Fjallkonan


Fjallkonan - 06.09.1892, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.09.1892, Blaðsíða 2
142 FJALLKONAN. IX, 36. Tíund — Verðlagsskrá — Þorlákr alþm. Eg hefi þegar fyrir löngu sent ritstjóra Isaf. svar til Þorláks alþm. Guðmundssonar gegn grein hans í Isaf., 63. hlaði, enn hann neitaði því við- töku af því að hann, eins og hann síðar sagði mér, væri á móti skoðun minni á málefninu. Af því Fjallk. og Isaf. eru nokkuð ólíkar, kemr svarið hér nokkuð öðruvísi, og ég tek það fram, að ég ætla ekki að elta Þorlák i öllum hans útúrdúrum frá mál- efninu, enn tala um aðalatriðin. Hann segir fyrst „að lög um lausafjártíund séu nokkurn veginn auðskilin hverjum skynberandi manni". Eg efast um það, og að þau séu það ekki, sýnir ritgerð sem síðan hefir komið út í ísaf.: „Tí- undarlög og tíundarsvik“, eftir Eyjólf Gruðmunds- son í Hvammi. Þá segir Þorl., „að tíuntjbær sé allr sá fénaðr eða fénaðartegundir, sem upp eru taldar í 2. gr. laganna, án tillits til þess í hvaða á- standi hann eru. Það er ný kenning, að ekki eigi að hafa tillit til þess í hvaða ástandi fénaðr er, þegar hann er talinn fram, því framteljandi á að skýra frá í hvaða ástandi fénaðr hans er, t. d. hvort ! kýr eru tímabærar, ær með lömbum, hross hve gömul o. s. frv. Enn eins og ég hefi áðr tekið fram, er það verðlagsskráin, sem ákveðr aldr og á- stand fénaðar, svo hann sé leigufær (o: tíundbær). Sýni Þorlákr annað. Ég skal fúslega kannast við, að það var fljóthugsað af mér að ekki ætti að tíunda annan fénað enn þann sem verðlagsskráin verðleggr, og sá ég það undir eins eftir að ég hafði sent grein- ina frá mér, og ætlaði mér að leiðrétta það. Þorl. segir, „að ég sé í vandræðum með að finna nokkurn gangandi fénað, sem undanþeginn sé tíund eftir tíundarlögunum og grípi því til þess að gera verð- lagsskrána að tíundarlögum, og segi enn fremr, að hún sé lög“. Hm það, hvort verðlagsskráin er lög eða ekki, vil ég benda á, að ef gjaldheimtumaðr, sem á að taka tíundir eða annað gjald samkvæmt henni, áliti sig ekki bundinn við hana og tæki meira eða minna enn hún heimilar, mundi hann fljótt verða sakaðr fyrir lagabrot. Eg hefi ekki gert verð- lagsskrána að tíundarlögum, enn ég hefi borið hana saman við þau, helst til að sýna í hvaða ástandi kýr og ær skuli vera, svo þær séu leigufærar. Tök- um nú tíundarlögin. — 12. gr. laganna er talið: „1 kýr leigufær11 og „2 kýr, sem eigi eru leigufær- ar“, í 1 hdr. Þannig eru allar kýr teknar undir tíund, annaðhvort í x/2 eða 1 hdr. Enn svo eru „6 ær með lömbum leigufæraru, og bendir það til að til séu ær með lömbum, sem ekki eru leigufærar, enn eftir lögunum á ekki að tíunda aðrar ær með lömbum enn leigufærar. Svo koma „15 lambsgoturu í hndr. Auðvitað eru ekki allar lamblausar ær lambsgotur; ær þær eru lambsgotur, sem láta lömb- unum fyrir tima, eða — þótt þær beri á réttum tíma — fæða þau ekki, enn eftir tíundarlögunum á ekki að tíunda aðrar ær lamblausar enn lambsgot- ur. Ef þeir sem sömdu tíundarlögin hefðu ætlast til að allar ær ættu að tíundast eins og þær eru til, hefðu þeir ekki nefnt leigufœrar né lambsgotur, heldr að eins ær með lömbum og lamblausar. I athugasemd ritstjóra Isaf. (i 67. bl.) við ritgerð Eyjólfs Guðmundssonar sést, að hugsunin hjá höf. frumv. var sú, að reglan um undanfelling frá tíund skyldi mæta öllum vanhöldum öðrum enn al- gerðri töpun. Ber eftir því (segir ritstjórinn) að telja með leigufærum ám allar þær lembdar ær, sem eigi eru orðnar lambsgotur í fardögum. Það þarf meira af trú enn þekkingu til að fallast á slíka kenningu. — Undanfellingin, 7,, á víst að mæta öllum vanhöldum á tíundbærum fénaði, enn gerir ekki ær leigufærar, sem annars ekki eru það. „Að tíunda ekki hest eldri enn 12 vetra o. s. frv. eru berleg tíundarsvik", segir Þorl. Tíundarlögin nefna hest 5 vetra að aldri. Verðlagsskráin verð- leggr hest sem fullgildan frá 5—12 vetra, og „eldri enn 5 vetra“ er hestr frá 5—12 vetra. Tíundarlög- in segja ekki að allir hestar skuli vera tíundaðir, og þegar litið er til þess, að kýr og ær eiga að vera leigufærar svo full tíund lúkist af þeim, mun það sama gilda um hesta, að afnámshestar séu ekki tí- undbærir. Eða hvar eru takmörkin, ef slept er á- kvæðum verðlagsskrárinnar ? Ég býst nú við að Þorl. komi með það næst, að ég sé ekki „skynberandi maðr“, af því ég hreyfi efasemdum um skilning á tíundarlögunum, þar sem hann segir, að þau séu „auðskilin hverjum skynber- andi manni“, enn ég held að það verði ekki farsælt fyrir hann að gera alla að fábjánum, sem álita lög- in óljós, því þá verðr hann að taka sjálfan ritstj. Isaf. með. Eg vil ekki svara Þorl. oftar í þessu efni, enn fel lesendunum að dæma í milli okkar. Mig bagar ekkert, þótt Þorl. njóti allrar virðingar af meðbræðrum sínum, enn svo er að sjá á svari hans til mín sem hann hafi gleymt sínu eigin heil- ræði: „Málefnið, — ekki maðrinn“. Elliðakoti, 1. sept. 1892. Guðm. Mag-nússon. Sigling á Hvammsfjörð. (Niðrl.). Það efar enginn, að Wandel hafl rétt eftir það sem honum hefir verið sagt um ieiðina inn á fjörðinn, enn hins vegar þykja líkur til að leggja grun í, af hvaða flokki þeir sjómenn hafl verið, sem sögðu honum um leiðina. Þeim sem hafa St.- hólms verslanir fyrir atvinnu er vorkunn, þó þeir vilji ekki missa af henni meira enn orðið er af verslunum i Borgarnesi og Skarðs- stöð; þessi rýrnun yrði þó enn meiri, ef verslun kæmist á inni i Hvammsfirði. — Enn slikar ósanninda sagnir eru ekki heppi- legt atvinnumeðal, því aftr rennr lygi þegar sönnu mætir. Þáð er nú lika til annar keppinautr, sem kaupmönnum er skæðari enn nokkur önnur verslun, það eru pöntunar- og kaupfélögin, og flestir Dalamenn óska, að skip með pantaðar vörur kæmi inn á Hvammsfjörð enn engin vöruskip önnur. Ef það væri satt, að tilraunir á róðrabátum til að fara um eyjasundin á öðrum tímum enn flæðar liggjanda kostuðu bæði skip og mannalíf, þá væri engin fleyta og enginn lifandi maðr til á inneyjum og litið um það á Fellsströnd. Hið sanna er það, að flest sund eru þar farin, hvernig sem á sjóvarfalli stendr, einungis að straumar — sem þar eru harðir — sé ekki á móti, og mörg sund eru þar farin um fjöruliggjanda, og verða eigi siys af nema stöku sinnum, og veldr þá oftast annað enn að leiðin sé ófær. Enn er þá nokkurt skipalægi, þegar inn á fjörðinn er komið? Já! enn allra síst við Vestlíðaeyri, því hefði skipið i fyrra (1891) eigi haft gufukraftinn til að hafa sig fram, þá hefði það rekið upp á grunn 30.-31. júlí, og ekki náðst út aftr. Hið besta skipalægi, og þó viðar væri leitað, er við Skarfsstaðanes; því þar er bæði bárulítið, hlé af flestum áttum og nokkurnveginn aðdjúpt; 10 faðma dýpi 100 faðma frá nesoddanum; enn sá er gallinn á því, að það er nokkuð afskekt til þess að mikil aðsókn verði

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.