Fjallkonan - 06.09.1892, Blaðsíða 3
6. Bept. 1892.
FJALLKONAN.
148
þangað stöðugt, því styttri vegr er tíl Botðeyrar viðast
úr Suðrdölum og framarlega fir Laxárdal. E>á er talið að skipa-
lægi muni vera við Búðardal skamt fyrir norðan Laxárós, og
máske einnig við Ljárvík nokkru norðar; kalla það sumir Nausta-
bót, enn útgrynni mun vera á báðum þessum stöðum um fjöru,
enn gott blé mun þar vera í norðan og austanátt, sem oft er
hörð og þrálát við Hvammsfjörð. Báðir þessir staðir liggja vel
við aðsókn til verslunar, einkum hinn síðarnefndi, því hann er
rétt við sýsluveginn.
Þeir menn sem búa hér í kring um Hvammsfjörð, fá sjálfsagt
vel kunnugan mann, til að lýsa nákvæmlega stórskipaleiðinni af
St.hólmshöfn inn á Hvammsfjörð, þvi á honum þarf ekki að
lýsa leiðinni lengra enn inn hjá Lambey, Það liggr opið fyrir
augum, að djúpmæling inn á Hvammsfjörð fæst aldrei hjá stjórn-
inni á meðan hún álítr leiðina svo hættulega, eins og forstjóri
sjókortasafnsins hetir nú lýst henni; enn sama álit verðr altaf
á henni í Danmörku nema röksámleg andmæli komi fram á
móti. Það hlýtr að verða hlutverk þingmanns Dalamanna á
næsta alþingi, að hafa enn fram þingsályktun um mælingu á
uppsigling á Hvammsfjörð, og verðr þá að búa hann út með
nægar skýrslur, sem sýna að mælingin er möguleg, án þess að
hafa mikið af þeim áhöldum, sem er óvanalegt að brúka við djúp-
mælingar annarstaðar við ísland.
Hvammsfirðingr.
nokkru af kúm og öðrum fénaði á heimaeyjunni, sem þarf að
vera kominn upp á hús og hey. Kálgarðar lita hér fremr illa
I út. — Lunda- og svartfuglaveiði var hér nokkru minni enn
næstliðið ár. Fýlaferðir, og undir eins glæfraferðir í fjölium,
eru þegar á enda án allra slysa. Fýlungatekja með lakasta
móti í flestum úteyjum. Þar á móti hefir fiskast hér allvel sið-
an i lok maímán. og til þessa dags; tvö til fjögr hundruð af
þorski; þar að auki taisvert af öðrum fiski. Enn því miðr hafa
allt of fáir getað stundað róðra þenna tima. — Verslanin hefir
verið hér með versta móti í sumar, og yfir henni alment hin
megnasta óánægja. Verð á inniendum vörum afar lágt, t. d.
saltfiskr nr. 1 afbragðs vel verkaðr, 32 kr. skpd,, hvít uil 55 a.,
fiðr 55 a.; aftr á móti flest útlend vara í háu verði, t. d. salt
J 6 kr. 50 a. — 5 kr. 60 a. tunnan; ofnkol 5 kr. skpd. Er nú
helst útlit fyrir, að hér verði innan skamms ein með verstu ein-
| okunarholum landsins, þó verslanirnar séu fyrir augunum þrjár
] og eigendrnir að nafninu þrir. Er -ástandið skiljanlegt, þegar
| faðir og sonr eru nefndir eigendr að tveimr og sonrinn er svo
umsjónarmaðr hinnar þriðju verslunar. — Kjörfundr verðr hald-
inn hér 13. sept.; hafa tveir boðið sig fram til þingmensku,
; Sigurðr SigrfinnsBon og Sigfús Árnason. — Heilsa manna hefir
j verið hér með besta móti í sumar. — Ameríkuhugr og óeirð
| fer heldr vaxandi; á verslunin góðan þátt í þvi að fæla menn
héðan.
Pðlitískr fundr var haldinn 3. sept. hér í bænum, sem boðað
hafði verið til í blöðunum. Af því það vóru fylgjeúdr H. Kr. Frið-
rikssonar, sem boðuðu fundinn, var hann miðr sóttr af öðrum
flokkum, og af þingmannaefnum mættu að eins tveir, H. Kr.
Friðriksson og Björn Kristjánsson. Fundarstjóri var Halldór
Jónsson bankagjaldkeri og Ásmundr Sveinsson skrifari. H. Kr.
Friðriksson lýsti i allöngu máli stefnu sinni, enn fór þó lítið út
í einstök mál, eða einstök atriði. Kvaðst enn sem fyr vilja
fylgja fram bæði frelsi einstaklinganna og almennu stjórnfrelsi;
vildi að stjórnin yrði svo innlend sem auðið væri, enn kvaðst
ekki vilja fylgja fram stjómarskrármálinu i því formi, sem það
hefði haft á siðustu þingum; væri i því máli á sömu skoðun
sem 1885. Um samgöngumál kvað hann þurfa að gæta þess að
sniða sér stakk eftir vexti. Bjóm Kristjánsson beindi þeirri
spurningu að þingmannsefninu, hvort hann mundi verða með af-
námi amtmannaemb. og biskupsemb., hvort hann vildi afnema
eftirlaun og hvaða skoðun hann hefði á frv. því um tekjur presta,
sem stjórnin lagði fyrir alþingi 1889 (sem gerir ráð fyrir mik-
illi hækkun á launum presta). H. Kr. Friðriksson svaraði því
þannig, að hann taldi vankvæði á afnámi amtmannaembættanna
(biskupsembættið nefndi hann ekki), áfnámi eftirlauna var hann
mótfallinn, enn um tekjur presta lét hann ekkert í ljós. — Móti
eftirlaunaafnáminu var það sagt á fundinum, að það væri lítt
sæmandi að embættismenn yrðu þurfamenn í elli sinni; það þóttj
ekki nægja, að börn þeirra gætu annast þá; þeir gætu verið
barnlausir. Enn þar sem embættismenn hafa yfirhöfuð viðun-
anleg laun og eru ýmist skyldir að tryggja sér ellistyrk, eða
gera það hins vegar, ætti það ekki að koma fyrir að þeir færi
á vonarvöl í ellinni, síst ef þeir eru barnlausir, enda eru nálega
engin dæmi til þess. Af hinum háu eftirlaunum er nú farið að
leiða, að þiggjendr fara úr landi með þau og eyða þeim þar í
„vellystingum praktuglega". Þetta mál mun innan skamms
verða rætt í þessu blaði. — Annað, sem rætt var á fundi þessum,
þykir ekki frásagnavert.
Bankasijóra sýslunin er veitt í gær Tryggva
kaupstj. Gunnarssyni frá 1. maí n. á.
Veitt brauð. Höfðaprestakall (Grrenivíkrsókn) í
Suðr-Þingeyjarprófastsdæmi jer veitt af landshöfð-
ingja séra Arna Jóhannessyni á Þönglabakka sam-
kvæmt yfirlýsingu safnaðarins. Aðrir sóttu ekki.
Óveitt prestakall. Þönglabakki, metinn 1071
kr. 92 au.
Vestmannaeyjum, 16. ág. Veðrátt hefir verið hér allhagstæð sið-
an kom fram á sláttinn, enn grasvöxtr varð með minsta móti, sökum
kuldans fyrst og svo framúrskarandi þurka í alt vor. — Hey-
skapr er litill hjá aliflestum, og liggr opið fyrir, að lóga hér
Alveg eins og hjd [oss. Eftir seinustu blöðum
útlendum er svo að sjá, sem peningar séu al-
staðar í lágu verði og bankarnir vilja helst ekki
taka á móti innlögum. I London var afsláttr (dis-
conto) af þriggja mánaða víxlum að eins x/2—1 °/0
og líkt er ástandið í Frakkiandi og Þýskalandi.
í Danmörku oífyllast bankar af peningum og slíkt
hið sama í Noregi. I Noregsbanka er gullforðinn
^/2 milj. kr. meiri enn í fyrra um sama leyti, og
vex meir og meir, svo að vextir hljóta að lækka
talsvert.
Útlit er fyrir allgóða uppskeru. Á Englandi er
hveitiuppskeran byrjuð og litr vel út. Sömuleiðis
lítr vel út með uppskeru í Frakklandi. Uppskeran
í Eússlandi verðr hér um bil í meðallagi, að minsta
kosti rúgr. Á Þýskalandi verðr góð uppskera á
rúgi og byggi. I öðrum löndum Evrópu vænta
menn og góðrar uppskeru.
Vonandi er þvi, að kornvara fremr lækki enn
hækki í verði, þó ekki verði enn sagt um það með
neinni vissu.
HEILSA OG LÆKNINGAR.
Eáð við bráðasótt í sauðfé. Norskr dýralæknir þykist hafa
fundið ugglaust ráð við bráðapest í sauðfé, hinni sömu sem hér
er algeng á íslandi. Eins og kunnugt er, eru það „bakteríur11,
sem veikinni valda. Hinn norski læknir tekr nýra úr kind, sem
dáið hefir úr bráðapest, sker þau í þunnar flísar og þnrkar; geta
þá „bakteríurnar“ geymst óskemdar yfir vetrinn. Þessar flísar
steytir hann sundr og hrærir í hreinu vatni og spýtir þessum
vökva inn í blóð unglamba. Lömb, sem þannig eru „bólusett",
fá ekki bráðapestina, og er tveggja ára_,reynsla fyrir því, enn
hvort þetta ráð er óbrigðult, verðr enn ekki fullyrt.
Miðdegissvefn. Sumir hafa þann sið, að fá sér blund um
miðdegisbilið, einkanlega eftir borðun. Enn læknar segja að það
sé venjulega ekki holt. Menn eiga ekki að sofa é daginn. Það
gerir reyndar litið til heilsunni, þótt sofið sé frameftir á morgn-
ana. Eftir miðdegisverð skyldu menn pó livíla sig, þvi hreyfing
eða vinna er óholl rétt á eftir iráitið. — Enn svefn á eftir
miðdegisverði fyllir höfuðið af blóði og getr valdið höfuðþyngsl-
um, auk þess sem melLngin verðr ekki eins kröftug, þegar
sofið er, eins cg ef menn hvíla sig vakandi.