Fjallkonan - 06.09.1892, Blaðsíða 1
IX. ár.
Nr. 36.
FJALLKONAN.
Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavik, 6. september 1892. Skrifst. og afgreiíslust.: Þingholtsstrsli 1S.
Vöruskiftaverslunin. Verslunarfulltrúar.
(Niðrl.). Coghill sagði oss um daginn, áðr enn
hann fór, að hið hæsta verð, sem maðr gæti nú
vænst eftir að fá fyrir væna sauði á Englandi væri
9 kr.; þar frá gengi í flutnings og sölu kostnað 4
kr.; yrði því sauðarverðið 5 kr., þegar kostnaðr
væri frá dreginn. Sé þetta satt sem Coghill segir,
þá má nærri geta hvað ráðlegt það muni vera að
senda fé til Englands og láta selja það fyrir eigin
reikning. Enn líklega liggr hér fiskr undir steini
hjá Coghill.
Enn hver getr sagt um þetta? Hvert geta pönt-
unarfélögin haliað sér til að fá áreiðanlegar npplýs-
ingar, þegar úr svona vöndu er að ráða? Þau hafa
engan að halla sér að, og er það nóg til að sýna,
að pöntunarfélögin einnig eru þeim verslunarálög-
um háð hér á landi, að taka við útlendu vörunum
sem þau panta með hverju verði sem þeim ar sett,
og láta selja íslensku vörurnar alveg út í bláinn,
án þess að geta haft hið minsta eftirlit með sölunni.
Þannig eru bæði efnaminni íslenskir kaupmenn og
pöntunarfélögin vopnlaus gegn útlendum auðmönn-
um; þeir geta, ef þeim sýnist svo, steypt landinu
í hina mestu örbirgð á fáum árum og rakað að
sér stórfé. Verslunarástandið er því eins og það
var, áðr enn verslunin var gefin frjáls, að eins í
höndum danskra auðmanna, sem geta rúð landsmenn,
eftir því sem hver hefir lundarlag til.
Og svona hlýtr það að ganga meðan bændr eru
tilneyddir að selja að eins kaupmönnum þeim, er
þeir skifta við, íslenska vöru, og verða að sætta
sig við það, sem þeir gefa fyrir hana. Meðan svo
stendr, að bændr hafa ekki í annað hús að venda
með vörur sínar enn til kaupmanna, er ekki að bú-
ast við öðru enn að vöruskiftaverslunin og láns-
verslunin lifi í fullum blóma.
Eina ráðið til að hefta þessi síyfirvofandi vand-
ræði, sem af vöruskiftaversluninni og lánsverslun-
inni stafa, er, að þingið næsta taki það mál til
rækilegrar íhugunar og kjósi sér
verslunarfulltrúa,
eða sem stundum munu kallast ,agentar‘. Ættu
þeir helst að sitja á hentugum stað í þessum lönd-
um: Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Englandi. Starf-
svið þeirra ætti að vera einkum þetta:
að hafa sýnishorn af öllum íslenskum vörum og
sýna þau á öllum aðalmörkuðum þessara landa,
að gera tilraunir til þess að koma íslenskum vör-
um á nú óþekta markaði,
að grenslast eftir þvi, hvort verslunarhús þau,
sem bjóða íslendingum viðskifti, séu áreiðan-
leg.
að gefa islenskum kaupm. og pöntunarfél. upp-
lýsingar um verð á hinum ýmsu útlendu vör-
um í þessum löndum, til þess að þeim geti
verið ljóst, hvort hús þau er þeir skifta við
selja þeim vöruna með viðunanlegu verði eða
ekki.
að selja vörur fyrir íslenska kaupmenn og pönt-
unarfólög, eða benda þeim á örugg sölusam-
bönd.
að greiða fyrir ferðamönnum, sem vilja ferðast til
íslands, og styðja að því að ferðamönnum
fjölgi.
Ef íslendingar hefðu slíka fulltrúa, trúa íslenska
menn, þá mundi hið danska verslunar-einokunar-
tjóðurband smámsaman leysast, og væri ef til vill
ekki langt að bíða þess, því Danir fá orð fyrir að selja
dýrt, og að una illa, eða ver enn aðrar þjóðir, við
lítinn hag, sérstaklega þegar um viðskifti við ís-
land er að ræða.
Áríðandi væri að þessir fulltrúar væru eingöngu
launaðir af landssjóði, svo að þeir gæti verið öllum
óháðir, og þyrftu alls ekki að byggja lífsstöðu sína
að neinu leyti á ómakslaunum fyrir sölu eða kaup
á vörum, með því það mundi gera þá háða stærri
kaupmönnum. Ættu ómakslaun þeirra fyrir sölu
eða kaup á vörum að renna í landssjóð. Annars
hefðu þessir menn nóg að starfa, þótt þeir hvorki
hefðu kaup né sölu á hendi, og væri þá ekki ólík-
legt, að tveir menn gætu haft eftirlitið, annar á
Þýskalandi og Italíu, hinn á Englandi og Spáni,
enn eflaust væri best að hafa fulltrúana fjóra, sinn
í hverju landi, sem þá gætu einnig annast sölu á
íslenskum vörum.
Ætli Islendingar hefðu ekki verið betr staddir
nú, ef þeir hefðu getað flúið til slíkra verslunar-
fulltrúa, t. d. á Englandi og Ítalíu, og fengið í tíma
upplýsingar um væntanlegt verð á fó, hestum og
saltfiski (smáfiski og ýsu)?
Norðmenn, Englendingar og Þjóðverjar, sem vit-
anlega geta haft daglega bréfaviðskif'ti við önnur
lönd, og auk þess málþráðasambönd við öll lönd
heimsins, þykjast tilneyddir að hafa slíka umboðs-
menn til þess að vernda verslun sína, enn ef það
er nauðsynlegt fyrir þá, þá ætti það að vera tífalt
nauðsynlegra fyrir íslendinga, sem, eins og áðr
getið, fara allra nauðsynlegra upplýsinga á mis, er
snerta verslunargang heimsins.
Það væri oflangt mál í stuttri blaðgrein að skýra
alla þá kosti, sem þetta fyrirkomulag gæti haft í
för með sór, enn vór ætlum það nægi að drepa á
þetta, þar sem allar líkur eru til, að þjóðin finni
sjálf þörfina, taki þetta mál til rækilegrar íhugun-
ar og leggi fyrir þingmenn sína á næsta vori, að
láta það vera eitt af fyrstu málunum á dagskrá að
velja sér verslunarfulltrúa, og veita þeim viðunan-
leg laun, svo að þeir geti verið hinum dönsku
kaupmönnum og íslensk-dönsku kaupmönnum ó-
óháðir, því annars er sú stofnun þýðingarlaus.