan þeir fðru að þamba j tðmt teseyði og blávatn. Við Norðrlanda- j búar þurfum að skvetta í okkr. Hngverj- I ar og Spánverjar og þeir aðrir þar niðr frá eru hálfslompaðir þegar þeir koma í heiminn. Enu þegar þýskr maðr á að finna almennilega til þróttar síns, þá veit- ir honum ekki af að setja í sig hálfa flösku af víni eða — bætti hann við hlæjandi — ef vel vill heilli. Og yðreralvara; þér viljið það ekki? Ég vil ekki sjá þessa Jíköra' og þetta sæta gutl, enn hjá Ágústu drotningu hásællar minningar fékk maðr ekki annað enn þess konar. Sterkr ,kon- jakkari‘ það er nokkuð fyrir mig. Nú vildi til allrar hamingju, að meðal offisér- anna sem þjðnuðu fyrir borðum vóru tveir skolli séðir náungar; mér er rétt sem ég sjái annan þeirra; það var langr stðrskota- liði. Hvað geri ég? Þegar hann kemr til min, depla ég til hans hægra auganu, enn hann dregr vinstra augað í pung, og þá vissi ég upp á hár, að þeim megin stæði handa mér glas af ósviknu konjakki“. Áð þessu kænskubragði hlð furstinn svo dátt, að honum komu tár í augu. Tíðarfarið er fjarska kalt, — frost á nóttum og suma daga um Mdaginn. Lítr því illa út með gróðr. Mannalát. 2. maí lést séra Jón Björnsson á Eyrarbakka á 63. ári. Hafði gengið heiman að frá sér út með sjó og fanst dauðr í flæðarmál- inu; hefir eflaust dáið af aðsvifi. 6. maí lést Jón Björnsson versl- unarstjóri á Eyrarbakka, efnismaðr, sonr Björns bónda Pétrssonar á Hlaðseyri við Patreksfjörð og tengda- sonr Markúsar kaupmanns Snæ- bjarnarsonar á Vatneyri. 4. maí druknaði Sveinn Sveins- son búnaðarskólastjóri á Hvanneyri í smálæk skamt frá bænum; hafði sótt á hann þunglyndi nokkra daga á undan. I apríl lést að Syðri-Þverá í Vestr- hópi Guðný Sigurðardóttir ekkja séra Jóns Kristjánssonar, er þar var síðast prestr (bróður þeirra Kristj- áns amtmanns og Benedikts pró- fasts), og þótti merkiskona í sinni röð. Þingmenn. Þorvarðr Kjerúlf ætlar að sögn ekki að gefa kost á sér framar til þingmensku, og ó- víst um Jón á Sleðbrjót. — Sagt er að Norð-Mýlingar hafi augastað á Guttormi búfræðingi Vigfússyni sem þingmannsefni. — Talið er lík- legt, að Suðr-Þingeyingar muni kjósa Einar í Nesi til alþingis, með því hann muni gefa kost á sér. „Um Mndindi“ hefir séraMagn- ús Jónsson í Laufási, hinn ótrauði foringi bindindismálefnisins, enn þá gefið út ritling á kostnað bindind- isfélags Höfðhverfinga. Austrstræti 1. Verslun Eyþórs Felixsonar. Austrstræti 1. (andspænis „Hotel ísland“), selur allskonar álnavöru og nauðsynjavöru með vægu verði gegn peningum. Stólar og önnur hús- gögn verða tils sölu með góðu verði um 14. maí. B-itstj. vísar á. 2góðir reiðhestar verða til sölu um miðjan júni. Ritstj. vísar á. Bækr til sölu á afgreiðslustofu Fjallk.: Savage: Unitara katekismus þýddr af Birni Pétrssyni. Kost- ar heftr í stífa kápu 1 kr. Jón Pétrsson: Kirkjuréttr, á 3 kr. 50 au. Til gamle og unge Mænd é anbefales paa det bedste det nylig i be- tydelig udvidet Udgave udkomne Skrift af Med.-Itaad Dr. Miiller om et og om dets radikale Helbredelse. Pris inkl. Forsendelse i Konvolut 1 kr. i Frimærker. Eduard Bendt, Braunschiveig. Hérmeð leyfi ég mér að tilkynna hinum heiðruðu viðskiftamönnum mínum og öðrum, að ég liafi áform- að að fara heim til Seyðisfjarðar í maí næstkomandi, dvelja þar fram á haust og stunda verslun og hand- iðn mína líkt og að undanförnu. Kaupmannahöfn í janúar 1892. Magmís Einarsson, úrsmiðr. Leiðarvísir til lífsáhyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. J. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegar upplýsingar um lífsá- byrgð. r Iverslun Magnúsar Einarssonar úr- smiðs á Vestdalseyri við Seyðisfjörð fást ágæt vasaúr og margskonar vand- aðar vorur með mjög góðu verði. JVaupendr Fjallkonunnar hér í bæn- um og nágrenninu sem árum sam- an hafa dregið að borga andvirði hennar eru beðnir að gera það eða semja við ritstjórann fyrir 20. þ. m. Að öðrum kosti verða skuldir þessar fengnar málflutningsmönnum tii innheimtu. „Gefjun“, fylgirit Fjallk., verðr ekki afhent öðrum kaupendum í Rvík og nágrenninu enn þeim sem reyndir eru að skilsemi. Hinir geta vitjað ritsins um leið og þeir borga skuldir sínar frá fyrri, árum og ný- ir, ókunnir kaupendr um leið og þeir borga þennan árgang blaðs- ins. Yinnukona getr fengið góða víst á ísafirði nú þegar. Frítt far vestr. Snúa má sér til ritstjóra Fjallk. ú er verið að pakka upp hinum stðru og margbreyttu vörubirgðum hjá W. Ó. Breiðfjörð, og mun mönnum sem fyrr gef- ast á að líta þegar alt er komið á sinn stað í sölubúð minni, sem er nú orðin alt of lítil fyrir vörumagn [mitt. Einnig get ég ekki stilt mig um, að tilkynna hinum háttvirtu Rahbeks-Állé-vinum, að nú hef ég fengið hina nýjustu aftöppunarvél, sem fékk medaliu á sýningunni í Kaupmanna- höfn 1888 sem bryggeríið í Rahbeks-Állé hefir nú keypt einkaleyfi á, og getr því enginn hér á landi fengið þannig aftappað öl nema hjá W. Ó. Breiðfjörð. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félagsprentsmitjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.