Fjallkonan


Fjallkonan - 26.07.1892, Page 1

Fjallkonan - 26.07.1892, Page 1
IX. ár. Nr. 30. N. FJALLKONA Arg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavík, 26. jÚlí 1892. Skrifst. og afgreiðslus Útlendar fréttir. Rússabelsari var farinn heixn frá Danmörk og hafði hann áðr hitt Þýskalandskeisara í Kíl, ’þar þar sem hann var með þýskri flotadeild. Urðu samfundir þeirra stuttir að sagt er og að eins til málamyndar. Þýskalands keisari er nú í Noregi að njóta sumarsins, og væntanlegr heim snemma í ágústmánuði. Kritr milli Svía og Norðmaima er kominn í hart, þar sem Svía konungr hefir [neitað að^slaka tilaí konsúlamálinu; hefir því Steen með ráðaneyti sínu beiðst lausnar, og var ekki svo langt komið að nýtt ráðaneyti væri myndað, enn getið helst til, að Stang fyrr. ráðaneytisforseti mundi ganga í þann sess af nýju. Steen hefir öfiugt fylgi þjóðarinnar, og vóru miklar lýðhreyfingar í Kristjaníu og Noregi til að lýsa yfir fullu trausti til hans. — Björnson hamast um þessar mundir með ræðuhöldum; bæði hefir hann talað á fundum í Noregi til að stæla menn í deil- um við Svía og sömuleiðis hefir hann verið á ferð í Danmörk til að tala máli þjóðafriðarins. Eldsbruni varð mikill í Kristjanssand fyrir skömmu; skaðinn metinn 7 milj. Danski kirkju- og kenslumáia ráðherrann Goos veitti nýlega prófessors embættið í fagrfræði við háskólann Paludan nokkrum, guðfræðingi, lítt merk- um í fagrfræði, og þar á ofan þvert ofan í til- lögur háskólaráðsins, sem lagði á móti honum. Hafði embætti þetta staðið óveitt í 20 ár síðan skáldið Hauch skildi við, enn hann ætlaðist til að Georg Brandes yrði eftirmaðr sinn, maðr, sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra á Norðrlöndum í þeirri grein. Bismarck yngri (Herbert) hélt brúðkaup sitt ný- lega í Yín með furstaborinni mey úr Austrríki, og fór Bismarck faðir hans til Vínar að sitja brúð- kaupið. Á þeirri ferð var alt í uppnámi þar sem hann fór um, bæði í Berlín, Dresden og Miinchen, og í Vín gekk svo mikið á með læti fólksins, að lögregluliðið varð að skerast í leikinn. Á þessari íerð var Bismarck svo tannhvass í viðræðum við ýmsa menn um keisarann og Caprivi, að vant þyk- ir úr að ráða fyrir stjórnina. Þykir svo kveða að svæsni Bism., að sumir kalla hann ’Wallenstein ann- an valdalausan. í Vín vildi Bism. ná viðtali af Austrrikis keisara enn þess var synjað, að líkindum eftir undirlagi frá Berlín, því þar hafði Bismarck farið svo um, að hann leitaði ekki fundar við keis- arann. Frakkar héldu hátíð í Lothringen um það leyti sem keisararnir áttu fundinn með sér í Kíl. Þá hátíð sóttu margir Tsjekkar frá Bæheimi og Kon- stantínus stórfursti, föðurbróðir Kússakeisara; var I.: Þingholtsstræti 18. þar mjög mælt til bræðralags með Frökkum og Kússum, eða réttara Slöfum yfirhöfuð. Ferdínand krónpr. í Kúmeníu er nú jtrúlofaðr Maríu dóttur hertogans af Edinborg, enn áðr hafði hann ætlað að eiga rúmenska tignarstúlku, Helenu Vacaresca, og var honum þess varnað af stórmenn- inu í Kúmeníu. Helena á sæg af ástarbréfum frá prinsinum og hefnir hún sín á Maríu með því að senda henni 3. og 4. hvern dag eitt af bréfum þessum, og er sagt að henni sé mikil raun í því- Kosningar stóðu yfir á Englandi, og var ósýnt hvorir hærri hiut mundu bera, Torymenn eða heima- stjórnarmenn. Gladstone er hinn sami sem fyrrum, og er sífelt að ferðast og halda fundaræður. HíiYachol, óbótamaðrinn franski, var dæmdr [til lífláts og háls- höggvinn i Montbrison. Hann hafði auk eprenginganna-1 e'kki færri enn 5 morð á samviskunni. Jakoh kviðristara hyggst lögreglan í London enn þá einu sinni hafa fundið. Maðr hefir verið handtekinn, sem er upp* vís að því að hafa drepið á eitri eigi allfáa kvenmenn, og heit" ir doktor Neill. Ætla lögreglumenn að alt sé sami óvættrinn i mannsliki og hafi að eins á síðkastinu breytt um aðferðina. Eldgos í Vesúfi og Etnu með jarðskjálftum og hraunflóði. Kólera gengr í Rússlandi og við Kaspíhaf. Slys hafa orðið, með miklu manntjóni, í Penn- sylvaníu af skýjafalli, í borginni Títusville, fórst hátt á 2. hundr. manns og í námum í Bæheimi á 4. hundrað. Nýjungar frá ýmsum löndum, Le'o pá/i 13. hefir nýlega sent út hirðisbréf til klerkdómsins á Frakklandi með þeim fyrirmælum, að þeir skuli í alla staði þýðast þjóðveldið frakk- neska og hlýðnast því. (8ættið yðr við þjóðveldis- stjórnina', segir hann, (virðið hana, verið henni undirgefnir, því hún gengr i stað þess valds, sem komið er frá guði‘. Stjórnarformið sé mannaverk, og guð hafi ekkert meiri mætr á kónga valdi og keisara enn þjóðveldisstjórn, sem best sjáist af því, hve misjafnlega yfirráðin gangi frá einum valdhaf- anum til annars, með öðrum orðum, að svo beri að álita, sem herradæmi (af guðs náð‘ í hinum eldra skilningi sé alls ekki til, heldr hafi þjóðveldafor- setar vald sitt (af guðs náð‘ engu síðr enn lögerfða- herrar. Sýnir þetta, að páfinn er mannúðarmaðr, þótt kaþólskr sé, og spekingr að viti. Björnstjerne Björnson hefir verið á ferð í Dan- mörku og haldið þrumandi ræður um friðarmálið á á Himinbjargi (á Jótlandi) og í Sórey. Hefir gef- ið hægri mönnum Dana, frávillingum vinstra flokks

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.