Fjallkonan - 26.07.1892, Qupperneq 2
118
FJALLKONAN.
IX, 30.
og prestunum ósviknar hnútur. Prestunum kennir
hann næst kóngum og hærri stétta halarófunni um
hernaðarfárið. „Það sem mest hryggir mig“, sagði
hann, „er það að kirkjan trúir ekki á friðinn og
sigr réttlætisins, enn á marghleypuna steytta fyrir
aftan bakið. Og fyrst hún þar á ofan kennir að
hernaðrinn sé frá guði, þá get ég ekki að mér gert,
þegar ég sé einhvern prest á þessum skósíða slopp}
sem allir þekkja, að mér dettr fallbyssuhólkr í hug,
sem stendr upp á endaun“.
Hinn nýi silfrlíki niálmr, aluminium, virðist eiga
mikla framtíð fyrir höndum og er farinn að keppa
við járnið. Nú er farið að smíða úr honum litla
gufubáta til að ganga á stöðuvötnum og eru þeir
3B#/0 léttari, enn ef þeir væru úr járni, og fyrir þá
sök talsvert gangmeiri. I Stralsund hafa verið
smíðaðir íbjörgunarbátar úr málmi þessum. Svíar
gera úr honum dátahúfur (hjálma) og í þýska hern-
um er hann hafðr i hermannapela. Sumstaðar er
hann hafðr í skóbotna. Fyrir 25 árum kostaði
pundið :.af aluminium 25 franka, nú að eins 10 fr.,
og áðr langt um líðr spá menn að það muni kom-
ast niðr í 5 franka.
Edison á eftir því sem amerísk blöð segja, að
hafa fundið enn eitt ráðið til að vinna á óvinaher.
Það virðist í fyrsta áliti meinlausara enn dynamít-
inn, '/og er líkast algengu vatni, enn sé því stökt á
óvinaliðið, gerir það voðalegt tjón. Yatnið er nefni-
lega þrungið rafmagni.
Þýskalandskeisari ætlar að sögn með flotadeild til
Ohigago-sýningarinnar að sumri.
Messugerðir á Chicagosýningunni. Ágreiningr
hefir verið um það, hvort sýningarhöllin i Chicago
eigi aðj vera opin á sunnudögum eða ekki. Hitt
var ákveðið, að messa skuli á hverjum sunnudegi
í stærsta sal byggingarinnar er rúmar 15000 manna.
Mestu fræðumönnum heimsins verðr boðið að pré-
dika þar. Borgunin fyrir ræðuna á að verða 200
dollarar.
-----íoígog--
Alþingiskosningarnar.
(Prá nokkrum kjósendum í Kjósar & Gullbr. s.).
I aðsendum greinum í Fjállk. hefir því verið hreyft,
hver álitlegust væri þingmannaefni viðsvegar um
land. B.itstjórnin sjálf virðist ekki hafa tebið mál-
ið enn fyrir, og væri óskandi, að hún gerði það
sem fyrst, því að það mundi geta haft nokkur á-
hrif, jafnvel þótt engin blaðstjórn geti verið svo
bunnug um alt land, að henni geti ekki stórum
skjátlast í því að benda á heppileg þingmanna-
efni. I kjördæmum þeim sem næst eru, Reykja-
víb og Kjósar & Gullbr. sýslu, hefir Fjállk.
ekki bent á nein ný þingmannaefni, enn að eins
sagt, að séra Þórarinn mundi hafa mikið atkvæða
afl til kosninga. Yér ætlum þó, að hann mundi
betr kjörinn í konungsliðið á þingi. Vér efum eigi,
að vér höfum góða menn innanhéraðs, sem vel mætti
kjósa, svo sem Þórð Thoroddsen lækui, Þórð á
Hálsi og G-uðmund Einarsson í Nesi. Það er reynd-
ar óvíst, hvort Þórðr Thoroddsen mundi gefa kost
á sér, enn Þórðr á Hálsi mun eflaust gera það, og
með því að hann hefir haft talsvert fylgi við kosn-
ingar, er engin þörf að mæla með honum. Guðm,
Einarsson hefir ekki gefið kost á sér til þingmensku,
enn vér teljum líklegt að hann kynni að gera það.
Yér erum á því að þeir bændr, sem skara fram. úr
öðrum sem prabtiskir og duglegir menn, muni að
öllum jafnaði geta ,orðið góðir þingmenn, og til
þeirra teljum vér hiklaust Guðmund Einarsson i
Nesi. Það er sjaldnast hægt að sjá það fyrir, hvern-
ig þingmannaefni muni reynast, enn flestir munu
vera á því, að bændr eigi að skipa fjölmennasta
flokkinn á þingi. Flestir þeir bændr, sem setið
hafa á þingi, hafa ekki gefið sig áðr við stjórnmál-
um, og þó margir reynzt vel. Sumir hafa mætt
aðkasti og háði í fyrstu, svo sem Ásgeir Einarsson
o. fl., enn hafa brátt unnið sér álit og virðing sam-
þingismanna sinna. Yér þurfum hér ekki að benda
á útlend dæmi svo sem Disraeli, til að sýna, að
aldrei má vita að hverju gagni barn verðr.
Yerslunarfréttir. Saltfiskr. Noregr hefir gert
verslunarsamning við Spán og er tollrinn nú fyrir
fisk þaðan 271/, kr. fyrir skpd., enn af fiski frá íslandi
verðr að greiða •Ll1/^ kr. af skpd. — Farmr af
Spánarfiski |frá Vestmannaeyjum seldist við illan
leik BB1/^ kr. skpd. flutt á skipsfjöl; enn annars
mun naumast að búast ; við /29—308/4 kr. — Af vest-
firskum fiski, er kom með „Thyra“ seldist stór
hnakkakýldr 53, 52, [45, 44 og 43 kr., stór óhnakka-
kýldr 44, 43, 41, og 38 kr., smáfiskr 45, 42 og 40
kr., ýsa BS1/^ og 38 kr., jaktafiskr 48 kr.
Tveir farmar af vestfirskum smáfiski eiga að hafa
selstýá 35—38 þm. og |fyrir sunnlenskan í boði
30—38 rm. skpd. fiutt/á skipsfjöl. — í Khöfn er
búist við 35—38 kr. verði á smáfiski. I Liverpool
síðast 16 pd. sterl. jfyrir smálest af smáfiski og
12—13V9 fyrir ýsu.
Ull gengr eigi út fremr enn áðr. Búist við 35 a.
fyrir hvíta vorull islenska, að umbúðum meðtöldum,
og hvita haustull óþvegna 39.
Lýsi það sem kom með „Thyra“ hefir selst á
33—32 kr. tunnan, pottbrætt hákarlslýsi grómlaust,
og gufubrætt þorskalýsi 33 kr., dökt 28 kr.
Saltkjöt 34—32 kr. tn., saltaðar sauðargærur 41/,
vöndullinn (2), tölg 23 aur., sundmagar 40- -45 aur.,
æðardúnn 7—9 kr., lambskinn 70—75 kr. fyrir 100
hvít eða einlit eða 200 mislit eða 400 af úrgangi,
Hinn afarhái tollr, sem er á islenskum saltfiski
á Spáni, virðist nú ætla að gera það að verkum, að
sá markaðr verði ekki notaðr fyrir íslenskan fisk,
Danska stjórnin gerir ekkert til þess að komast að
samningum við Spán um að létta þessari álögu af.
Nú er Norðmenn hafa fengið lækkaðan toll á salt-
fiski sem þaðan flyst til Spánar, er munrinn á toll-
inum á islenskum og norskum saltfiski um lF/%
kr. á skpd. — Um þetta mál verðr bráðum talað
meira í þessu blaði.
Rúgr 7.00 7.75 eftir gæðum, bankabygg 8.00—
8.25, hrísgrjón stór 9.00—8.75, meðalstærð 8.25—
8.00, kaffi 62—57, kandis 18, melis 18, púðrsykr 15.